59 laxar úr Eystri Rangá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 31. júlí 2023 10:42 Björn með flottan lax úr Eystri Rangá Það er vel þekkt með hafbeitarárnar og systurnar Eystri og Ytri Rangá að þær geta verið seinar í gang en það virðist loksins vera að lifna yfir veiði þar á bæ. Eftir frekar rólega byrjun á tímabilinu var ljóst í síðustu viku að stígandi er á göngunni. Það sést strax á hækkandi veiðitölu við austurbakka Hólsár en nú er þessi stígandi komin í Eystri Rangá og veiðitölur að hækka. Í gær til að mynda veiddust 59 laxar í ánni og það er greinilega að komast meira líf í ánna. Besti tíminn er oftar en ekki ágúst og byrjun september en með undantekningum þó þegar göngur hafa verið snemma á ferðinni. Lax er að ganga í Rangárnar frameftir hausti og dæmi eru um nýgengna laxa í lok veiðistímans í október. Ekki hefur ennþá verið landað laxi yfir 100 sm en nokkrir mjög stórir hafa haft betur í viðureign við veiðimenn. Stangveiði Mest lesið Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Veiðin ennþá góð og sjóbirtingurinn vel haldinn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Þykkur ís og nóg af fiski í Reynisvatni Veiði Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja Veiði Lax í Elliðaám Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði
Eftir frekar rólega byrjun á tímabilinu var ljóst í síðustu viku að stígandi er á göngunni. Það sést strax á hækkandi veiðitölu við austurbakka Hólsár en nú er þessi stígandi komin í Eystri Rangá og veiðitölur að hækka. Í gær til að mynda veiddust 59 laxar í ánni og það er greinilega að komast meira líf í ánna. Besti tíminn er oftar en ekki ágúst og byrjun september en með undantekningum þó þegar göngur hafa verið snemma á ferðinni. Lax er að ganga í Rangárnar frameftir hausti og dæmi eru um nýgengna laxa í lok veiðistímans í október. Ekki hefur ennþá verið landað laxi yfir 100 sm en nokkrir mjög stórir hafa haft betur í viðureign við veiðimenn.
Stangveiði Mest lesið Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Veiðin ennþá góð og sjóbirtingurinn vel haldinn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Þykkur ís og nóg af fiski í Reynisvatni Veiði Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja Veiði Lax í Elliðaám Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði