Bestu mörkin: Þjálfarinn upptekinn á Coldplay tónleikum í Kaupmannahöfn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 09:31 Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastólskvenna en hann missti af leiknum um helgina. Vísir/Vilhelm Konráð Freyr Sigurðsson stýrði liði Tindastóls í mikilvægum leik í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær en aðalþjálfari liðsins, Halldór Jón Sigurðsson, var hvergi sjáanlegur á hliðarlínunni. Bestu mörkin fóru yfir það af hverju Halldór Jón hafi misst af nýliðaslagnum í Kaplakrika en Tindastóll situr áfram í fallsæti deildarinnar eftir naumt 1-0 tap. „Við sáum það í viðtölum eftir leik að Donni var víðs fjarri,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Þetta var Konni en ekki Donni,“ skaut þá Mist Rúnarsdóttir inn í en Konráð Freyr er bróðir Halldórs. „Það var ekki langt að fara en hefur þú heyrt einhverja ástæðu,“ spurði Helena. „Ég var svo spennt að sjá bræður berjast af því að við erum með Guðna og Hlyn FH megin og svo Donna og Konna Tindastólsmegin. Ótrúlega líflegar hliðarlínur. Ég hefði alveg verið í til í aukaþátt bara af línunni,“ sagði Mist og hélt áfram: „Svo er enginn Donni en ég heyrði að hann væri á Coldplay tónleikum í Köben og mér finnst það mjög skrýtið,“ sagði Mist. „Nei, ég trúi því nú ekki,“ sagði Helena. „Ég heyrði þetta en ég velti því fyrir mér. Er Coldplay ekki að túra allt árum um hring og er vesen að fá miða,“ spurði Mist. Helena benti líka á því að það hafi ekki verið breyttur leiktími á þessum leik. Deildin er nú líka að fara í margra vikna pásu og þar hefði Donni tíma fyrir tónleikaferð. „Mér skilst að þetta sé eitthvað sem lá fyrir löngu og leikmenn séu ekkert brjálæðislega svekktar yfir þessu. Þær hafa vitað þetta en mér finnst þetta samt skrýtið af því að þú ert á þessum stað í deildinni og þú ert að fara í leik á móti nýliðum. Þetta eru lið sem þekkjast og það er saga þarna á milli. Það er hasar og fjör og það var einvígi þarna á milli í fyrra líka. Þú vilt vera með í þessu,“ sagði Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Hvar var þjálfari Tindastóls? Besta deild kvenna Bestu mörkin Tindastóll Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira
Bestu mörkin fóru yfir það af hverju Halldór Jón hafi misst af nýliðaslagnum í Kaplakrika en Tindastóll situr áfram í fallsæti deildarinnar eftir naumt 1-0 tap. „Við sáum það í viðtölum eftir leik að Donni var víðs fjarri,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Þetta var Konni en ekki Donni,“ skaut þá Mist Rúnarsdóttir inn í en Konráð Freyr er bróðir Halldórs. „Það var ekki langt að fara en hefur þú heyrt einhverja ástæðu,“ spurði Helena. „Ég var svo spennt að sjá bræður berjast af því að við erum með Guðna og Hlyn FH megin og svo Donna og Konna Tindastólsmegin. Ótrúlega líflegar hliðarlínur. Ég hefði alveg verið í til í aukaþátt bara af línunni,“ sagði Mist og hélt áfram: „Svo er enginn Donni en ég heyrði að hann væri á Coldplay tónleikum í Köben og mér finnst það mjög skrýtið,“ sagði Mist. „Nei, ég trúi því nú ekki,“ sagði Helena. „Ég heyrði þetta en ég velti því fyrir mér. Er Coldplay ekki að túra allt árum um hring og er vesen að fá miða,“ spurði Mist. Helena benti líka á því að það hafi ekki verið breyttur leiktími á þessum leik. Deildin er nú líka að fara í margra vikna pásu og þar hefði Donni tíma fyrir tónleikaferð. „Mér skilst að þetta sé eitthvað sem lá fyrir löngu og leikmenn séu ekkert brjálæðislega svekktar yfir þessu. Þær hafa vitað þetta en mér finnst þetta samt skrýtið af því að þú ert á þessum stað í deildinni og þú ert að fara í leik á móti nýliðum. Þetta eru lið sem þekkjast og það er saga þarna á milli. Það er hasar og fjör og það var einvígi þarna á milli í fyrra líka. Þú vilt vera með í þessu,“ sagði Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Hvar var þjálfari Tindastóls?
Besta deild kvenna Bestu mörkin Tindastóll Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira