Lagið kom út á miðnætti á streymisveitum. Lagið er samið af GusGus og Marteini Hjartarssyni, betur þekktum sem Bangerboy. Birnir syngur inn á lagið.
Plötuumslagið er hannað af þeim Viktor Weisshappel og Guðna Þór Ólafssyni.
GusGus gaf síðast út plötuna Mobile home árið 2021 og síðan þá gefið út nokkra slagara.
Birnir gaf út plötuna Bushido árið 2021 sem hlaut var valin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Hann á von á sínu fyrsta barni með kærustu hans Vöku Njálsdóttur í október.