Flottur dagur í Jöklu í gær Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2023 10:01 Þessi 98 sm lax veiddist á Nesbreiðu í Jöklu í gær Þegar veiðitölurnar í mörgum ánum eru ekki upp á marga fiska er reglulega gaman að segja frá góðum dögum þar sem vel veiðist. Veiðinni er misskipt milli laxveiðiánna það er alveg ljóst. Á meðan það veiðist lítið í sumum ánum eiga aðrar mjög góða daga og dæmi um það var gærdagurinn í Jöklu. Það veiddust 27 laxar og nokkrir unnu baráttu sína við veiðimenn og fóru sína leið eins og gengur og gerist. Stærsti laxinn sem veiddist í gær var þessi sem sést á meðfylgjandi mynd en hann mældist 98 sm og veiddist á Nesbreiðu. Það hefur verið kalt við Jöklu síðustu daga og vikur eins og annars staðar á norðausturlandi en það hefur ekki haft mikil áhrif á veiðina. Vonandi dregur þetta á langinn að Jökla fari á yfirfall en vegna mikilla hita á Héraði í byrjun sumars er Hálsalón að fyllast. Veiðin í Jöklu verður þá mjög erfið en þá glæðist aftur á móti veiðin í hliðaránum sem annars eru lítið stundaðar. Stangveiði Mest lesið Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Veiðin ennþá góð og sjóbirtingurinn vel haldinn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Þykkur ís og nóg af fiski í Reynisvatni Veiði Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja Veiði Lax í Elliðaám Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði
Veiðinni er misskipt milli laxveiðiánna það er alveg ljóst. Á meðan það veiðist lítið í sumum ánum eiga aðrar mjög góða daga og dæmi um það var gærdagurinn í Jöklu. Það veiddust 27 laxar og nokkrir unnu baráttu sína við veiðimenn og fóru sína leið eins og gengur og gerist. Stærsti laxinn sem veiddist í gær var þessi sem sést á meðfylgjandi mynd en hann mældist 98 sm og veiddist á Nesbreiðu. Það hefur verið kalt við Jöklu síðustu daga og vikur eins og annars staðar á norðausturlandi en það hefur ekki haft mikil áhrif á veiðina. Vonandi dregur þetta á langinn að Jökla fari á yfirfall en vegna mikilla hita á Héraði í byrjun sumars er Hálsalón að fyllast. Veiðin í Jöklu verður þá mjög erfið en þá glæðist aftur á móti veiðin í hliðaránum sem annars eru lítið stundaðar.
Stangveiði Mest lesið Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Veiðin ennþá góð og sjóbirtingurinn vel haldinn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Þykkur ís og nóg af fiski í Reynisvatni Veiði Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja Veiði Lax í Elliðaám Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði