„Andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. ágúst 2023 19:36 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kenndi andlegri þynnku um tap liðsins gegn Val í Bestu deild karla í dag. „Sanngjarn sigur Valsmanna, ég var svekktur með fyrri hálfleikinn. Við náðum ekki alveg upp þessu orkustigi sem þarf, þannig að ég er óánægður með hann. Ég er hins vegar ánægður með seinni hálfleikinn, ánægður með þá sem koma inn á og við náum að skora tvö mörk gegn Val á útivelli sem er bara mjög gott. En að fá fjögur mörk á sig er of mikið og allavega tvö þeirra hefðum við átt að koma í veg fyrir“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 4-2 tap sinna manna gegn Val. KA menn eru undir miklu leikjaálagi þessa dagana, þreytan er farin að setjast á mannskapinn og lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Auk þess var Dusan Birkovic í leikbanni í kvöld, Hrannar Björn og Rodri stóðu vaktina í hjarta varnarinnar í dag, en þeir eru að upplagi ekki miðverðir. „Það er rétt að við erum að grafa djúpt í hópinn og maður kemur bara með þá leikmenn sem maður treystir best og hefur trú á að geti unnið. Það eru ekkert öll lið sem skora tvö mörk hérna á Valsvellinum, en varnarlega vorum við ekki nógu sterkir. Vorum að bregðast við of seint og það vantaði eitthvað orkustig.“ Þjálfarinn viðurkennir að liðið sé þreytt og hafi ekki spilað af fullri orku í dag. „KA er bara á tímabili sem er öðruvísi, erum að keppa á þremur vígstöðum, ferðast endalaust í Evrópukeppnum og það var kannski svolítil andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram. Maður reynir að berja menn áfram í að koma og halda orkustiginu uppi. En mér fannst það vanta aðeins í fyrri hálfleik.“ Hallgrímur segist spenntur fyrir komandi átökum. KA mætir Club Brugge frá Belgíu næstu tvo fimmtudaga, þess á milli spila þeir við Breiðablik í Bestu deildinni. Hann segir sigurlíkurnar litlar en hefur þó trú á sínu liði. „Þetta er bara æðislegt, þetta er þar sem við viljum vera. Erum að fá frábæra leiki, Club Brugge er risa klúbbur og við erum bara ótrúlega ánægðir að fá að upplifa þetta. Þetta er ekkert flókið, þeir eru sigurstranglegri en við, en annað eins hefur nú gerst. Þannig að við förum bara og gerum allt sem við getum til að þetta detti okkar megin.“ Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. 7. ágúst 2023 19:04 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
„Sanngjarn sigur Valsmanna, ég var svekktur með fyrri hálfleikinn. Við náðum ekki alveg upp þessu orkustigi sem þarf, þannig að ég er óánægður með hann. Ég er hins vegar ánægður með seinni hálfleikinn, ánægður með þá sem koma inn á og við náum að skora tvö mörk gegn Val á útivelli sem er bara mjög gott. En að fá fjögur mörk á sig er of mikið og allavega tvö þeirra hefðum við átt að koma í veg fyrir“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 4-2 tap sinna manna gegn Val. KA menn eru undir miklu leikjaálagi þessa dagana, þreytan er farin að setjast á mannskapinn og lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Auk þess var Dusan Birkovic í leikbanni í kvöld, Hrannar Björn og Rodri stóðu vaktina í hjarta varnarinnar í dag, en þeir eru að upplagi ekki miðverðir. „Það er rétt að við erum að grafa djúpt í hópinn og maður kemur bara með þá leikmenn sem maður treystir best og hefur trú á að geti unnið. Það eru ekkert öll lið sem skora tvö mörk hérna á Valsvellinum, en varnarlega vorum við ekki nógu sterkir. Vorum að bregðast við of seint og það vantaði eitthvað orkustig.“ Þjálfarinn viðurkennir að liðið sé þreytt og hafi ekki spilað af fullri orku í dag. „KA er bara á tímabili sem er öðruvísi, erum að keppa á þremur vígstöðum, ferðast endalaust í Evrópukeppnum og það var kannski svolítil andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram. Maður reynir að berja menn áfram í að koma og halda orkustiginu uppi. En mér fannst það vanta aðeins í fyrri hálfleik.“ Hallgrímur segist spenntur fyrir komandi átökum. KA mætir Club Brugge frá Belgíu næstu tvo fimmtudaga, þess á milli spila þeir við Breiðablik í Bestu deildinni. Hann segir sigurlíkurnar litlar en hefur þó trú á sínu liði. „Þetta er bara æðislegt, þetta er þar sem við viljum vera. Erum að fá frábæra leiki, Club Brugge er risa klúbbur og við erum bara ótrúlega ánægðir að fá að upplifa þetta. Þetta er ekkert flókið, þeir eru sigurstranglegri en við, en annað eins hefur nú gerst. Þannig að við förum bara og gerum allt sem við getum til að þetta detti okkar megin.“
Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. 7. ágúst 2023 19:04 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Umfjöllun: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. 7. ágúst 2023 19:04