Ekki er upp gefið að svo stöddu hvað lagið mun heita en þetta verður þriðja lag Diljár, sem vann Söngvakeppnina í ár og kom fram fyrir Íslands hönd í Eurovision með laginu Power (Lifandi inni í mér).
Celebs vaktu mikla athygli í Söngvakeppninni með laginu Doomsday Dancing (Dómsdags Dans). Hljómsveitin er skipuð systkinunum Valgeiri Skorra, Hrafnkeli Huga og Kötlu Vigdísi Vernharðsbörnum.