Hitti Þróttara sem voru að kafna úr gleði yfir Elínu Mettu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 10:01 Elín Metta Jensen fagnar hér einu af sextán mörkum sínum fyrir íslenska landsliðið. Vísir/Vilhelm Elín Metta Jensen kom mörgum á óvart þegar hún setti fótboltaskóna á hilluna í fyrrahaust, þá aðeins 27 ára gömul. Það fagna því margir því að sjá eina af markahæstu leikmönnum í sögu efstu deildar kvenna á Íslandi snúa aftur inn á völlinn. Bestu mörkin ræddu í gær óvæntustu fréttir vikunnar sem voru þær að Elín Metta ætli að spila með Þrótti í Bestu deildinni það sem eftir lifir sumar. „Ég hitti Þróttara fyrir þennan leik og þeir voru að kafna úr gleði yfir því að Elín Metta er gengin til liðs við liðið. Hún var reyndar ekki í leikmannahóp núna en á hún eftir að brjóta þennan ís,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna er einn svoleiðis Þróttur tapaði 2-0 á heimavelli á móti Tindastól í sextándu umferðinni og þar vantaði tilfinnanlega meiri bit í sóknarleikinn. „Hún mun klárlega hjálpa þeim því fyrstu 25 mínúturnar voru Tanya [Laryssa Boychuk], Katla [Tryggvadóttir] og Katie Cousins að tengja svo vel og labba í kringum varnarmennina. Svo vantaði bara að binda enda á sóknirnar, að klára. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna eru þær komnar með einn svoleiðis,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Svo sjáum við líka að það eru alveg leikmenn þarna inn á vellinum eins og Katla, Tanya og Sierra [Marie Lelii] sem hafa verið að skora mörk fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Í brasi með að skora allt tímabilið „Þróttur er búinn að vera í brasi með að skora allt tímabilið. Við töluðum aðeins um Ollu (Ólöf Sigríður Kristinsdóttir) í upphafi móts. Hún var valin í landsliðshóp í vor og gerði vel þar. Hún kemur svo inn í mótið og er ekki á pari við það sem við héldum að spilamennska hennar myndi vera,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Olla meiðist og Freyja (Karín Þorvarðardóttir) var að koma mjög sterk inn sem varamaður og skora. Það gengur líka bara ákveðið lengi. Þær eru ekki búnar að finna alveg jöfnuna sem þær þurfa í sumar. Klárlega fyrir þær að fá Elínu Mettu er vonandi það sem þær þurfa til að koma sterkar inn í þessa úrslitakeppni,“ sagði Harpa. Það má finna spjallið um Elínu Mettu hér fyrir neðan. Elín Metta hefur skorað 132 mörk í efstu deild kvenna og það bara í 183 leikjum. Hún er eins og er í tíunda sæti yfir markahæsti konur sögunnar en það eru bara sex mörk upp í sjöunda sætið. Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta komin í Þrótt Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Bestu mörkin ræddu í gær óvæntustu fréttir vikunnar sem voru þær að Elín Metta ætli að spila með Þrótti í Bestu deildinni það sem eftir lifir sumar. „Ég hitti Þróttara fyrir þennan leik og þeir voru að kafna úr gleði yfir því að Elín Metta er gengin til liðs við liðið. Hún var reyndar ekki í leikmannahóp núna en á hún eftir að brjóta þennan ís,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna er einn svoleiðis Þróttur tapaði 2-0 á heimavelli á móti Tindastól í sextándu umferðinni og þar vantaði tilfinnanlega meiri bit í sóknarleikinn. „Hún mun klárlega hjálpa þeim því fyrstu 25 mínúturnar voru Tanya [Laryssa Boychuk], Katla [Tryggvadóttir] og Katie Cousins að tengja svo vel og labba í kringum varnarmennina. Svo vantaði bara að binda enda á sóknirnar, að klára. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna eru þær komnar með einn svoleiðis,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Svo sjáum við líka að það eru alveg leikmenn þarna inn á vellinum eins og Katla, Tanya og Sierra [Marie Lelii] sem hafa verið að skora mörk fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Í brasi með að skora allt tímabilið „Þróttur er búinn að vera í brasi með að skora allt tímabilið. Við töluðum aðeins um Ollu (Ólöf Sigríður Kristinsdóttir) í upphafi móts. Hún var valin í landsliðshóp í vor og gerði vel þar. Hún kemur svo inn í mótið og er ekki á pari við það sem við héldum að spilamennska hennar myndi vera,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Olla meiðist og Freyja (Karín Þorvarðardóttir) var að koma mjög sterk inn sem varamaður og skora. Það gengur líka bara ákveðið lengi. Þær eru ekki búnar að finna alveg jöfnuna sem þær þurfa í sumar. Klárlega fyrir þær að fá Elínu Mettu er vonandi það sem þær þurfa til að koma sterkar inn í þessa úrslitakeppni,“ sagði Harpa. Það má finna spjallið um Elínu Mettu hér fyrir neðan. Elín Metta hefur skorað 132 mörk í efstu deild kvenna og það bara í 183 leikjum. Hún er eins og er í tíunda sæti yfir markahæsti konur sögunnar en það eru bara sex mörk upp í sjöunda sætið. Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta komin í Þrótt
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti