Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2023 10:31 Björn með flottan lax úr Eystri Rangá Eystri Rangá hefur ekki oft byrjað jafn vel og núna í sumar en hún gaf 20 laxa fyrstu tvo dagana og veiðimenn eru að sjá töluvert líf á neðri svæðunum. Hún fer venjulega að gefa fyrstu laxana í opnun og dagana þar á eftir en VeiðiVísi rekur ekki í minni að það hafi verið komnir 20 laxar á fyrstu tveimur dögunum áður. Einn af þeim sem er búinn að eiga góðan tíma við ána í vikunni og er Björn Hlynur Pétursson sem sendi okkur smá skeyti. "Eystri hefur heldur betur byrjað með stæl með níu laxa opnun fyrsta daginn og sá næsti með ellefu laxa á land . Dagurinn byrjaði á svæði 4 og ég varð var við lax strax þegar ég tók fyrsta rennslið. Laxinn er ekki mikið að sýna sig en hann dvelur þarna stór og tilbúinn í slaginn. Skemmtilegt að segja frá því að ég fékk þrjá urriða í þessari fyrsta túr mínum í eystri þetta árið og þeim stærsta var landað á Svæði 8 á Heljarstíg. Urriðinn úr Heljarstíg Svo var ferðinni haldið í hinn gjöfula stað Moldarhyl sem er nú heldur betur orðinn flottur og búið að bæta hann þvílíkt mikið en það er búið að laga og gera bakkann meira juicy sem auðveldar mikið köstin þar sem bakkastið hefur nú meira rými. Þar fékk ég nýgengna 83 cm hrygnu sem lét mikið fyrir sér hafa og straujaði um allann hylin og niður flúðirnar. Svæði 6 var heldur betur að segja til sín og fékk ég 77cm hrygnu sem tók sinn tíma að leyfa mér að heilsa uppá sig, allt í allt var þetta yndislegur dagur." Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óttast laxeldið Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Svipaður fjöldi umsókna og 2011 Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði
Hún fer venjulega að gefa fyrstu laxana í opnun og dagana þar á eftir en VeiðiVísi rekur ekki í minni að það hafi verið komnir 20 laxar á fyrstu tveimur dögunum áður. Einn af þeim sem er búinn að eiga góðan tíma við ána í vikunni og er Björn Hlynur Pétursson sem sendi okkur smá skeyti. "Eystri hefur heldur betur byrjað með stæl með níu laxa opnun fyrsta daginn og sá næsti með ellefu laxa á land . Dagurinn byrjaði á svæði 4 og ég varð var við lax strax þegar ég tók fyrsta rennslið. Laxinn er ekki mikið að sýna sig en hann dvelur þarna stór og tilbúinn í slaginn. Skemmtilegt að segja frá því að ég fékk þrjá urriða í þessari fyrsta túr mínum í eystri þetta árið og þeim stærsta var landað á Svæði 8 á Heljarstíg. Urriðinn úr Heljarstíg Svo var ferðinni haldið í hinn gjöfula stað Moldarhyl sem er nú heldur betur orðinn flottur og búið að bæta hann þvílíkt mikið en það er búið að laga og gera bakkann meira juicy sem auðveldar mikið köstin þar sem bakkastið hefur nú meira rými. Þar fékk ég nýgengna 83 cm hrygnu sem lét mikið fyrir sér hafa og straujaði um allann hylin og niður flúðirnar. Svæði 6 var heldur betur að segja til sín og fékk ég 77cm hrygnu sem tók sinn tíma að leyfa mér að heilsa uppá sig, allt í allt var þetta yndislegur dagur."
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óttast laxeldið Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Svipaður fjöldi umsókna og 2011 Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði