20.193 fiskar veiðst í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2023 16:04 Það er búin að vera mjög góð veiði í Veiðivötnum í sumar Veiðin í Veiðivötnum er búin að vera mjög góð í sumar og þrátt fyrir að vel sé liðið á veiðitímann eru flestir ennþá að eiga góða veiðidaga við vötnin. Við höfum greint frá því áður hvað veiðin er búin að vera góð í sumar en bjuggust við því, eins og flestir, að það myndi hægjast verulega á veiðinni þegar komið er inní ágúst. Vissulega hefur veiðin dregist saman miðað við hvað hún var þegar toppurinn var mestur en veiðin núna er samt eins og hún var á bestu dögunum síðustu ár. Litlisjór er búinn að gefa 5.122 fiska og er það allt urriði en sá stærsti er 4,6 kíló. Stóra Fossvatn er búið að gefa 1.767 fiska, líka allt urriði, og þar er sá stærsti 4 kíló. Ónýtavatn er búið að gefa 1.162 fiska og þessi þrjú vötn gefa bara urriða. Ef við skoðum síðan þrjú bestu bleikjuvötnin þá er Snjó0lduvatn búið að gefa mest en þar hafa veiðst 2.944 bleikjur. Langavatn hefur gefið 1.747 bleikjur og Nýjavatn 910 bleikjur. Veiðimenn og veiðikonur sem hafa stundað Veiðivötn eru algjörlega sammála því að þetta sumar er eitt það besta í mörg ár en hver skýringin er á því er svo annað mál. Það eru nokkrar kenningar á lofti en við ætlum að leyfa þeim að eiga heima á bakkanum. Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Uggur í veiðimönnum vegna breytinga í Þingvallavatni Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Mæðgur kljást við sama fiskinn á sama tíma Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði Hinn höfðinginn úr Höfðahyl Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði
Við höfum greint frá því áður hvað veiðin er búin að vera góð í sumar en bjuggust við því, eins og flestir, að það myndi hægjast verulega á veiðinni þegar komið er inní ágúst. Vissulega hefur veiðin dregist saman miðað við hvað hún var þegar toppurinn var mestur en veiðin núna er samt eins og hún var á bestu dögunum síðustu ár. Litlisjór er búinn að gefa 5.122 fiska og er það allt urriði en sá stærsti er 4,6 kíló. Stóra Fossvatn er búið að gefa 1.767 fiska, líka allt urriði, og þar er sá stærsti 4 kíló. Ónýtavatn er búið að gefa 1.162 fiska og þessi þrjú vötn gefa bara urriða. Ef við skoðum síðan þrjú bestu bleikjuvötnin þá er Snjó0lduvatn búið að gefa mest en þar hafa veiðst 2.944 bleikjur. Langavatn hefur gefið 1.747 bleikjur og Nýjavatn 910 bleikjur. Veiðimenn og veiðikonur sem hafa stundað Veiðivötn eru algjörlega sammála því að þetta sumar er eitt það besta í mörg ár en hver skýringin er á því er svo annað mál. Það eru nokkrar kenningar á lofti en við ætlum að leyfa þeim að eiga heima á bakkanum.
Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Uggur í veiðimönnum vegna breytinga í Þingvallavatni Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Mæðgur kljást við sama fiskinn á sama tíma Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði Hinn höfðinginn úr Höfðahyl Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði