Brynhildur áfram í Borgó Árni Sæberg skrifar 27. júní 2023 13:25 Brynhildur Guðjónsdóttir verður Borgarleikhússtjóri næstu fjögur árin. Vísir/Vilhelm Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið endurráðin sem leikhússtjóri Borgarleikhússins frá og með 1. ágúst næstkomandi til 31. júlí árið 2027. Samkvæmt tilkynningu um endurráðninguna segir að samþykktir Leikfélags Reykjavíkur kveði á um að heimilt sé að endurráða leikhússtjóra til fjögurra ára og að Brynhildur hafi gengt starfinu frá febrúar árið 2020. Leikhússtjóri heyrir undir stjórn LR og starfar í umboði hennar til fjögurra ára í senn. Kristín Eysteinsdóttir sagði starfi leikhússtjóra lausu á miðju skipunartímabili og því er Brynhildur endurráðin nú. Leikhússtjóri hefur yfirumsjón með öllum leikhúsrekstri í Borgarleikhúsinu og ber listræna ábyrgð á starfseminni og rekstrarlega ábyrgð gagnvart stjórn LR. Brynhildur útskrifaðist með BA Hons gráðu í leiklist frá Guildhall School of Music and Drama í London árið 1998, en áður hafði hún lokið BA gráðu í frönsku frá HÍ. Hún nam að auki leikritun við Yale School of Drama í Bandaríkjunum veturinn 2011-2012. Brynhildur er leikari, leikskáld og leikstjóri en áður en hún var ráðin í stöðu leikhússtjóra hafði hún starfað um árabil í Borgarleikhúsinu sem leikari og leikstjóri og leikstýrt meðal annars Ríkharði III og Vanja frænda. Mikil gleðitíðindi „Stjórn Leikfélagsins telur það mikil gleðitíðindi fyrir Borgarleikhúsið að Brynhildur standi hér í stafni næstu fjögur ár. Hún hefur staðið sig fádæma vel í þessu starfi undanfarin ár við krefjandi aðstæður. Til viðbótar við sína listrænu forystu hefur hún sýnt afburðastjórnunarhæfileika og siglt leikhúsinu í gegnum fjölbreytt öldurót.“ er haft eftir Eggerti Benedikt Guðmundssyni, formanni Leikfélags Reykjavíkur. „Ég þakka stjórn LR innilega sýndan heiður og traust. Borgarleikhúsið er kröftug og lifandi menningarstofnun þar sem samheldinn og framúrskarandi hópur fólks vinnur að því að skapa góða list, gleðja og næra. Starf leikhússtjórans er vissulega krefjandi en um leið gefandi og stundum jafnvel töfrandi. Það eru sannarlega forréttindi að fá að starfa við það sem maður hefur kosið að helga líf sitt. Ég horfi björtum augum til framtíðar og hlakka til að þjóna leikhúsinu okkar og listinni áfram af metnaði og gleði,“ er haft eftir Brynhildi. Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu um endurráðninguna segir að samþykktir Leikfélags Reykjavíkur kveði á um að heimilt sé að endurráða leikhússtjóra til fjögurra ára og að Brynhildur hafi gengt starfinu frá febrúar árið 2020. Leikhússtjóri heyrir undir stjórn LR og starfar í umboði hennar til fjögurra ára í senn. Kristín Eysteinsdóttir sagði starfi leikhússtjóra lausu á miðju skipunartímabili og því er Brynhildur endurráðin nú. Leikhússtjóri hefur yfirumsjón með öllum leikhúsrekstri í Borgarleikhúsinu og ber listræna ábyrgð á starfseminni og rekstrarlega ábyrgð gagnvart stjórn LR. Brynhildur útskrifaðist með BA Hons gráðu í leiklist frá Guildhall School of Music and Drama í London árið 1998, en áður hafði hún lokið BA gráðu í frönsku frá HÍ. Hún nam að auki leikritun við Yale School of Drama í Bandaríkjunum veturinn 2011-2012. Brynhildur er leikari, leikskáld og leikstjóri en áður en hún var ráðin í stöðu leikhússtjóra hafði hún starfað um árabil í Borgarleikhúsinu sem leikari og leikstjóri og leikstýrt meðal annars Ríkharði III og Vanja frænda. Mikil gleðitíðindi „Stjórn Leikfélagsins telur það mikil gleðitíðindi fyrir Borgarleikhúsið að Brynhildur standi hér í stafni næstu fjögur ár. Hún hefur staðið sig fádæma vel í þessu starfi undanfarin ár við krefjandi aðstæður. Til viðbótar við sína listrænu forystu hefur hún sýnt afburðastjórnunarhæfileika og siglt leikhúsinu í gegnum fjölbreytt öldurót.“ er haft eftir Eggerti Benedikt Guðmundssyni, formanni Leikfélags Reykjavíkur. „Ég þakka stjórn LR innilega sýndan heiður og traust. Borgarleikhúsið er kröftug og lifandi menningarstofnun þar sem samheldinn og framúrskarandi hópur fólks vinnur að því að skapa góða list, gleðja og næra. Starf leikhússtjórans er vissulega krefjandi en um leið gefandi og stundum jafnvel töfrandi. Það eru sannarlega forréttindi að fá að starfa við það sem maður hefur kosið að helga líf sitt. Ég horfi björtum augum til framtíðar og hlakka til að þjóna leikhúsinu okkar og listinni áfram af metnaði og gleði,“ er haft eftir Brynhildi.
Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira