Sjáðu öll mörkin: Tu hrellti Val og Selfoss sá loks til sólar Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2023 14:01 FH-ingar halda áfram sínu flugi í Bestu deildinni og eru í 3. sæti, eftir fjóra sigra í röð. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Áfram er nánast ómögulegt að spá til um úrslit í Bestu deild kvenna í fótbolta en meistarar Vals eru, þrátt fyrir jafntefli við Keflavík, áfram á toppnum eftir 9. umferð sem spiluð var í gær. Öll mörkin úr umferðinni má nú sjá á Vísi. Valskonur eru með 20 stig og halda þriggja stiga forskoti á Breiðablik. Nýliðar FH eru svo öllum að óvörum í þriðja sæti með 16 stig. Breiðablik og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli. Katrín Ásbjörnsdóttir kom Blikum yfir en Sierra Lelii og Tany Boychuk breyttu stöðunni í 2-1 fyrir Þrótt á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik, áður en Taylor Ziemer náði að jafna metin fyrir Blika með skoti af vítateigslínunni. Klippa: Mörk úr leik Breiðabliks og Þróttar Keflavík hefur komið mörgum á óvart í sumar og hin kínverska Linli Tu skoraði sitt fjórða mark í 1-1 jafnteflinu við Íslandsmeistara Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir jafnaði metin snemma í seinni hálfleik og er markahæst í deildinni með sjö mörk. Valur fékk svo vítaspyrnu seint í leiknum sem Fanndís Friðriksdóttir tók, en hún skaut yfir. Klippa: Mörk úr leik Keflavíkur og Vals Selfoss er enn á botni deildarinnar þrátt fyrir að hafa loksins getað fagnað sigri á ný, og það gegn Stjörnunni, 2-1. Barbára Sól Gísladóttir nýtti sér mistök í vörn Stjörnunnar og skoraði flott mark en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir jafnaði með skalla, áður en Jimena López gerði sigurmark Selfoss á 34. mínútu. Klippa: Mörk úr leik Selfoss og Stjörnunnar FH er komið í bullandi toppbaráttu eftir 2-1 sigur gegn ÍBV. Shaina Ashouri skoraði fyrsta mark leiksins en Holly O‘Neill jafnaði fyrir Eyjakonur. Sigurmark leiksins kom eftir hornspyrnu á 70. mínútu, þegar Guðný Geirsdóttir missti boltann inn fyrir marklínuna. Klippa: Mörk úr leik FH og ÍBV Þór/KA er svo í 4. sæti deildarinnar, stigi á eftir FH, eftir 5-0 stórsigur gegn Tindastóli sem er aðeins stigi frá fallsæti. Dominique Randle skoraði fyrsta markið á 61. mínútu og eftir það opnuðust flóðgáttir. Karen María Sigurgeirsdóttir, Una Móeiður Hlynsdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir (2 mörk) bættu við mörkum en Þór/KA varð að spjara sig án Söndru Maríu Jessen sem handarbrotnaði í lok fyrri hálfleiks. Klippa: Mörk úr leik Þórs/KA og Tindastóls Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA - Tindastóll 5-0 | Akureyringar völtuðu yfir Stólana í nágrannaslag Þór/KA hafði 5-0 sigur gegn Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en heimakonur gengu frá leiknum með fimm mörkum í síðari hálfleik. 21. júní 2023 21:57 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þróttur R. 2-2 | Jafntefli í fjörugum leik Breiðablik og Þróttur Reykjavík skildu jöfn þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í Bestu deildinni í kvöld. Liðunum mistókst því að minnka forskot Vals á toppi deildarinnar. 21. júní 2023 21:09 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 2-1 | Nýliðarnir í þriðja sætið eftir fjórða sigurinn í röð FH er komið í þriðja sæti Bestu deildar kvenna eftir 2-1 sigur ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. FH hefur nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni. 21. júní 2023 19:22 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
Valskonur eru með 20 stig og halda þriggja stiga forskoti á Breiðablik. Nýliðar FH eru svo öllum að óvörum í þriðja sæti með 16 stig. Breiðablik og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli. Katrín Ásbjörnsdóttir kom Blikum yfir en Sierra Lelii og Tany Boychuk breyttu stöðunni í 2-1 fyrir Þrótt á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik, áður en Taylor Ziemer náði að jafna metin fyrir Blika með skoti af vítateigslínunni. Klippa: Mörk úr leik Breiðabliks og Þróttar Keflavík hefur komið mörgum á óvart í sumar og hin kínverska Linli Tu skoraði sitt fjórða mark í 1-1 jafnteflinu við Íslandsmeistara Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir jafnaði metin snemma í seinni hálfleik og er markahæst í deildinni með sjö mörk. Valur fékk svo vítaspyrnu seint í leiknum sem Fanndís Friðriksdóttir tók, en hún skaut yfir. Klippa: Mörk úr leik Keflavíkur og Vals Selfoss er enn á botni deildarinnar þrátt fyrir að hafa loksins getað fagnað sigri á ný, og það gegn Stjörnunni, 2-1. Barbára Sól Gísladóttir nýtti sér mistök í vörn Stjörnunnar og skoraði flott mark en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir jafnaði með skalla, áður en Jimena López gerði sigurmark Selfoss á 34. mínútu. Klippa: Mörk úr leik Selfoss og Stjörnunnar FH er komið í bullandi toppbaráttu eftir 2-1 sigur gegn ÍBV. Shaina Ashouri skoraði fyrsta mark leiksins en Holly O‘Neill jafnaði fyrir Eyjakonur. Sigurmark leiksins kom eftir hornspyrnu á 70. mínútu, þegar Guðný Geirsdóttir missti boltann inn fyrir marklínuna. Klippa: Mörk úr leik FH og ÍBV Þór/KA er svo í 4. sæti deildarinnar, stigi á eftir FH, eftir 5-0 stórsigur gegn Tindastóli sem er aðeins stigi frá fallsæti. Dominique Randle skoraði fyrsta markið á 61. mínútu og eftir það opnuðust flóðgáttir. Karen María Sigurgeirsdóttir, Una Móeiður Hlynsdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir (2 mörk) bættu við mörkum en Þór/KA varð að spjara sig án Söndru Maríu Jessen sem handarbrotnaði í lok fyrri hálfleiks. Klippa: Mörk úr leik Þórs/KA og Tindastóls Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA - Tindastóll 5-0 | Akureyringar völtuðu yfir Stólana í nágrannaslag Þór/KA hafði 5-0 sigur gegn Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en heimakonur gengu frá leiknum með fimm mörkum í síðari hálfleik. 21. júní 2023 21:57 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þróttur R. 2-2 | Jafntefli í fjörugum leik Breiðablik og Þróttur Reykjavík skildu jöfn þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í Bestu deildinni í kvöld. Liðunum mistókst því að minnka forskot Vals á toppi deildarinnar. 21. júní 2023 21:09 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 2-1 | Nýliðarnir í þriðja sætið eftir fjórða sigurinn í röð FH er komið í þriðja sæti Bestu deildar kvenna eftir 2-1 sigur ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. FH hefur nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni. 21. júní 2023 19:22 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
Umfjöllun: Þór/KA - Tindastóll 5-0 | Akureyringar völtuðu yfir Stólana í nágrannaslag Þór/KA hafði 5-0 sigur gegn Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en heimakonur gengu frá leiknum með fimm mörkum í síðari hálfleik. 21. júní 2023 21:57
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þróttur R. 2-2 | Jafntefli í fjörugum leik Breiðablik og Þróttur Reykjavík skildu jöfn þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í Bestu deildinni í kvöld. Liðunum mistókst því að minnka forskot Vals á toppi deildarinnar. 21. júní 2023 21:09
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 2-1 | Nýliðarnir í þriðja sætið eftir fjórða sigurinn í röð FH er komið í þriðja sæti Bestu deildar kvenna eftir 2-1 sigur ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. FH hefur nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni. 21. júní 2023 19:22