Axel fór með sigur af hólmi í holukeppni í Svíþjóð Hjörvar Ólafsson skrifar 14. júlí 2023 18:01 Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, stóð sig vel í Skövde í dag. Mynd/GSÍ Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, fór með sigur af hólmi á Swedish Matchplay Championship-mótinu sem leikið var í Skövde í Svíþjóð í dag. Keppt er í holukeppni á mótinu og notast við útsláttarfyrirkomulag. Axel lagði Svíann Felix Pálsson í úrslitaviðureigninni en Axel tryggði sér sigurinn á 18. holunni. Þetta mót telur til stiga á Nordic Gold League, sem er þriðja sterkasta atvinnumótarörðin í Evrópu en Axel komst með sigrinum í fimmta sætið á stigalistanum á þeirri mótaröð. Fimm efstu kylfingatnir á þeim stigalista Nordic Gold League öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er næststerkasta mótaröðin í Evrópu. Einnig er hægt að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótarðinni með því að vinna þrjú mót á Nordic Gold League á einu og sama tímabilinu en þetta var fyrsti sigur Axels á yfirstandandi tímabili. Axel hefur einu sinni spilað heilt tímabil á Áskorendamótaröðinni en það var í kjölfar þess að hann varð stigahæsti kylfingur Nordic Gold Leagur árið 2017. Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Keppt er í holukeppni á mótinu og notast við útsláttarfyrirkomulag. Axel lagði Svíann Felix Pálsson í úrslitaviðureigninni en Axel tryggði sér sigurinn á 18. holunni. Þetta mót telur til stiga á Nordic Gold League, sem er þriðja sterkasta atvinnumótarörðin í Evrópu en Axel komst með sigrinum í fimmta sætið á stigalistanum á þeirri mótaröð. Fimm efstu kylfingatnir á þeim stigalista Nordic Gold League öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er næststerkasta mótaröðin í Evrópu. Einnig er hægt að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótarðinni með því að vinna þrjú mót á Nordic Gold League á einu og sama tímabilinu en þetta var fyrsti sigur Axels á yfirstandandi tímabili. Axel hefur einu sinni spilað heilt tímabil á Áskorendamótaröðinni en það var í kjölfar þess að hann varð stigahæsti kylfingur Nordic Gold Leagur árið 2017.
Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira