Þrálát meiðsli gera Arnóri erfitt fyrir í Englandi: Landsliðsverkefni í hættu Aron Guðmundsson skrifar 26. júlí 2023 15:45 Arnór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Blackburn Rovers á Englandi Vísir/Getty Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Arnór Sigurðsson leikmaður enska liðsins Blackburn Rovers verður frá næstu átta vikurnar vegna þrálátra meiðsla á nára. Frá þessu er greint á vef Lancs Live sem sérhæfir sig, meðal annars, í fréttum af Blackburn Rovers. Arnór hefur, frá því fyrir síðasta landsliðsverkefni íslenska karlalandsliðsins um miðbik júnímánaðar, verið að glíma við meiðsli í nára. Þau héldu honum frá þátttöku í tveimur leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2024 gegn Slóvakíu og Portúgal hér heima. Síðan þá hefur Arnór samið við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers og var hann farinn að æfa með liðinu á undirbúningstímabilinu þegar að meiðslin tóku að ágerast aftur. Arnór hefur enn ekki leikið leik fyrir Blackburn á undirbúningstímabilinu og séu nýjustu fréttir á rökum reistar er ljóst að hann mun ekki geta verið til taks í fyrstu leikjum liðsins á komandi tímabili. Þá verður að teljast afar ólíklegt að Arnór verði til taks í næsta landsliðsverkefni íslenska landsliðsins, tveimur leikjum í undankeppni EM í september. Blackburn Rovers lék æfingaleik gegn Fleetwood Town fyrir síðustu helgi og eftir leik var Jon Dahl Tomasson, knattspyrnustjóri Blackburn spurður út í stöðuna á Arnóri sem og Jack Vale, sem er einnig frá vegna meiðsla. „Arnór og Jack snúa ekki aftur á næstunni,“ var svar Jon Dahl. Arnór Sigurðsson er með samning við rússneska liðið CSKA Moskvu en vegna innrásar Rússa í Úkraínu innleiddi Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) nýtt úrræði sem gerði erlendum leikmönnum á mála hjá rússneskum og úkraínskum félagsliðum að losa sig tímabundið undan samningum sínum. Íslendingurinn knái hélt því til IFK Norrköping á láni til í júlí á síðasta ári þar sem að hann fann fjöl sína og vakti áhuga hjá Blackburn Rovers. Samningur Arnórs við CSKA Moskvu rennur út næsta sumar og því nokkuð ljóst að hann mun ekki snúa aftur til Rússlands. Hann mun því leikja hjá Blackburn Rovers á komandi tímabili EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Lancs Live sem sérhæfir sig, meðal annars, í fréttum af Blackburn Rovers. Arnór hefur, frá því fyrir síðasta landsliðsverkefni íslenska karlalandsliðsins um miðbik júnímánaðar, verið að glíma við meiðsli í nára. Þau héldu honum frá þátttöku í tveimur leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2024 gegn Slóvakíu og Portúgal hér heima. Síðan þá hefur Arnór samið við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers og var hann farinn að æfa með liðinu á undirbúningstímabilinu þegar að meiðslin tóku að ágerast aftur. Arnór hefur enn ekki leikið leik fyrir Blackburn á undirbúningstímabilinu og séu nýjustu fréttir á rökum reistar er ljóst að hann mun ekki geta verið til taks í fyrstu leikjum liðsins á komandi tímabili. Þá verður að teljast afar ólíklegt að Arnór verði til taks í næsta landsliðsverkefni íslenska landsliðsins, tveimur leikjum í undankeppni EM í september. Blackburn Rovers lék æfingaleik gegn Fleetwood Town fyrir síðustu helgi og eftir leik var Jon Dahl Tomasson, knattspyrnustjóri Blackburn spurður út í stöðuna á Arnóri sem og Jack Vale, sem er einnig frá vegna meiðsla. „Arnór og Jack snúa ekki aftur á næstunni,“ var svar Jon Dahl. Arnór Sigurðsson er með samning við rússneska liðið CSKA Moskvu en vegna innrásar Rússa í Úkraínu innleiddi Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) nýtt úrræði sem gerði erlendum leikmönnum á mála hjá rússneskum og úkraínskum félagsliðum að losa sig tímabundið undan samningum sínum. Íslendingurinn knái hélt því til IFK Norrköping á láni til í júlí á síðasta ári þar sem að hann fann fjöl sína og vakti áhuga hjá Blackburn Rovers. Samningur Arnórs við CSKA Moskvu rennur út næsta sumar og því nokkuð ljóst að hann mun ekki snúa aftur til Rússlands. Hann mun því leikja hjá Blackburn Rovers á komandi tímabili
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira