Hlynur efstur eftir hrun Guðmundar og Andra Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2023 18:19 Hlynur Geir er með fjögurra högga forystu fyrir lokadaginn. Hlynur Geir Hjartarson er með fjögurra högga forystu í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Urriðavelli. Andra Þór Björnssyni og Guðmundi Ágústi Kristjánssyni fataðist hressilega flugið. Andri Þór var með forystuna fyrir daginn en hringur hans fór ekki lukkulega af stað þar sem hann fór fyrstu holuna á sjö höggum, þremur yfir pari. Alls var hann á fimm yfir pari í dag og féll niður í fimmta sæti, á fjórum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson var annar en hann spilaði á sama skori og Andri Þór. Hann fékk fimm skolla og einn skramba á hringnum og er nú jafn þremur öðrum í sjötta sæti. Hlynur Geir, úr Golfklúbbi Selfoss, átti fínasta hring en fugl á 18. braut var hans fjórði á hringnum sem hann lék á þremur undir pari. Hann er á tíu undir pari í heildina, fjórum höggum á undan Loga Sigurðssyni sem lék hring dagsins á pari. Aron Emil Gunnarsson, úr Golfklúbbi Selfoss, og Birgir Björn Magnússon, Keili, eru höggi á eftir Loga í þriðja sætinu. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Andri Þór var með forystuna fyrir daginn en hringur hans fór ekki lukkulega af stað þar sem hann fór fyrstu holuna á sjö höggum, þremur yfir pari. Alls var hann á fimm yfir pari í dag og féll niður í fimmta sæti, á fjórum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson var annar en hann spilaði á sama skori og Andri Þór. Hann fékk fimm skolla og einn skramba á hringnum og er nú jafn þremur öðrum í sjötta sæti. Hlynur Geir, úr Golfklúbbi Selfoss, átti fínasta hring en fugl á 18. braut var hans fjórði á hringnum sem hann lék á þremur undir pari. Hann er á tíu undir pari í heildina, fjórum höggum á undan Loga Sigurðssyni sem lék hring dagsins á pari. Aron Emil Gunnarsson, úr Golfklúbbi Selfoss, og Birgir Björn Magnússon, Keili, eru höggi á eftir Loga í þriðja sætinu.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira