Laxagöngur víða nokkuð góðar Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2023 08:46 Það eru allar líkur á að sumarið verði yfir meðallagi ef það tölur laxa sem hafa gengið í gegnum laxateljara landsins eru skoðaðar. Ef við byrjum á að skoða tölur úr laxateljaranum í Elliðaánum þá er mjög góð ganga að koma í árnar en í gær fóru 201 lax í gegnum teljarann og heildartalan er 653 sem er í raun rosaleg tala því það eru tvær til þrjár vikur eftir af göngutíma og næstu tvær vikur eru yfirleitt tíminn sem stærsta gangan fer í gegn. Í Korpu eru gengnir 311 laxar sem er líka mjög góð ganga og neðra svæðið í ánni eins og í Elliðaánum er "smekkað" af laxi eins og veiðimenn hafa gjarnan á orði. Til að setja það í samhangi hvað gangan í þessar tvær perlur Reykjavíkur er góð þá eru aðeins 194 laxar gengnir í Langá á Mýrum en hún er samt sem þaður þekkt fyrir að fá sínar stærstu göngur á fyrsta stóra júlíflóðinu og dagana þar í kring en það er á morgun. 231 lax hefur gengið í gegnum Glanna í Norðurá og heildarveiðin í ánni er komin yfir 300 laxa sem er mjög gott. Það eru allar líkur á að Norðurá, miðað við þessar tölur, gæti farið yfir 1.500 laxa veiði og jafnvel hærra ef takturinn í göngunum heldur svona áfram. Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði
Ef við byrjum á að skoða tölur úr laxateljaranum í Elliðaánum þá er mjög góð ganga að koma í árnar en í gær fóru 201 lax í gegnum teljarann og heildartalan er 653 sem er í raun rosaleg tala því það eru tvær til þrjár vikur eftir af göngutíma og næstu tvær vikur eru yfirleitt tíminn sem stærsta gangan fer í gegn. Í Korpu eru gengnir 311 laxar sem er líka mjög góð ganga og neðra svæðið í ánni eins og í Elliðaánum er "smekkað" af laxi eins og veiðimenn hafa gjarnan á orði. Til að setja það í samhangi hvað gangan í þessar tvær perlur Reykjavíkur er góð þá eru aðeins 194 laxar gengnir í Langá á Mýrum en hún er samt sem þaður þekkt fyrir að fá sínar stærstu göngur á fyrsta stóra júlíflóðinu og dagana þar í kring en það er á morgun. 231 lax hefur gengið í gegnum Glanna í Norðurá og heildarveiðin í ánni er komin yfir 300 laxa sem er mjög gott. Það eru allar líkur á að Norðurá, miðað við þessar tölur, gæti farið yfir 1.500 laxa veiði og jafnvel hærra ef takturinn í göngunum heldur svona áfram.
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði