Þegar klukkan tifar mjög hægt á föstudegi Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. júlí 2023 07:01 Ef þú sérð fram á að dagurinn í dag verði langur og leiðinlegur föstudagur í vinnunni, er um að gera að breyta því. Og jafnvel þannig að þú smitir vinnufélagana með þér í verkefnið. Vísir/Getty Það koma föstudagar í vinnunni sem líða ótrúlega hægt. Við erum spennt fyrir helginni, margt á döfinni og rólegt að gera hvort eð er. Fyrir utan það að það vantar líka helminginn af vinnufélögunum því þeir eru í fríi. Svona föstudagar geta verið mjög langir. Þar sem klukkan virðist tifa ótrúlega hægt. En hér eru nokkur ráð til að lifa af daginn. Geymdu eitthvað skemmtilegt fram yfir miðjan dag Ef það er eitthvað sérstaklega skemmtilegt sem þú þarft að gera í dag, verkefni, símtal, svara tölvupósti eða annað, geymdu það þá fram að miðjum degi. Þannig býrðu til tilhlökkun yfir því að eiga eitthvað skemmtilegt eftir í dag. Kíktu á mánudagslistann Er eitthvað á listanum þínum fyrir næstu viku sem væri upplagt að klára í dag? Eða væri kannski bara upplagt að búa til verkefnalistann fyrir alla næstu viku í dag? Þetta gæti verið ein leið til að gleyma sér aðeins. Smá uppbrot á deginum Síðan er hægt að finna eitthvað sem þú ert ekki vanur/vön að gera oft. Þetta gæti verið að taka aðeins til á vinnuaðstöðunni, jafnvel að sortera úr efstu skúffunni og henda. Eða að hitta einhvern í hádeginu. Eða að fara í göngutúr í kaffinu í kringum vinnustaðinn. Eða að gefa þrjú hrós. Að gera okkur upptekin með því að gera eitthvað sem við erum ekki vön að gera á hverjum degi getur hjálpað okkur að finna kátínu tilfinningu frekar en leiða og bið. Brostu og vertu Pétur Jóhann í dag Enn annað einfalt ráð er að fara í sérstakt bros-átak í dag. Hvernig verður vinnufélögunum til dæmis við ef þú einfaldlega brosir út í eitt framan í alla? Þetta gæti reyndar vakið upp hlátur og fyndni, segðu frá því upphátt að þú sért að brosa sérstaklega framan í heiminn í dag. Því rannsóknir hafa sýnt að brosið gleður og kætir, okkur sjálf og aðra. Vittu til; að brosa virkar. Hvernig fer annars Pétur Jóhann að þessu þegar hann heimsækir starfstöðvar til að gleðja fólk? Það eru allar líkur á að hann skælbrosi framan í alla og taki upp létt spjall. Sem virkar. Hvers vegna tekur þú ekki að þér þetta hlutverk í vinnunni í dag? Því það eru allar líkur á að það séu fleiri vinnufélagar að hugsa nákvæmlega það sama og þú: Að klukkan tifi hægt og frekar langur og leiðinlegur föstudagur í gangi. Eða hvað? Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Svona gengur okkur best í vinnunni Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. 1. apríl 2022 07:01 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Að brosa til viðskiptavina Það er ekki bara jákvætt fyrir viðskiptavini að brosa í vinnunni heldur eykur brosið líka okkar eigin vellíðan og hefur oftar en ekki áhrif á það að okkur gengur betur í vinnunni en ella. 2. júlí 2020 10:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Svona föstudagar geta verið mjög langir. Þar sem klukkan virðist tifa ótrúlega hægt. En hér eru nokkur ráð til að lifa af daginn. Geymdu eitthvað skemmtilegt fram yfir miðjan dag Ef það er eitthvað sérstaklega skemmtilegt sem þú þarft að gera í dag, verkefni, símtal, svara tölvupósti eða annað, geymdu það þá fram að miðjum degi. Þannig býrðu til tilhlökkun yfir því að eiga eitthvað skemmtilegt eftir í dag. Kíktu á mánudagslistann Er eitthvað á listanum þínum fyrir næstu viku sem væri upplagt að klára í dag? Eða væri kannski bara upplagt að búa til verkefnalistann fyrir alla næstu viku í dag? Þetta gæti verið ein leið til að gleyma sér aðeins. Smá uppbrot á deginum Síðan er hægt að finna eitthvað sem þú ert ekki vanur/vön að gera oft. Þetta gæti verið að taka aðeins til á vinnuaðstöðunni, jafnvel að sortera úr efstu skúffunni og henda. Eða að hitta einhvern í hádeginu. Eða að fara í göngutúr í kaffinu í kringum vinnustaðinn. Eða að gefa þrjú hrós. Að gera okkur upptekin með því að gera eitthvað sem við erum ekki vön að gera á hverjum degi getur hjálpað okkur að finna kátínu tilfinningu frekar en leiða og bið. Brostu og vertu Pétur Jóhann í dag Enn annað einfalt ráð er að fara í sérstakt bros-átak í dag. Hvernig verður vinnufélögunum til dæmis við ef þú einfaldlega brosir út í eitt framan í alla? Þetta gæti reyndar vakið upp hlátur og fyndni, segðu frá því upphátt að þú sért að brosa sérstaklega framan í heiminn í dag. Því rannsóknir hafa sýnt að brosið gleður og kætir, okkur sjálf og aðra. Vittu til; að brosa virkar. Hvernig fer annars Pétur Jóhann að þessu þegar hann heimsækir starfstöðvar til að gleðja fólk? Það eru allar líkur á að hann skælbrosi framan í alla og taki upp létt spjall. Sem virkar. Hvers vegna tekur þú ekki að þér þetta hlutverk í vinnunni í dag? Því það eru allar líkur á að það séu fleiri vinnufélagar að hugsa nákvæmlega það sama og þú: Að klukkan tifi hægt og frekar langur og leiðinlegur föstudagur í gangi. Eða hvað?
Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Svona gengur okkur best í vinnunni Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. 1. apríl 2022 07:01 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Að brosa til viðskiptavina Það er ekki bara jákvætt fyrir viðskiptavini að brosa í vinnunni heldur eykur brosið líka okkar eigin vellíðan og hefur oftar en ekki áhrif á það að okkur gengur betur í vinnunni en ella. 2. júlí 2020 10:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
Svona gengur okkur best í vinnunni Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. 1. apríl 2022 07:01
„Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00
Að brosa til viðskiptavina Það er ekki bara jákvætt fyrir viðskiptavini að brosa í vinnunni heldur eykur brosið líka okkar eigin vellíðan og hefur oftar en ekki áhrif á það að okkur gengur betur í vinnunni en ella. 2. júlí 2020 10:00