Keppnin í dag varð æsispennandi en Hlynur náði sér á strik á ný á síðustu holunum svo að úrslitin réðust ekki fyrr en á 18. holu. Logi leiddi með 2 höggum fyrir hana en Hlynur fór hana á fjórum. Logi valdi mögulega ranga kylfu og lenti í smá brasi, en kláraði brautina á fimm höggum og landaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn.
Keppni í kvennaflokki er ekki lokið. Efstu keppendur eru að klára síðustu holurnar en þær Ragnhildur Sigurðardóttir og Hulda Klara Gestsdóttir eru efstar báðar á einu höggi undir pari og eiga þrjár holur eftir.