Hulda á miklu flugi en Ragnhildur áfram efst Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2023 17:36 Hulda Clara átti skínandi hring. Hulda Clara Gestsdóttir spilaði best allra kvenna á Íslandsmótinu í golfi á Urriðavelli í dag. Ragnhildur Kristinsdóttir heldur þó tveggja högga forystu sinni. Ragnhildur var efst á tveimur undir pari fyrir hring dagsins, tveimur höggum á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem var á pari. Báðar tvær léku þær á pari í dag og staða þeirra því óbreytt. Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG fór upp að hlið Guðrúnar Brár með besta hring dagsins en hún lék á fjórum höggum undir pari. Hún fékk fimm fugla og einn skolla á hringnum en fór aðrar brautir á pari. Perla Sól Sigurbrandsdóttir er einu höggi frá þeim Guðrúnu og Huldu en hún lék á tveimur undir pari í dag. Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM lék á þremur undir pari í dag en hún er í áttunda sæti á níu yfir parinu eftir þrjá hringi. Ragnhildur stendur áfram best að vígi fyrir lokahringinn á morgun en hún hefur spilað afar stöðugt golf á hringjunum þremur hingað til. Eigi Hulda Clara keimlíkan hring og í dag getur hins vegar allt gerst. Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ragnhildur var efst á tveimur undir pari fyrir hring dagsins, tveimur höggum á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem var á pari. Báðar tvær léku þær á pari í dag og staða þeirra því óbreytt. Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG fór upp að hlið Guðrúnar Brár með besta hring dagsins en hún lék á fjórum höggum undir pari. Hún fékk fimm fugla og einn skolla á hringnum en fór aðrar brautir á pari. Perla Sól Sigurbrandsdóttir er einu höggi frá þeim Guðrúnu og Huldu en hún lék á tveimur undir pari í dag. Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM lék á þremur undir pari í dag en hún er í áttunda sæti á níu yfir parinu eftir þrjá hringi. Ragnhildur stendur áfram best að vígi fyrir lokahringinn á morgun en hún hefur spilað afar stöðugt golf á hringjunum þremur hingað til. Eigi Hulda Clara keimlíkan hring og í dag getur hins vegar allt gerst.
Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira