Nýjar vikulegar veiðitölur Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2023 13:19 Helena Steinþórsdóttir með flottan lax úr Urriðafossi Nýjar vikulegar veiðitölur eru uppfærðar á vef Landssambands veiðifélaga alla fimmtudaga og það er ánægjulegur lestur í þeim tölum þessa dagana. Tímabilið fer ágætlega af stað í flestum ánum og fréttir vikunnar bera til dæmis með sér að Rangárnar séu báðar að fara vel af stað en þær eru að öllu jöfnu alltaf efstar eða ofarlega á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár hvers sumars. Hítará er að fara mjög vel af stað og samkvæmt okkar heimildum er töluvert af laxi í Kverkinni og á Breiðunni. Blanda er að koma betur út en í fyrra en veiðimaður sem landaði 110 sm laxi þar í gær var kominn með aðra sjö fiska á sína stöng sem verður að teljast góðar fréttir miðað við gang mála í fyrra. Borgarfjarðarárnar eru líklega að fara á skrið þar sem þær fá flestar sínar bestu göngur seinna júní stórstreyminu og þá verður gaman að sjá hvernig vikutölur þróast. Topp fimm listinn yfir aflahæstu árnar er þessi: 1. Urriðafoss - 160 laxar 2. Norðurá - 128 laxar 3. Þverá/Kjarrá - 77 laxar 4. Brennan - 28 laxar 5. Haffjarðará - 28 laxar Listann í heild sinni má finna hér. Stangveiði Mest lesið Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði
Tímabilið fer ágætlega af stað í flestum ánum og fréttir vikunnar bera til dæmis með sér að Rangárnar séu báðar að fara vel af stað en þær eru að öllu jöfnu alltaf efstar eða ofarlega á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár hvers sumars. Hítará er að fara mjög vel af stað og samkvæmt okkar heimildum er töluvert af laxi í Kverkinni og á Breiðunni. Blanda er að koma betur út en í fyrra en veiðimaður sem landaði 110 sm laxi þar í gær var kominn með aðra sjö fiska á sína stöng sem verður að teljast góðar fréttir miðað við gang mála í fyrra. Borgarfjarðarárnar eru líklega að fara á skrið þar sem þær fá flestar sínar bestu göngur seinna júní stórstreyminu og þá verður gaman að sjá hvernig vikutölur þróast. Topp fimm listinn yfir aflahæstu árnar er þessi: 1. Urriðafoss - 160 laxar 2. Norðurá - 128 laxar 3. Þverá/Kjarrá - 77 laxar 4. Brennan - 28 laxar 5. Haffjarðará - 28 laxar Listann í heild sinni má finna hér.
Stangveiði Mest lesið Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði