„Í dag máttu vera allt og ég vil fagna því“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. júlí 2023 17:00 Tískuljósmyndarinn Kári Sverris opnar sýninguna The Art of Being Me á Menningarnótt. Shearer Viljoen „Mig langaði að finna persónulegri nálgun við það að velja fólk á ljósmyndasýningu og á sama tíma gefa fjölbreyttum hópi fólks tækifæri til þess að taka þátt,“ segir tískuljósmyndarinn Kári Sverrisson, sem opnar sýninguna The Art of Being Me, eða Listin að vera ég, í miðbænum á Menningarnótt. Blaðamaður tók púlsinn á Kára. „Hugmyndin að sýningunni kviknaði upphaflega fyrir tíu árum síðan. Þá var ég í ljósmyndanámi og var rosa mikið spurður út í það hver ég væri og hvað ég væri að segja með myndunum mínum. Út frá því fór ég auðvitað mikið að skoða það, hvað vil ég segja með ljósmyndunum mínum og þannig kviknaði þessi hugmynd um hver sé skilgreiningin á fegurð,“ segir Kári. View this post on Instagram A post shared by @the.artofbeingme Opnar í Pósthússtræti á einum stærsta degi sumarsins Sýningin opnar sem áður segir á Menningarnótt og stendur í rúman mánuð. Hún verður utandyra á Pósthússtrætinu og getur fólk sótt um með því að taka þátt í samfélagsmiðlaherferð. „Hver sem er getur tekið þátt með því að birta mynd af sér og segja frá því hvað geri viðkomandi manneskju hamingjusama og hver listin að vera hún sé, með millumerkinu #the.artofbeingme og tagginu @the.artofbeingme.“ Fólk sem tekur þátt í herferðinni deilir því hver sé listin á bak við það að vera það sjálft. Hér má sjá Mariu Jiminez, fyrirsætu og fyrirtækjaeiganda.Kári Sverris „Hið innra skiptir svo miklu máli“ Kári segist hafa viljað leita nýrra leiða við að setja upp sýningu. Hann hefur komið víða að í tískuheiminum og unnið með tískurisum á borð við Chanel, Elle Magazine og Glamour. „Mig langaði að finna persónulegri nálgun við það að velja fólk á ljósmyndasýninguna og á sama tíma gefa fjölbreyttum hópi fólks tækifæri til þess að taka þátt. Venjulega getur svona ferli farið fram í gegnum módelskrifstofu þar sem ákveðnar staðalímyndir eru kannski í boði. Núna geta allir sótt um að taka þátt og á sama tíma getur þetta gefið fólki platform til þess að tjá sig og koma sér á framfæri. Þau sem verða valin á sýninguna verða með Instagrammið sitt merkt undir myndina þeirra og Menningarnótt er auðvitað sá dagur þar sem hvað flestir eru staddir í miðbænum, þetta er líklega fjölfarnasti dagur ársins í miðborginni. Því er þetta gott tækifæri til að koma sínu á framfæri, hvort sem það eru ákveðin skilaboð, tónlistin þín eða eitthvað annað. Því fleiri sem taka þátt því fleiri sjá þetta. Þannig getur líka orðið vitundarvakning á fjölbreytileikanum og á því að hið innra skiptir svo miklu máli.“ Reynir Snær tónlistarmaður deilir listinni að því að vera hann.Kári Sverris Stöðugt að kynnast sjálfum sér betur Kári segist sannarlega hafa lært ýmislegt á undanförnum árum og sé stöðugt að komast betur að því hvað skipti hann máli. „Ég er búinn að gera alls konar hluti í gegnum árin og vinna að ótal verkefnum víða um heiminn. Mér finnst ég hafa kynnst sjálfum mér betur í gegnum fólk sem ég hef hitt og mína vinnu en líka til dæmis í gegnum börnin mín og þannig hef ég betur komist að því hvað það er sem fær mig til að skína, tikka og tifa og hvað gerir mig hamingjusaman. Það eru litlu hlutirnir sem gera mig að betri manni, betri pabba og betri starfskrafti. Með því að vita hver ég er verð ég sömuleiðis meira skapandi og í betra flæði.“ Hann segir að aldurinn hafi tvímælalaust unnið vel með honum hvað þetta varðar. „Ef ég hefði verið spurður fyrir 25 árum hver væri listin að vera ég þá veit ég ekki hverju ég hefði svarað, mögulega einhverju tengt útliti eða vinnunni. Í dag eru milljón hlutir sem skipta mig máli, til dæmis það að geta litið inn á við, lesið bók, farið í göngutúr, lært með börnunum mínum, verið með vinum, þetta eru allt lítil atriði sem verða stöðugt mikilvægari eftir því sem ég verð eldri.“ Sýningin fjallar að hluta til um vegferð Kára við að finna hvað veitir honum hamingju. Shearer Viljoen Minna Photoshop, meiri fjölbreytileiki Kári segist upplifa jákvæða þróun í umhverfinu þegar það kemur að fjölbreyttum fyrirmyndum. „Fyrir tíu árum síðan voru mestmegnis ákveðnar staðalímyndir í mínum bransa, mikið um Photoshop og þegar það var verið að velja fyrirsætur þá var ekki þessi fjölbreytileiki, þær voru meira eftir stöðluðum ímyndum um fegurð og stærðir. Í dag máttu vera allt, gera allt og ég vil fagna því. Mér finnst það sem er að innan líka fá að skína skærar, útlitið var alltaf eitthvað sem var númer eitt og tvö í bransanum en í dag eru karaktereinkennin í fyrsta sæti finnst mér. Þegar fólk er öruggt í eigin skinni og veit hvað fær það til að skína, það gerir myndirnar mínar til dæmis áhrifaríkari. Samfélagsmiðlar spila hlutverk í þessari þróun, þar er öll flóran af fólki að koma sér á framfæri og auglýsa alls konar, þú getur unnið við það í dag en fyrir tíu árum síðan þekktist það ekki.“ View this post on Instagram A post shared by Ka ri - Sverriss (@karisverriss) Samfélagsmiðlaherferðin er í gangi í tíu daga til viðbótar og fá þau sem taka þátt einnig möguleikann á því að fara á skrá hjá Grounded Creative Studios. „Fólk hefur tækifæri til að skína þegar fjöldinn allur af fólki gengur um Pósthússtræti og sýningin stendur fram á haust. Allar myndir sýningarinnar verða svo alveg óunnar, við erum að sýna okkur eins og við erum,“ segir Kári að lokum. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér. Ljósmyndun Menning Menningarnótt Tengdar fréttir Listrænt ofurpar opnar nýstárlega og skapandi umboðsskrifstofu Listræna parið Sigrún Eva Jónsdóttir og Sonny hefur komið víða að í hinum skapandi heimi. Þau ákváðu snemma árs að sameina krafta sína og er afraksturinn umboðsskrifstofa og skapandi rými undir heitinu Grounded Creative Studios. Skrifstofan opnar í sumar og með verkefninu langar þau að nálgast umboðsheiminn á nýjan hátt. Blaðamaður tók púlsinn á þeim. 20. júní 2023 12:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Hugmyndin að sýningunni kviknaði upphaflega fyrir tíu árum síðan. Þá var ég í ljósmyndanámi og var rosa mikið spurður út í það hver ég væri og hvað ég væri að segja með myndunum mínum. Út frá því fór ég auðvitað mikið að skoða það, hvað vil ég segja með ljósmyndunum mínum og þannig kviknaði þessi hugmynd um hver sé skilgreiningin á fegurð,“ segir Kári. View this post on Instagram A post shared by @the.artofbeingme Opnar í Pósthússtræti á einum stærsta degi sumarsins Sýningin opnar sem áður segir á Menningarnótt og stendur í rúman mánuð. Hún verður utandyra á Pósthússtrætinu og getur fólk sótt um með því að taka þátt í samfélagsmiðlaherferð. „Hver sem er getur tekið þátt með því að birta mynd af sér og segja frá því hvað geri viðkomandi manneskju hamingjusama og hver listin að vera hún sé, með millumerkinu #the.artofbeingme og tagginu @the.artofbeingme.“ Fólk sem tekur þátt í herferðinni deilir því hver sé listin á bak við það að vera það sjálft. Hér má sjá Mariu Jiminez, fyrirsætu og fyrirtækjaeiganda.Kári Sverris „Hið innra skiptir svo miklu máli“ Kári segist hafa viljað leita nýrra leiða við að setja upp sýningu. Hann hefur komið víða að í tískuheiminum og unnið með tískurisum á borð við Chanel, Elle Magazine og Glamour. „Mig langaði að finna persónulegri nálgun við það að velja fólk á ljósmyndasýninguna og á sama tíma gefa fjölbreyttum hópi fólks tækifæri til þess að taka þátt. Venjulega getur svona ferli farið fram í gegnum módelskrifstofu þar sem ákveðnar staðalímyndir eru kannski í boði. Núna geta allir sótt um að taka þátt og á sama tíma getur þetta gefið fólki platform til þess að tjá sig og koma sér á framfæri. Þau sem verða valin á sýninguna verða með Instagrammið sitt merkt undir myndina þeirra og Menningarnótt er auðvitað sá dagur þar sem hvað flestir eru staddir í miðbænum, þetta er líklega fjölfarnasti dagur ársins í miðborginni. Því er þetta gott tækifæri til að koma sínu á framfæri, hvort sem það eru ákveðin skilaboð, tónlistin þín eða eitthvað annað. Því fleiri sem taka þátt því fleiri sjá þetta. Þannig getur líka orðið vitundarvakning á fjölbreytileikanum og á því að hið innra skiptir svo miklu máli.“ Reynir Snær tónlistarmaður deilir listinni að því að vera hann.Kári Sverris Stöðugt að kynnast sjálfum sér betur Kári segist sannarlega hafa lært ýmislegt á undanförnum árum og sé stöðugt að komast betur að því hvað skipti hann máli. „Ég er búinn að gera alls konar hluti í gegnum árin og vinna að ótal verkefnum víða um heiminn. Mér finnst ég hafa kynnst sjálfum mér betur í gegnum fólk sem ég hef hitt og mína vinnu en líka til dæmis í gegnum börnin mín og þannig hef ég betur komist að því hvað það er sem fær mig til að skína, tikka og tifa og hvað gerir mig hamingjusaman. Það eru litlu hlutirnir sem gera mig að betri manni, betri pabba og betri starfskrafti. Með því að vita hver ég er verð ég sömuleiðis meira skapandi og í betra flæði.“ Hann segir að aldurinn hafi tvímælalaust unnið vel með honum hvað þetta varðar. „Ef ég hefði verið spurður fyrir 25 árum hver væri listin að vera ég þá veit ég ekki hverju ég hefði svarað, mögulega einhverju tengt útliti eða vinnunni. Í dag eru milljón hlutir sem skipta mig máli, til dæmis það að geta litið inn á við, lesið bók, farið í göngutúr, lært með börnunum mínum, verið með vinum, þetta eru allt lítil atriði sem verða stöðugt mikilvægari eftir því sem ég verð eldri.“ Sýningin fjallar að hluta til um vegferð Kára við að finna hvað veitir honum hamingju. Shearer Viljoen Minna Photoshop, meiri fjölbreytileiki Kári segist upplifa jákvæða þróun í umhverfinu þegar það kemur að fjölbreyttum fyrirmyndum. „Fyrir tíu árum síðan voru mestmegnis ákveðnar staðalímyndir í mínum bransa, mikið um Photoshop og þegar það var verið að velja fyrirsætur þá var ekki þessi fjölbreytileiki, þær voru meira eftir stöðluðum ímyndum um fegurð og stærðir. Í dag máttu vera allt, gera allt og ég vil fagna því. Mér finnst það sem er að innan líka fá að skína skærar, útlitið var alltaf eitthvað sem var númer eitt og tvö í bransanum en í dag eru karaktereinkennin í fyrsta sæti finnst mér. Þegar fólk er öruggt í eigin skinni og veit hvað fær það til að skína, það gerir myndirnar mínar til dæmis áhrifaríkari. Samfélagsmiðlar spila hlutverk í þessari þróun, þar er öll flóran af fólki að koma sér á framfæri og auglýsa alls konar, þú getur unnið við það í dag en fyrir tíu árum síðan þekktist það ekki.“ View this post on Instagram A post shared by Ka ri - Sverriss (@karisverriss) Samfélagsmiðlaherferðin er í gangi í tíu daga til viðbótar og fá þau sem taka þátt einnig möguleikann á því að fara á skrá hjá Grounded Creative Studios. „Fólk hefur tækifæri til að skína þegar fjöldinn allur af fólki gengur um Pósthússtræti og sýningin stendur fram á haust. Allar myndir sýningarinnar verða svo alveg óunnar, við erum að sýna okkur eins og við erum,“ segir Kári að lokum. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.
Ljósmyndun Menning Menningarnótt Tengdar fréttir Listrænt ofurpar opnar nýstárlega og skapandi umboðsskrifstofu Listræna parið Sigrún Eva Jónsdóttir og Sonny hefur komið víða að í hinum skapandi heimi. Þau ákváðu snemma árs að sameina krafta sína og er afraksturinn umboðsskrifstofa og skapandi rými undir heitinu Grounded Creative Studios. Skrifstofan opnar í sumar og með verkefninu langar þau að nálgast umboðsheiminn á nýjan hátt. Blaðamaður tók púlsinn á þeim. 20. júní 2023 12:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Listrænt ofurpar opnar nýstárlega og skapandi umboðsskrifstofu Listræna parið Sigrún Eva Jónsdóttir og Sonny hefur komið víða að í hinum skapandi heimi. Þau ákváðu snemma árs að sameina krafta sína og er afraksturinn umboðsskrifstofa og skapandi rými undir heitinu Grounded Creative Studios. Skrifstofan opnar í sumar og með verkefninu langar þau að nálgast umboðsheiminn á nýjan hátt. Blaðamaður tók púlsinn á þeim. 20. júní 2023 12:30