Frábær veiði í Hítarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2023 09:08 Flottur urriði úr Hítarvatni Mynd: Veiðikortið Hítarvatn er feyknastórt og það getur verið erfitt fyrir veiðimenn sem hafa aldrei komið þangað að átta sig á hvert á að fara til að veiða. Í þessum frábæru sumarhitum sem hafa leikið við íbúa á vesturlandi verða skilyrðin við ákveðna veiðistaði í Hítarvatni eins og best verður á kosið. Það er í raun þeim mun hlýrra sem það er búið að vera því betra, alveg öfugt við laxveiðina. Í vatnið renna tvær litlar ár (lækir) og eins kemur vatn undan hrauninu austan meginn. Þegar vatnið hlýnar mikið þá leitar silungurinn í ósa ánna og upp að hraunina þar sem köldu uppspretturnar eru og getur magnið af silung verið alveg lygilegt. Stærðin er mest 1-2 pund en inná milli eru vænni fiskar en silungurinn úr vatninu er mjög bragðgóður og vel haldinn. Það má veiða á flugu, maðk og spún og fyrir ykkur sem teljið ekki af ykkur að taka smá labb til að komast í frábæra veiði þá er þetta klárlega málið þessa vikuna áður en það byrjar að kólna aftur. Veiðimenn sem voru við vatnið um helgina veiddu ótrúlega vel og 10-20 fiskar á stöng er ekkert mál þegar skilyrðin eru svona góð við vatnið. Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði
Í þessum frábæru sumarhitum sem hafa leikið við íbúa á vesturlandi verða skilyrðin við ákveðna veiðistaði í Hítarvatni eins og best verður á kosið. Það er í raun þeim mun hlýrra sem það er búið að vera því betra, alveg öfugt við laxveiðina. Í vatnið renna tvær litlar ár (lækir) og eins kemur vatn undan hrauninu austan meginn. Þegar vatnið hlýnar mikið þá leitar silungurinn í ósa ánna og upp að hraunina þar sem köldu uppspretturnar eru og getur magnið af silung verið alveg lygilegt. Stærðin er mest 1-2 pund en inná milli eru vænni fiskar en silungurinn úr vatninu er mjög bragðgóður og vel haldinn. Það má veiða á flugu, maðk og spún og fyrir ykkur sem teljið ekki af ykkur að taka smá labb til að komast í frábæra veiði þá er þetta klárlega málið þessa vikuna áður en það byrjar að kólna aftur. Veiðimenn sem voru við vatnið um helgina veiddu ótrúlega vel og 10-20 fiskar á stöng er ekkert mál þegar skilyrðin eru svona góð við vatnið.
Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði