Ráðgátan um dýra málverkið leyst Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. júní 2023 22:10 Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri og uppboðsstjóri Gallerýs Foldar. Stöð 2/Steingrímur Dúi Málverk eftir óþekktan listamann, sem metið var á þrjátíu þúsund krónur, seldist flestum að óvörum á tæpar fjögur hundruð þúsund krónur á uppboði í gær. Ástæðan er talin vera tilfinningalegt gildi efnistaka óþekkta listamannsins. Tveir óþekktir listunnendur kepptust um miðlungsstórt olíumálverk í gylltum ramma, sem sýnir útsýnið út á Reyðarfjörð og þrjár skútur, á uppboði Gallerýs Foldar í gærkvöldi. Þegar þriðja hamarshöggið var slegið stóð hæsta boð í heilum 390 þúsund krónum, þrettán sinnum hærra en efra mark verðmats, þrjátíu þúsund. Bjarki Sigurðsson fréttamaður skellti sér í gallerýið til þess að komast að því hvað olli. Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri og uppboðsstjóri Gallerýs Foldar, segir ástæðuna ekki vera að um einhvers konar falda perlu hafi verið að ræða. „Það er nú líklega eitthvað sem hefur að gera með tilfinningar og svona hvaðan verkið er, þ.e.a.s. mótífið í verkinu. Þetta er óvenjulegt en þetta hefur gerst áður og það er alltaf einhvern veginn þannig að þeir sem eru að kaupa verk, og eru tilbúnir að halda áfram að bjóða svona, að það er vegna þess að þeir eiga tengsl við staðinn. Þetta gæti verið frá heimili þeirra eða sumarbústaðnum. En það þarf alltaf tvo til. Málverkið sýnir Reyðarfjörðinn fagra.Gallerý Fold Sýnir gamlan útgerðarstað Þá nefnir Jóhann Ágúst að málverkið sýnir fornfrægan útgerðarstað. „Útgerðin er þarna þannig að fólk hefur kannski alveg efni á að kaupa svona dýr verk. En eins og ég segi, það þarf tvo til og þetta er helsta ástæðan.“ Hann býst við því að verkið hafi verið málað um aldamótin 1900 af erlendum listamanni, kannski Dana á siglingu um landið. Umgjörðin og efnið bendi til þess. „Þannig að ég held að þetta sé um hundrað ára gamalt verk, rétt rúmlega og það eitt og sér réttlætir alveg þetta verð, þannig séð. En kannski var verðmatið örlítið of lágt hjá okkur en þetta er svona öllu jöfnu hærra heldur en verk af þessum toga hafa selst á uppboðum.“ Myndlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tveir óþekktir listunnendur kepptust um miðlungsstórt olíumálverk í gylltum ramma, sem sýnir útsýnið út á Reyðarfjörð og þrjár skútur, á uppboði Gallerýs Foldar í gærkvöldi. Þegar þriðja hamarshöggið var slegið stóð hæsta boð í heilum 390 þúsund krónum, þrettán sinnum hærra en efra mark verðmats, þrjátíu þúsund. Bjarki Sigurðsson fréttamaður skellti sér í gallerýið til þess að komast að því hvað olli. Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri og uppboðsstjóri Gallerýs Foldar, segir ástæðuna ekki vera að um einhvers konar falda perlu hafi verið að ræða. „Það er nú líklega eitthvað sem hefur að gera með tilfinningar og svona hvaðan verkið er, þ.e.a.s. mótífið í verkinu. Þetta er óvenjulegt en þetta hefur gerst áður og það er alltaf einhvern veginn þannig að þeir sem eru að kaupa verk, og eru tilbúnir að halda áfram að bjóða svona, að það er vegna þess að þeir eiga tengsl við staðinn. Þetta gæti verið frá heimili þeirra eða sumarbústaðnum. En það þarf alltaf tvo til. Málverkið sýnir Reyðarfjörðinn fagra.Gallerý Fold Sýnir gamlan útgerðarstað Þá nefnir Jóhann Ágúst að málverkið sýnir fornfrægan útgerðarstað. „Útgerðin er þarna þannig að fólk hefur kannski alveg efni á að kaupa svona dýr verk. En eins og ég segi, það þarf tvo til og þetta er helsta ástæðan.“ Hann býst við því að verkið hafi verið málað um aldamótin 1900 af erlendum listamanni, kannski Dana á siglingu um landið. Umgjörðin og efnið bendi til þess. „Þannig að ég held að þetta sé um hundrað ára gamalt verk, rétt rúmlega og það eitt og sér réttlætir alveg þetta verð, þannig séð. En kannski var verðmatið örlítið of lágt hjá okkur en þetta er svona öllu jöfnu hærra heldur en verk af þessum toga hafa selst á uppboðum.“
Myndlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira