Besta upphitunin: Alls ekki bara af því að ég var kona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2023 14:18 Margrét Magnúsdóttir mætti í Bestu upphitunina til Helenu Ólafsdóttur. S2 Sport Margrét Magnúsdóttir, þjálfari nítján ára landsliðs kvenna í fótbolta, mætti til Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphitunina og spáði í 12. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta sem fer fram um helgina. Margrét er að fara með landsliðið sitt í í lokakeppni EM í Belgíu en mótið fer fram í Belgíu dagana 18. til 30. júlí næstkomandi. Ísland er í riðli með Spáni, Tékklandi og Frakklandi. „Hún er með undir nítján ára landslið kvenna sem er á leiðinni í úrslitakeppni Evrópumótsins í þeim aldursflokki. Spennandi tímar,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að hafa kynnt Margréti inn í þáttinn. Spennan að aukast „Heldur betur. Það er farið að styttast svona hressilega í þetta. Maður finnur það alveg að það er að aukast spennan,“ sagði Margrét Magnúsdóttir. „Það er svolítið síðan þið kláruðu riðilinn ykkar en þar lögðu þið að velli ágætis þjóðir eins og Danmörku og Svíþjóð til dæmis. Er ekki búið að vera svolítið erfitt að bíða,“ spurði Helena. „Þetta er búið að vera mjög langur tími. Við kláruðum þetta í apríl og það verður því ótrúlega spennandi að hitta þær aftur. Við byrjum æfingar á mánudaginn, æfum saman út vikuna og förum síðan út á laugardaginn á eftir,“ sagði Margrét. Mótherjarnir eru ekki af lakari gerðinni og stelpurnar byrja á ríkjandi Evrópumeisturum Spánverja í fyrsta leik. Margrét segist vera búin að nýta tímann vel til að undirbúa sig og liðið sem best fyrir mótið. Var komin pressa Margrét ræddi markmiðssetningu hópsins og liðsheildina sem hefur verið mjög góð hingað til. Helena forvitnaðist líka um starf og tíma Margrétar hjá KSÍ. „Þú ert ráðin í janúar 2022 inn hjá KSÍ og sagðir þá í góðu viðtali að einhver hafi sagt að þú hefðir verið ráðin af því að þú varst kona. Heldur þú það,“ spurði Helena. „Ég held alls ekki bara af því að ég var kona. Ég held samt að það hafi verið komin svolítið pressa á að það yrði ráðin kona. Það var þó alls ekki bara af því að ég var kona,“ sagði Margrét sem hefur staðið sig frábærlega sem þjálfari liðsins. „Ég held að það sé beggja blands. Það var komin pressa en þetta var ekki eitthvað sem ég heyrði beint til mín. Ég heyrði það utan við mig að þetta væri orðið á götunni. Það var mjög hvetjandi fyrir mig að sanna það að ég væri fullhæf til þess að sinna þessu starfi óháð því af hvaða kyni ég er,“ sagði Margrét. Spáði um úrslit leikjanna Helena og Margrét fóru yfir umferð helgarinnar í Bestu deildinni en Margrét fylgist mjög vel með deildinni. Margréti spáði fyrir alla leiki umferðarinnar. Bestu upphitunina má sjá hér neðst í greininni. Tólfta umferðin hefst á morgun með tveimur leikjum og lýkur síðan með þremur leikjum á sunnudaginn. Allir leikirnir verða að vanda í beinni útsendingu. Leikur Stjörnunnar og Þróttar á morgun verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 16.50 og leikur Selfoss og Vals verður sýndur á morgunn sunnudag á Stöð 2 Sport frá klukkan 13.50. Hinir þrír leikirnir eru sýndir á Bestu stöðunum, Breiðablik-Keflavík frá klukkan 13.50 á morgun og svo frá klukkan 13.50 á sunnudaginn þegar leikur FH-Tindastól og Þór/KA-ÍBV fara fram. Klippa: Besta upphitunin: Tólfta umferðin með Margréti Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Margrét er að fara með landsliðið sitt í í lokakeppni EM í Belgíu en mótið fer fram í Belgíu dagana 18. til 30. júlí næstkomandi. Ísland er í riðli með Spáni, Tékklandi og Frakklandi. „Hún er með undir nítján ára landslið kvenna sem er á leiðinni í úrslitakeppni Evrópumótsins í þeim aldursflokki. Spennandi tímar,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að hafa kynnt Margréti inn í þáttinn. Spennan að aukast „Heldur betur. Það er farið að styttast svona hressilega í þetta. Maður finnur það alveg að það er að aukast spennan,“ sagði Margrét Magnúsdóttir. „Það er svolítið síðan þið kláruðu riðilinn ykkar en þar lögðu þið að velli ágætis þjóðir eins og Danmörku og Svíþjóð til dæmis. Er ekki búið að vera svolítið erfitt að bíða,“ spurði Helena. „Þetta er búið að vera mjög langur tími. Við kláruðum þetta í apríl og það verður því ótrúlega spennandi að hitta þær aftur. Við byrjum æfingar á mánudaginn, æfum saman út vikuna og förum síðan út á laugardaginn á eftir,“ sagði Margrét. Mótherjarnir eru ekki af lakari gerðinni og stelpurnar byrja á ríkjandi Evrópumeisturum Spánverja í fyrsta leik. Margrét segist vera búin að nýta tímann vel til að undirbúa sig og liðið sem best fyrir mótið. Var komin pressa Margrét ræddi markmiðssetningu hópsins og liðsheildina sem hefur verið mjög góð hingað til. Helena forvitnaðist líka um starf og tíma Margrétar hjá KSÍ. „Þú ert ráðin í janúar 2022 inn hjá KSÍ og sagðir þá í góðu viðtali að einhver hafi sagt að þú hefðir verið ráðin af því að þú varst kona. Heldur þú það,“ spurði Helena. „Ég held alls ekki bara af því að ég var kona. Ég held samt að það hafi verið komin svolítið pressa á að það yrði ráðin kona. Það var þó alls ekki bara af því að ég var kona,“ sagði Margrét sem hefur staðið sig frábærlega sem þjálfari liðsins. „Ég held að það sé beggja blands. Það var komin pressa en þetta var ekki eitthvað sem ég heyrði beint til mín. Ég heyrði það utan við mig að þetta væri orðið á götunni. Það var mjög hvetjandi fyrir mig að sanna það að ég væri fullhæf til þess að sinna þessu starfi óháð því af hvaða kyni ég er,“ sagði Margrét. Spáði um úrslit leikjanna Helena og Margrét fóru yfir umferð helgarinnar í Bestu deildinni en Margrét fylgist mjög vel með deildinni. Margréti spáði fyrir alla leiki umferðarinnar. Bestu upphitunina má sjá hér neðst í greininni. Tólfta umferðin hefst á morgun með tveimur leikjum og lýkur síðan með þremur leikjum á sunnudaginn. Allir leikirnir verða að vanda í beinni útsendingu. Leikur Stjörnunnar og Þróttar á morgun verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 16.50 og leikur Selfoss og Vals verður sýndur á morgunn sunnudag á Stöð 2 Sport frá klukkan 13.50. Hinir þrír leikirnir eru sýndir á Bestu stöðunum, Breiðablik-Keflavík frá klukkan 13.50 á morgun og svo frá klukkan 13.50 á sunnudaginn þegar leikur FH-Tindastól og Þór/KA-ÍBV fara fram. Klippa: Besta upphitunin: Tólfta umferðin með Margréti
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira