Óvissa um framtíð Jóns í starfi: „Neita að tjá mig um það“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júlí 2023 09:39 Jón Sveinsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Fram, neitar að tjá sig um það hvort þjálfaramál karlaliðs félagsins séu til skoðunar. Í bili hið minnsta eins og hann tjáði Vísi. Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá því í gær að stjórn knattspyrnudeildar Fram hefði mætt til krísufundar eftir skell sem Framliðið fékk í leik á útivelli gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Fram situr í fallsæti nú þegar að liðið hefur leikið sautján leiki á yfirstandandi tímabili, hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild og hefur í þokkabót ekki tekist að skora mark í þeim fjórum leikjum. Daði vill ekki taka svo djúpt í árina að um krísufund hafi verið að ræða hjá stjórn knattspyrnudeildar Fram í gærkvöld en að vissulega hafi stjórnin rætt saman. „Stjórnin talaði saman eftir leik, bara líkt og eftir flesta leiki liðsins en ég get ekki sagt beint að um einhvern krísufund hafi verið að ræða,“ segir Daði í samtali við Vísi. Í frétt Fótbolti.net frá í gær er því haldið fram að stjórn félagsins hafi ákveðið að ráðast í breytingar, það er að segja skipta um þjálfara hjá karlaliðinu. Eru þjálfaramálin til skoðunar hjá ykkur? „Ég ætla eiginlega að fá að neita því að tjá mig um það, í bili,“ svarar Daði Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fram. Allir þurfti að líta inn á við Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var til viðtals á Stöð 2 Sport eftir tapið gegn Stjörnunni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna hjá liðinu sem og andleysið sem virðist ríkja í kringum liðið. „Við þurfum bara að fara líta inn á við. Bæði við, leikmenn og þeir sem eru í kringum þetta og velta fyrir okkur hvernig við getum snúið þessu við,“ sagði Jón eftir tapið gegn Stjörnunni í gær. „Það er enginn spurning um að við höfum gæðin til þess, leikmenn til þess en þegar að sjálfstraustið er lítið og hlutirnir ekki að detta með þér, þá er oft stutt í uppgjöfina og við verðum einhvern veginn að finna leið út úr því.“ Jón Þórir tók við stjórnartaumunum hjá Fram haustið 2018. Tímabilið 2021 náði liðið mögnuðum árangri undir hans stjórn í Lengjudeildinni þegar að sæti í efstu deild var tryggt með taplausu tímabili þar sem Fram setti stigamet í deildinni. Á sínu fyrsta tímabili í endurkomu í efstu deild í fyrra endaði Fram í níunda sæti Bestu deildarinnar og halaði inn 31 stigi það tímabilið. Ekki náðist í Jón Þóri, þjálfara Fram né Agnar Þór Hilmarsson, formann knattspyrnudeildar Fram við gerð fréttarinnar. Viðtalið við Jón Þóri frá því í gær má sjá í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Besta deild karla Fram Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá því í gær að stjórn knattspyrnudeildar Fram hefði mætt til krísufundar eftir skell sem Framliðið fékk í leik á útivelli gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Fram situr í fallsæti nú þegar að liðið hefur leikið sautján leiki á yfirstandandi tímabili, hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild og hefur í þokkabót ekki tekist að skora mark í þeim fjórum leikjum. Daði vill ekki taka svo djúpt í árina að um krísufund hafi verið að ræða hjá stjórn knattspyrnudeildar Fram í gærkvöld en að vissulega hafi stjórnin rætt saman. „Stjórnin talaði saman eftir leik, bara líkt og eftir flesta leiki liðsins en ég get ekki sagt beint að um einhvern krísufund hafi verið að ræða,“ segir Daði í samtali við Vísi. Í frétt Fótbolti.net frá í gær er því haldið fram að stjórn félagsins hafi ákveðið að ráðast í breytingar, það er að segja skipta um þjálfara hjá karlaliðinu. Eru þjálfaramálin til skoðunar hjá ykkur? „Ég ætla eiginlega að fá að neita því að tjá mig um það, í bili,“ svarar Daði Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fram. Allir þurfti að líta inn á við Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var til viðtals á Stöð 2 Sport eftir tapið gegn Stjörnunni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna hjá liðinu sem og andleysið sem virðist ríkja í kringum liðið. „Við þurfum bara að fara líta inn á við. Bæði við, leikmenn og þeir sem eru í kringum þetta og velta fyrir okkur hvernig við getum snúið þessu við,“ sagði Jón eftir tapið gegn Stjörnunni í gær. „Það er enginn spurning um að við höfum gæðin til þess, leikmenn til þess en þegar að sjálfstraustið er lítið og hlutirnir ekki að detta með þér, þá er oft stutt í uppgjöfina og við verðum einhvern veginn að finna leið út úr því.“ Jón Þórir tók við stjórnartaumunum hjá Fram haustið 2018. Tímabilið 2021 náði liðið mögnuðum árangri undir hans stjórn í Lengjudeildinni þegar að sæti í efstu deild var tryggt með taplausu tímabili þar sem Fram setti stigamet í deildinni. Á sínu fyrsta tímabili í endurkomu í efstu deild í fyrra endaði Fram í níunda sæti Bestu deildarinnar og halaði inn 31 stigi það tímabilið. Ekki náðist í Jón Þóri, þjálfara Fram né Agnar Þór Hilmarsson, formann knattspyrnudeildar Fram við gerð fréttarinnar. Viðtalið við Jón Þóri frá því í gær má sjá í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Besta deild karla Fram Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira