Frumsýning á Vísi: GKR og Nossan sleppa neikvæðninni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. júlí 2023 11:30 GKR segist hafa verið aðdáandi norska rapparans áður en um er að ræða þeirra fyrsta samstarfsverkefni. Rapparinn Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við lag sitt AHA AHA en í þetta skiptið er norski rapparinn Nossan með í för. Myndbandið er frumsýnt á Vísi og má horfa á hér að neðan. GKR hefur undanfarin ár búið í Bergen í Noregi og þar reglulega komið fram á tónlistarviðburðum. AHA AHA er hans fyrsta lag með norskum tónlistarmanni en lagið er bæði á íslensku og norsku. Klippa: GKR X Nossan - AHA AHA Þekkti Nossan ekkert þegar textinn var saminn „Maður getur ekki komist áfram í lífinu ef maður dvelur í neikvæðninni. Það er algjör uppgötvun fyrir mann eins og mig. Þó ég trúi að ég sé ákveðið magn af ljósi, þá hef ég stundum dvalið í neikvæðninni og þetta lag er um það að sleppa tökum af þeirri hugsun,“ segir GKR í samtali við Vísi. Óhætt er að fullyrða að um alþjóðlegt samstarf sé að ræða en GKR hóf að vinna að laginu þegar hann var staddur í Los Angeles í Bandaríkjunum í október í fyrra. Lagið er framleitt og mixað af Starra en Oculus sér um hljóðvinnslu. Óhætt er að fullyrða að þeir félagar fari ótroðnar slóðir í myndbandinu við lagið. „Ég hafði aldrei hitt rapparann áður en við erum algjörir félagar í dag. Ég heyrði í strák sem heitir Felix, en hann leikstýrir, klippir og gerir myndbandið. Nossan er félagi hans. Ég sagðist vera mikið til í að vinna með norskum rappara í laginu og það næsta sem ég veit er að hann segir mér að Nossan sé búinn að taka upp vers fyrir lagið.“ GKR segist hafa verið mikill aðdáandi norska rapparans áður og því himinlifandi með samstarfið. Nossan sé hluti af vinahópi ungra listamanna í Osló sem GKR hafi kynnst vel við framleiðsluna á myndbandinu. Rappararnir kynntust vel við tökur á myndbandinu. Allt til alls á skíðasvæði Myndbandið var tekið upp á skíðasvæðinu Kvitfjell í Noregi. GKR segir að á tímabili hafi ekki einu sinni verið ákveðið að taka upp myndband við lagið, það hafi verið gert með litlum fyrirvara. „Þetta svæði er í um þriggja tíma akstursfjarlægð frá Osló. Við ætluðum ekki einu sinni að gera myndband. Við enduðum einhvern veginn á því að kýla bara á þetta. Þarna var allt til alls, skíðalyfta sem við sáum fyrir tilviljun við tökur og risastórt opið svæði í bakgrunni.“ Rappararnir ákváðu á síðustu stundu að gera tónlistarmyndband við lagið. Rapparinn segist hafa nóg fyrir stafni en hann mun koma fram á Airwaves tónlistarhátíðinni í Reykjavík sem haldin er í nóvember. „Ég er að fara að spila á Airwaves í nóvember og mun setja mikið í það gigg og vill búa til alvöru stemningu. Ég hlakka mikið til að deila því sem ég hef verið að vinna í.“ Tónlist Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
GKR hefur undanfarin ár búið í Bergen í Noregi og þar reglulega komið fram á tónlistarviðburðum. AHA AHA er hans fyrsta lag með norskum tónlistarmanni en lagið er bæði á íslensku og norsku. Klippa: GKR X Nossan - AHA AHA Þekkti Nossan ekkert þegar textinn var saminn „Maður getur ekki komist áfram í lífinu ef maður dvelur í neikvæðninni. Það er algjör uppgötvun fyrir mann eins og mig. Þó ég trúi að ég sé ákveðið magn af ljósi, þá hef ég stundum dvalið í neikvæðninni og þetta lag er um það að sleppa tökum af þeirri hugsun,“ segir GKR í samtali við Vísi. Óhætt er að fullyrða að um alþjóðlegt samstarf sé að ræða en GKR hóf að vinna að laginu þegar hann var staddur í Los Angeles í Bandaríkjunum í október í fyrra. Lagið er framleitt og mixað af Starra en Oculus sér um hljóðvinnslu. Óhætt er að fullyrða að þeir félagar fari ótroðnar slóðir í myndbandinu við lagið. „Ég hafði aldrei hitt rapparann áður en við erum algjörir félagar í dag. Ég heyrði í strák sem heitir Felix, en hann leikstýrir, klippir og gerir myndbandið. Nossan er félagi hans. Ég sagðist vera mikið til í að vinna með norskum rappara í laginu og það næsta sem ég veit er að hann segir mér að Nossan sé búinn að taka upp vers fyrir lagið.“ GKR segist hafa verið mikill aðdáandi norska rapparans áður og því himinlifandi með samstarfið. Nossan sé hluti af vinahópi ungra listamanna í Osló sem GKR hafi kynnst vel við framleiðsluna á myndbandinu. Rappararnir kynntust vel við tökur á myndbandinu. Allt til alls á skíðasvæði Myndbandið var tekið upp á skíðasvæðinu Kvitfjell í Noregi. GKR segir að á tímabili hafi ekki einu sinni verið ákveðið að taka upp myndband við lagið, það hafi verið gert með litlum fyrirvara. „Þetta svæði er í um þriggja tíma akstursfjarlægð frá Osló. Við ætluðum ekki einu sinni að gera myndband. Við enduðum einhvern veginn á því að kýla bara á þetta. Þarna var allt til alls, skíðalyfta sem við sáum fyrir tilviljun við tökur og risastórt opið svæði í bakgrunni.“ Rappararnir ákváðu á síðustu stundu að gera tónlistarmyndband við lagið. Rapparinn segist hafa nóg fyrir stafni en hann mun koma fram á Airwaves tónlistarhátíðinni í Reykjavík sem haldin er í nóvember. „Ég er að fara að spila á Airwaves í nóvember og mun setja mikið í það gigg og vill búa til alvöru stemningu. Ég hlakka mikið til að deila því sem ég hef verið að vinna í.“
Tónlist Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira