Jeff Bezos meðal þeirra sem skyldaði stjórnendur til að lesa bókina um árangursríka stjórnandann Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. júní 2023 07:00 Þótt bókin The Effecitve Executive eftir Peter F. Drucker hafi komið út árið 1967 segir Kári Finnsson, þýðandi íslensku útgáfu bókarinnar, að margt sem Drucker talar um í bókinni eigi sérstaklega vel við nú. Stjórnendur hjá þekktum fyrirtækjum eins og Amazon, Dropbox og Word Press eru meðal þeirra sem hafa verið skyldaðir til að lesa bókina. Á íslensku heitir bókin Árangursríki stjórnandinn. Vísir/Vilhelm „Ég viðurkenni alveg að ég hafði smá áhyggjur af því fyrst þegar að ég renndi yfir bókina með þýðingu á henni í huga, hvort hún myndi standast tímans tönn. Hið áhugaverða er að hún svo sannarlega gerir það og í raun er margt sem Drucker talar um í bókinni sem á einmitt sérstaklega vel við nú,“ segir Kári Finnsson, markaðsstjóri og hagfræðingur um bókina Árangursríki stjórnandinn sem nú er komin út. Árangursríki stjórnandinn er íslenska þýðingin á bókinni The Effective Executive eftir Peter F. Drucker. Bókin er leiðbeinandi fyrir fólk í þekkingarstörfum, og snýst um það hvernig við getum öll náð betri árangri í störfum okkar. Þetta er ein þeirra bóka sem Jeff Bezos hefur skyldað stjórnendur sína hjá Amazon til að lesa og það á við um fleiri þekkt alþjóðleg fyrirtæki. Ég nefni sem dæmi stjórnendur Dropbox og WordPress sem hafa boðað að þetta sé bókin til að styðjast við ef þú ætlar að læra markvisst að þjálfa þig sem árangursríkan stjórnanda.“ Kemur mannaforráðum ekkert við Kári segir að þó bókin snúist um það hvernig við náum meiri árangri sem stjórnendur, sé það meiri tilvísun í okkur sjálf eða þann hóp fólks sem starfar við þekkingastjórnun, frekar en eingöngu stjórnendur með mannaforráð. „Drucker er sá sem kom með hugtakið þekkingastarfsfólk á sínum tíma, sem á ensku er Knowledge Worker. Eitt af því sem Drucker fer vel yfir í bókinni sinni er hvernig tækniþróunin og aukin sjálfvirknivæðing fækkar störfum sem byggja á endurtekinni handavinnu á meðan störfum sem byggja á hugviti og þekkingu fjölgar að sama skapi. Það er þekkingarstarfsfólk sem getur lært mikið af bókinni,“ segir Kári sem telur sjálfur að bókin eigi fullt erindi til fólks í ólíkum geirum. „Ekki bara í fyrirtækjum sem eru hagnaðardrifin, heldur ekkert síður fólki sem starfa til dæmis á sjúkrahúsum, í skólum eða í opinbera geiranum og vill ná meiri árangri í sínum störfum.“ Fimm atriði eru listuð upp sérstaklega fyrir fólk að þjálfa sig í, en þau eru: Hvernig við nýtum tíma okkar á árangursríkan hátt Hvernig við uppgötvum og nýtum styrkleika okkar Hvernig við finnum út hvað við getum lagt af mörkum Hvernig við einbeitum okkur að því sem skiptir máli Hvernig við tökum árangursríkar ákvarðanir. En eiga aðferðir Drucker enn jafn vel við og árið 1967 eða þurftir þú sem þýðandi að staðfæra hluta efnisins? „Vissulega er margt í bókinni ólíkt því sem nú er. Sérstaklega þetta stafræna umhverfi, tölvur, tækni og sjálfvirknivæðingin sem við búum við í dag. Drucker fer þó djúpt í það hvernig tölvutæknin styður við ákvarðanatöku frekar en að taka yfir hana. Hann segir í bókinni að „þegar tölvan tekur yfir útreikning, mun fólk á öllum sviðum skipulagsheildarinnar þurfa að læra að verða stjórnendur og taka árangursríkar ákvarðanir. Að því leytinu til á bókin sérstaklega vel við í dag,“ svarar Kári og bætir við: „Það sem er nefnilega svo athyglisvert þegar maður veltir fyrir sér þróuninni er að því meira sem tæknin hefur þróast og sjálfvirknivæðingin aukist, því meira skiptir máli hvernig við náum að beita hugvitinu okkar og þekkingu til þess að ná sem bestum árangri. Og þar er staðan einfaldlega sú að okkar helstu áskoranir hafa ekkert breyst þótt áratugir og jafnvel aldir líða.“ Sem dæmi nefnir Kári áskoranir eins og tímastjórnun, hvernig við tökumst á við ábyrgð, tökum ákvarðanir og svo framvegis. „Við þekkjum flest það vinnuumhverfi að það eru rosalega margir fundir, margir tölvupóstar í innhólfinu okkar og margt í gangi. Skólarnir undirbúa okkur ekki undir hvernig við eigum að takast á við þetta vinnuumhverfi. Í háskólanum lærðum við til dæmis að reikna út hver besta ávöxtunin væri eða að skilja verðbólgu. Þegar við erum búin í námi og förum að vinna, kemur í ljós að þetta eru ekkert erfiðustu verkefnin sem við erum að glíma við. Heldur hvernig á raunverulega að vinna til að skila árangri.“ Kári segir bókina alls ekki aðeins eiga við sem leiðbeinandi bók fyrir stjórnendur með mannaforráð. Þvert á móti henti hún líka vel starfsfólki sem sinnir ýmsum þekkingarstörfum. Til dæmis á sjúkrahúsum, í skólum eða hjá hinu opinbera. Sjálfur segist Kári oft fletta upp í henni þegar hann er að takast á við einhverjar áskoranir í starfi.Vísir/Vilhelm Tól og tæki sem tala til hjartans Kári, sem nú starfar sem markaðsstjóri hjá Creditinfo, las bókina fyrst fyrir um átta árum síðan. „Ég hef lesið margar bækur og þá ekki síst á sviði stjórnunar. Það sem mér fannst standa upp úr með þessa bók er að ég finn hversu oft ég leita í hana aftur og aftur. Það koma kannski upp einhver verkefni eða aðstæður þar sem ég hugsa með mér: Já ég ætla að renna aðeins yfir það hvernig Drucker segir mér að beita huganum í þessu verkefni,“ segir Kári. Á endanum ákvað hann að slá til og þýða bókina. Ég hugsaði með mér: Ef bókin er að gagnast mér svona vel, hlýtur hún að gagnast öðrum vel líka. Og þótt flestir Íslendingar séu vel enskumælandi, er það íslenska útgáfan sem er líklegri til að tala alveg til hjartans.“ Bókin er fyrsta þýðingin sem Kári ræðst í, en örugglega ekki sú síðasta að hans sögn. „Því mér fannst þetta ótrúlega gefandi og skemmtilegt verkefni að vinna í.“ Það sem Kára finnst líka spennandi við þessa bók er að í henni eru kenndar aðferðir sem í raun snúast fyrst og fremst um venjur. „Að vera árangursríkur stjórnandi snýst ekki um að búa yfir einhverjum sérstökum hæfileikum sem leiðtogi, heldur hvernig við tryggjum að koma réttu hlutunum í verk. Ekki endilega að vinna verkin rétt, heldur að réttu hlutirnir séu gerðir eða framkvæmdir. Með því að verða árangursríkari í starfi skilum við sjálfkrafa betri árangri fyrir þær skipulagsheildir sem við störfum og þ.a.l. meiri árangri fyrir samfélagið.“ Höfundurinn, Peter Drucker, fæddist árið 1909 og lést árið 2005. Rit hans hafa verið nýtt sem kennslurit í háskólum, fyrirtækjum og stofnunum um heim allan en oft er vísað í Drucker sem frumkvöðul á sviði stjórnunarfræða. En fyrst forstjóri stórfyrirtækis eins og Jeff Bezos með Amazon skyldaði stjórnendur sína til að lesa bókina, telur þú bókina geta staðið sem einhvers konar vísir að stjórnunarmenningu eða stjórnunarstíl innan vinnustaða? „Já ég myndi hiklaust segja að bókin geti verið einhvers konar leiðarvísir að stjórnunarstíl eða menningu innan vinnustaða því í henni eru þau tól og tæki sem við getum öll stuðst við til að ná meiri árangri sem stjórnendur, hvert svo sem starfið okkar síðan er.“ Stjórnun Starfsframi Vinnustaðurinn Mannauðsmál Góðu ráðin Tengdar fréttir Ekki hrifinn af „jafnvægi heimilis og vinnu“ hugtakinu Það hljómar ekkert sérstaklega vel að heyra að eiganda eins stærsta fyrirtækis í heimi, Jeff Bezos, segja að hann sé ekki hrifinn af hugtakinu „jafnvægi heimilis og vinnu.“ En hvað á hann við? 27. desember 2021 07:00 Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. 18. júní 2021 07:00 Starfaði hjá Amazon: „Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar“ „Ég var nú búin að sækja um nokkrum sinnum hjá Amazon og öðrum stöðum en nálgunin hjá mér var líklega ekki rétt. Það var ekki fyrr en ég fór að leita ráða hjá þeim sem voru að vinna við að ráða fólk inn í alþjóðleg fyrirtæki þarna að hlutirnir fóru að gerast,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um aðdragandann að því að hún hóf störf hjá Amazon í Evrópu og síðar við Kindle deild fyrirtækisins. Sylvía deilir reynslu sinni af starfinu hjá Amazon og segir meðal annars að ráðningaferlið hjá fyrirtækinu sé afar sérstakt. 20. september 2021 07:00 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Árangursríki stjórnandinn er íslenska þýðingin á bókinni The Effective Executive eftir Peter F. Drucker. Bókin er leiðbeinandi fyrir fólk í þekkingarstörfum, og snýst um það hvernig við getum öll náð betri árangri í störfum okkar. Þetta er ein þeirra bóka sem Jeff Bezos hefur skyldað stjórnendur sína hjá Amazon til að lesa og það á við um fleiri þekkt alþjóðleg fyrirtæki. Ég nefni sem dæmi stjórnendur Dropbox og WordPress sem hafa boðað að þetta sé bókin til að styðjast við ef þú ætlar að læra markvisst að þjálfa þig sem árangursríkan stjórnanda.“ Kemur mannaforráðum ekkert við Kári segir að þó bókin snúist um það hvernig við náum meiri árangri sem stjórnendur, sé það meiri tilvísun í okkur sjálf eða þann hóp fólks sem starfar við þekkingastjórnun, frekar en eingöngu stjórnendur með mannaforráð. „Drucker er sá sem kom með hugtakið þekkingastarfsfólk á sínum tíma, sem á ensku er Knowledge Worker. Eitt af því sem Drucker fer vel yfir í bókinni sinni er hvernig tækniþróunin og aukin sjálfvirknivæðing fækkar störfum sem byggja á endurtekinni handavinnu á meðan störfum sem byggja á hugviti og þekkingu fjölgar að sama skapi. Það er þekkingarstarfsfólk sem getur lært mikið af bókinni,“ segir Kári sem telur sjálfur að bókin eigi fullt erindi til fólks í ólíkum geirum. „Ekki bara í fyrirtækjum sem eru hagnaðardrifin, heldur ekkert síður fólki sem starfa til dæmis á sjúkrahúsum, í skólum eða í opinbera geiranum og vill ná meiri árangri í sínum störfum.“ Fimm atriði eru listuð upp sérstaklega fyrir fólk að þjálfa sig í, en þau eru: Hvernig við nýtum tíma okkar á árangursríkan hátt Hvernig við uppgötvum og nýtum styrkleika okkar Hvernig við finnum út hvað við getum lagt af mörkum Hvernig við einbeitum okkur að því sem skiptir máli Hvernig við tökum árangursríkar ákvarðanir. En eiga aðferðir Drucker enn jafn vel við og árið 1967 eða þurftir þú sem þýðandi að staðfæra hluta efnisins? „Vissulega er margt í bókinni ólíkt því sem nú er. Sérstaklega þetta stafræna umhverfi, tölvur, tækni og sjálfvirknivæðingin sem við búum við í dag. Drucker fer þó djúpt í það hvernig tölvutæknin styður við ákvarðanatöku frekar en að taka yfir hana. Hann segir í bókinni að „þegar tölvan tekur yfir útreikning, mun fólk á öllum sviðum skipulagsheildarinnar þurfa að læra að verða stjórnendur og taka árangursríkar ákvarðanir. Að því leytinu til á bókin sérstaklega vel við í dag,“ svarar Kári og bætir við: „Það sem er nefnilega svo athyglisvert þegar maður veltir fyrir sér þróuninni er að því meira sem tæknin hefur þróast og sjálfvirknivæðingin aukist, því meira skiptir máli hvernig við náum að beita hugvitinu okkar og þekkingu til þess að ná sem bestum árangri. Og þar er staðan einfaldlega sú að okkar helstu áskoranir hafa ekkert breyst þótt áratugir og jafnvel aldir líða.“ Sem dæmi nefnir Kári áskoranir eins og tímastjórnun, hvernig við tökumst á við ábyrgð, tökum ákvarðanir og svo framvegis. „Við þekkjum flest það vinnuumhverfi að það eru rosalega margir fundir, margir tölvupóstar í innhólfinu okkar og margt í gangi. Skólarnir undirbúa okkur ekki undir hvernig við eigum að takast á við þetta vinnuumhverfi. Í háskólanum lærðum við til dæmis að reikna út hver besta ávöxtunin væri eða að skilja verðbólgu. Þegar við erum búin í námi og förum að vinna, kemur í ljós að þetta eru ekkert erfiðustu verkefnin sem við erum að glíma við. Heldur hvernig á raunverulega að vinna til að skila árangri.“ Kári segir bókina alls ekki aðeins eiga við sem leiðbeinandi bók fyrir stjórnendur með mannaforráð. Þvert á móti henti hún líka vel starfsfólki sem sinnir ýmsum þekkingarstörfum. Til dæmis á sjúkrahúsum, í skólum eða hjá hinu opinbera. Sjálfur segist Kári oft fletta upp í henni þegar hann er að takast á við einhverjar áskoranir í starfi.Vísir/Vilhelm Tól og tæki sem tala til hjartans Kári, sem nú starfar sem markaðsstjóri hjá Creditinfo, las bókina fyrst fyrir um átta árum síðan. „Ég hef lesið margar bækur og þá ekki síst á sviði stjórnunar. Það sem mér fannst standa upp úr með þessa bók er að ég finn hversu oft ég leita í hana aftur og aftur. Það koma kannski upp einhver verkefni eða aðstæður þar sem ég hugsa með mér: Já ég ætla að renna aðeins yfir það hvernig Drucker segir mér að beita huganum í þessu verkefni,“ segir Kári. Á endanum ákvað hann að slá til og þýða bókina. Ég hugsaði með mér: Ef bókin er að gagnast mér svona vel, hlýtur hún að gagnast öðrum vel líka. Og þótt flestir Íslendingar séu vel enskumælandi, er það íslenska útgáfan sem er líklegri til að tala alveg til hjartans.“ Bókin er fyrsta þýðingin sem Kári ræðst í, en örugglega ekki sú síðasta að hans sögn. „Því mér fannst þetta ótrúlega gefandi og skemmtilegt verkefni að vinna í.“ Það sem Kára finnst líka spennandi við þessa bók er að í henni eru kenndar aðferðir sem í raun snúast fyrst og fremst um venjur. „Að vera árangursríkur stjórnandi snýst ekki um að búa yfir einhverjum sérstökum hæfileikum sem leiðtogi, heldur hvernig við tryggjum að koma réttu hlutunum í verk. Ekki endilega að vinna verkin rétt, heldur að réttu hlutirnir séu gerðir eða framkvæmdir. Með því að verða árangursríkari í starfi skilum við sjálfkrafa betri árangri fyrir þær skipulagsheildir sem við störfum og þ.a.l. meiri árangri fyrir samfélagið.“ Höfundurinn, Peter Drucker, fæddist árið 1909 og lést árið 2005. Rit hans hafa verið nýtt sem kennslurit í háskólum, fyrirtækjum og stofnunum um heim allan en oft er vísað í Drucker sem frumkvöðul á sviði stjórnunarfræða. En fyrst forstjóri stórfyrirtækis eins og Jeff Bezos með Amazon skyldaði stjórnendur sína til að lesa bókina, telur þú bókina geta staðið sem einhvers konar vísir að stjórnunarmenningu eða stjórnunarstíl innan vinnustaða? „Já ég myndi hiklaust segja að bókin geti verið einhvers konar leiðarvísir að stjórnunarstíl eða menningu innan vinnustaða því í henni eru þau tól og tæki sem við getum öll stuðst við til að ná meiri árangri sem stjórnendur, hvert svo sem starfið okkar síðan er.“
Stjórnun Starfsframi Vinnustaðurinn Mannauðsmál Góðu ráðin Tengdar fréttir Ekki hrifinn af „jafnvægi heimilis og vinnu“ hugtakinu Það hljómar ekkert sérstaklega vel að heyra að eiganda eins stærsta fyrirtækis í heimi, Jeff Bezos, segja að hann sé ekki hrifinn af hugtakinu „jafnvægi heimilis og vinnu.“ En hvað á hann við? 27. desember 2021 07:00 Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. 18. júní 2021 07:00 Starfaði hjá Amazon: „Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar“ „Ég var nú búin að sækja um nokkrum sinnum hjá Amazon og öðrum stöðum en nálgunin hjá mér var líklega ekki rétt. Það var ekki fyrr en ég fór að leita ráða hjá þeim sem voru að vinna við að ráða fólk inn í alþjóðleg fyrirtæki þarna að hlutirnir fóru að gerast,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um aðdragandann að því að hún hóf störf hjá Amazon í Evrópu og síðar við Kindle deild fyrirtækisins. Sylvía deilir reynslu sinni af starfinu hjá Amazon og segir meðal annars að ráðningaferlið hjá fyrirtækinu sé afar sérstakt. 20. september 2021 07:00 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Ekki hrifinn af „jafnvægi heimilis og vinnu“ hugtakinu Það hljómar ekkert sérstaklega vel að heyra að eiganda eins stærsta fyrirtækis í heimi, Jeff Bezos, segja að hann sé ekki hrifinn af hugtakinu „jafnvægi heimilis og vinnu.“ En hvað á hann við? 27. desember 2021 07:00
Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. 18. júní 2021 07:00
Starfaði hjá Amazon: „Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar“ „Ég var nú búin að sækja um nokkrum sinnum hjá Amazon og öðrum stöðum en nálgunin hjá mér var líklega ekki rétt. Það var ekki fyrr en ég fór að leita ráða hjá þeim sem voru að vinna við að ráða fólk inn í alþjóðleg fyrirtæki þarna að hlutirnir fóru að gerast,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um aðdragandann að því að hún hóf störf hjá Amazon í Evrópu og síðar við Kindle deild fyrirtækisins. Sylvía deilir reynslu sinni af starfinu hjá Amazon og segir meðal annars að ráðningaferlið hjá fyrirtækinu sé afar sérstakt. 20. september 2021 07:00
Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01