„Það voru útskriftir úr Háskóla Íslands í Laugardalshöll“ Kári Mímisson skrifar 24. júní 2023 20:16 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. vísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með 2-0 sigur liðsins á KA í dag. Það mátti sjá mikil bata merki í leik liðsins í dag sem gat gefið Ole Martin aðstoðarþjálfara þrjú stig í afmælisgjöf. „Ég er ofboðslega ánægður. Við höfum átt erfitt með að leggja KA af velli undanfarin ár og þó að við höfum unnið þá einstaka sinnum þá hafa þetta alltaf verið lokaðir leikir og taktískt mjög góðir enda eru þeir með stórhættulegt lið. Ég er gríðarlega ánægður með að halda hreinu gegn þeim, skora tvö mörk og vinna. Það að vinna KA 2-0 er erfitt. Fyrsta markið er smá heppni, klafs og bara týpískt heppnismark. Seinna markið er auðvitað mjög gott. Við spilum úr aukaspyrnunni og fáum góð hlaup inn í teiginn og frábæra sendingu frá Atla. Markið var gott og það hjálpaði okkur ofboðslega mikið að klára leikinn. Ef að annað markið hefði ekki komið á þessum tímapunkti þá hugsa ég að sókn KA-manna hefði þyngst töluvert. Við erum búnir að vera að fá á okkur mörk í restina af leikjunum undanfarið, síðast á móti Vestmannaeyjum hérna heima. Við áttum að tapa stórt þá en hefðum getað stolið þremur stigum ef þeir hefðu ekki skorað á 90. mínútu. Þetta er ágætis léttir fyrir okkur að ná að skora annað markið og það gerði það auðveldar að sigla þessu heim,“ segir Rúnar. Finnur Tómas átti fínan dag í vörn KR ásamt því að eiga það til að taka virkan þátt í sóknarleik liðsins. Finnur hljóp út um allan völl í dag og tók virkan þátt í pressu liðsins. Rúnar segist hafa verið ánægður með hann í dag þó svo að hann sé nú ekkert að biðja hann um að fara í þessi hlaup. Finnur þurfti að fara út af undir lok leiksins en Rúnar segir það ekki hafa verið alvarlegt. „Við erum nú ekki að biðja hann um að sprikla svona mikið út um allan völl en þegar menn geta sett andstæðinginn undir pressu og þvingað þá til baka í átt að eiginn marki þá er það fínt. Hann ákvað að gera það í nokkur skipti. Við erum náttúrulega að með þrjá hafsenta og við viljum að þeir fari af stað með boltann og reyni að búa eitthvað til fyrir okkur. Hann spilaði bara frábærlega í dag fyrir okkur eins og hann gerir í öllum leikjum og var orðinn þreyttur þarna undir lokin. Fékk eitthvað smávægilegt högg og svo þreyta ofan á það svo við tókum hann út af þegar það var lítið eftir.“ Kristján Flóki var ekki með í dag vegna meiðsla. Rúnar segir hann sennilega ekki vera tilbúinn fyrir leikinn gegn Keflavík í næstu viku en telur líklegt að hann verði mættur fljótlega eftir það. „Það á nú ekki að vera langt. Við eigum leik á miðvikudaginn og svo kemur aftur tveggja vikna pása hjá okkur. Ég hugsa að við hvílum hann núna á miðvikudaginn og vonandi verður hann klár um miðjan júlí.“ Áhorfendur á Meistaravöllum voru ekki margir í dag. Tölurnar sem blaðamaður Vísis fékk voru að 375 manns hefðu komið að horfa á þennan leik í dag sem er langt því frá gott fyrir lið eins og KR. Rúnar segist hafa áhyggjur af þessu en telur þó að það eigi sér eðlilegar skýringar afhverju mætingin sé ekki meiri en þetta í dag. „Það hafa allir áhyggjur af þessu. Auðvitað viljum við fá mikið af fólk á völlinn. Norðurálsmótið er á Akranesi þar sem öll börn og foreldra þeirra eru. Það voru útskriftir úr Háskóla Íslands í Laugardalshöll í dag þar sem meðal annars var fjölskyldan mín var í veislu. Það eru menn í sumarbústöðum og það er laugardagur klukkan fimm. Auðvitað er þetta áhyggjuefni en við höfum mögulega ekki verið að spila neinn fanta góða fótbolta heldur til að lokka fólk á völlinn. Það hefur kannski með vallaraðstæður og veðráttuna að gera. Við höfum ekki verið með góðan völl en völlurinn í dag var snöggtum skárri en samt ekki fullkominn til að spila góðan fótbolta og það sést stundum á þeim fótbolta sem spilaður er hér,“ segir Rúnar. KR tekur á móti botnliði Keflavíkur í næstu umferð. Hvernig leggst það í Rúnar? „Það leggst mjög vel í mig. Þeir eru búnir að vera að spila með fimm manna vörn eins og við erum að gera það verður áhugavert að mæta þeim. Alltaf erfitt að spila við Sigga Ragga og hans liðum. Hann er ofboðslega vel skipulagður, með þéttan og góðan varnarleik og stórhættulegur í skyndisóknum. Við þurfum að halda áfram þar sem við erum ekki komnir á þann stað að við getum farið í einhverja leiki og slakað á heldur þurfum við að leggja okkur ofboðslega mikið fram í alla leiki til að fá einhver stig og berjast um að vera í topp sex. Við viljum komast þangað en við erum ekki þar eins og stendur og það er markmiðið okkar eins og er,“ segir Rúnar. Besta deild karla KR KA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
„Ég er ofboðslega ánægður. Við höfum átt erfitt með að leggja KA af velli undanfarin ár og þó að við höfum unnið þá einstaka sinnum þá hafa þetta alltaf verið lokaðir leikir og taktískt mjög góðir enda eru þeir með stórhættulegt lið. Ég er gríðarlega ánægður með að halda hreinu gegn þeim, skora tvö mörk og vinna. Það að vinna KA 2-0 er erfitt. Fyrsta markið er smá heppni, klafs og bara týpískt heppnismark. Seinna markið er auðvitað mjög gott. Við spilum úr aukaspyrnunni og fáum góð hlaup inn í teiginn og frábæra sendingu frá Atla. Markið var gott og það hjálpaði okkur ofboðslega mikið að klára leikinn. Ef að annað markið hefði ekki komið á þessum tímapunkti þá hugsa ég að sókn KA-manna hefði þyngst töluvert. Við erum búnir að vera að fá á okkur mörk í restina af leikjunum undanfarið, síðast á móti Vestmannaeyjum hérna heima. Við áttum að tapa stórt þá en hefðum getað stolið þremur stigum ef þeir hefðu ekki skorað á 90. mínútu. Þetta er ágætis léttir fyrir okkur að ná að skora annað markið og það gerði það auðveldar að sigla þessu heim,“ segir Rúnar. Finnur Tómas átti fínan dag í vörn KR ásamt því að eiga það til að taka virkan þátt í sóknarleik liðsins. Finnur hljóp út um allan völl í dag og tók virkan þátt í pressu liðsins. Rúnar segist hafa verið ánægður með hann í dag þó svo að hann sé nú ekkert að biðja hann um að fara í þessi hlaup. Finnur þurfti að fara út af undir lok leiksins en Rúnar segir það ekki hafa verið alvarlegt. „Við erum nú ekki að biðja hann um að sprikla svona mikið út um allan völl en þegar menn geta sett andstæðinginn undir pressu og þvingað þá til baka í átt að eiginn marki þá er það fínt. Hann ákvað að gera það í nokkur skipti. Við erum náttúrulega að með þrjá hafsenta og við viljum að þeir fari af stað með boltann og reyni að búa eitthvað til fyrir okkur. Hann spilaði bara frábærlega í dag fyrir okkur eins og hann gerir í öllum leikjum og var orðinn þreyttur þarna undir lokin. Fékk eitthvað smávægilegt högg og svo þreyta ofan á það svo við tókum hann út af þegar það var lítið eftir.“ Kristján Flóki var ekki með í dag vegna meiðsla. Rúnar segir hann sennilega ekki vera tilbúinn fyrir leikinn gegn Keflavík í næstu viku en telur líklegt að hann verði mættur fljótlega eftir það. „Það á nú ekki að vera langt. Við eigum leik á miðvikudaginn og svo kemur aftur tveggja vikna pása hjá okkur. Ég hugsa að við hvílum hann núna á miðvikudaginn og vonandi verður hann klár um miðjan júlí.“ Áhorfendur á Meistaravöllum voru ekki margir í dag. Tölurnar sem blaðamaður Vísis fékk voru að 375 manns hefðu komið að horfa á þennan leik í dag sem er langt því frá gott fyrir lið eins og KR. Rúnar segist hafa áhyggjur af þessu en telur þó að það eigi sér eðlilegar skýringar afhverju mætingin sé ekki meiri en þetta í dag. „Það hafa allir áhyggjur af þessu. Auðvitað viljum við fá mikið af fólk á völlinn. Norðurálsmótið er á Akranesi þar sem öll börn og foreldra þeirra eru. Það voru útskriftir úr Háskóla Íslands í Laugardalshöll í dag þar sem meðal annars var fjölskyldan mín var í veislu. Það eru menn í sumarbústöðum og það er laugardagur klukkan fimm. Auðvitað er þetta áhyggjuefni en við höfum mögulega ekki verið að spila neinn fanta góða fótbolta heldur til að lokka fólk á völlinn. Það hefur kannski með vallaraðstæður og veðráttuna að gera. Við höfum ekki verið með góðan völl en völlurinn í dag var snöggtum skárri en samt ekki fullkominn til að spila góðan fótbolta og það sést stundum á þeim fótbolta sem spilaður er hér,“ segir Rúnar. KR tekur á móti botnliði Keflavíkur í næstu umferð. Hvernig leggst það í Rúnar? „Það leggst mjög vel í mig. Þeir eru búnir að vera að spila með fimm manna vörn eins og við erum að gera það verður áhugavert að mæta þeim. Alltaf erfitt að spila við Sigga Ragga og hans liðum. Hann er ofboðslega vel skipulagður, með þéttan og góðan varnarleik og stórhættulegur í skyndisóknum. Við þurfum að halda áfram þar sem við erum ekki komnir á þann stað að við getum farið í einhverja leiki og slakað á heldur þurfum við að leggja okkur ofboðslega mikið fram í alla leiki til að fá einhver stig og berjast um að vera í topp sex. Við viljum komast þangað en við erum ekki þar eins og stendur og það er markmiðið okkar eins og er,“ segir Rúnar.
Besta deild karla KR KA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira