Amanda hefur verið að spila fyrir Elísabetu Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð en hefur nú ákveðið að koma heim og ganga til liðs við Val.
Hún var með eitt mark og eina stoðsendingu í fimmtán leikjum með Kristianstad á þessu tímabili en í fyrrasumar var hún með tvö mörk í 25 leikjum.
Amanda er ein efnilegasta knattspyrnukona landsins en hún fædd árið 2003 og hefur verið í kringum A-landsliðið undanfarin ár.
Það má segja að Amanda sé að koma heim því hún lék með Val í yngri flokkum. Síðan þá hefur hún hefur spilað með Nordjælland í Danmörku, Vålerenga í Noregi og Kristianstad í Svíþjóð.
Amanda hefur leikið tólf leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað 10 mörk og á að baki þrettán A landsliðsleiki og hefur skorað í þeim tvö mörk.
Amanda er í landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Austurríki á næstu dögum en íslensku stelpurnar spila við Finnland á Laugardalsvellinum á morgun.