Þegar nýjustu tölur úr laxateljaranum eru skoðaðar þá hafa 1.182 laxar gengið upp í Elliðaárnar á þessu sumri og það virðist lítið lát á gögnunni. Í gæt fóru 137 laxar í gegnum teljarann og það fór ekkert framhjá krökkunum sem voru að veiða í ánni þegar bunkar af laxi voru að færa sig á milli hylja. Laxinn fer mjög hratt í gegn og virðist ekkert hægja á sér fyrr en hann er komin á flúðasvæðið hjá Ullarfossi en allir hyljir og holur frá Ullarfossi og upp að stíflu eru fullir af laxi.
Þetta stefnir í gott veiðisumar í Elliðaánum og Veiðivísir telur nokkuð víst að þegar veðrið breytist veiðimönnum í hag og sólarunnendum til leiðinda á taka eftir að taka vel við sér.