Óréttlátt ef aðrir vinna miklu meira en þú Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 07:01 Rannsóknir sýna að við erum öll gjörn á að sóa einhverjum tíma í vinnunni okkar, vafra á netinu, gleyma okkur í kjaftagangi og svo framvegis. En það getur verið óréttlátt gagnvart vinnufélögunum okkar ef allir eru að vinna meira en við þannig að í dag rýnum við í góð ráð til að sporna við tímasóun. Vísir/Getty Það getur verið óréttlátt gagnvart samstarfsfólkinu okkar ef við erum gjörn á að sóa mikið tímanum í vinnunni. Sem rannsóknir sýna þó að flestir gera í einhverjum mæli daglega. Atvinnulífið fjallaði um tímasóun á vinnutíma fyrir stuttu síðan. Í dag ætlum við hins vegar að ræða um hvernig við getum spornað við þeirri tímasóun enda miklu betri tilfinning sem fylgir því að vita að við séum að standa okkur vel, afkasta sem skyldi og ráðum vel við verkefnalistann okkar. Að líða vel með sína eigin frammistöðu og afköst í starfi er einfaldlega góð tilfinning. Hér eru því nokkur ráð til að sporna við tímasóun. 1. Samfélagsmiðlar Samkvæmt rannsóknum felst töluverður tími hjá flestum í að skrolla samfélagsmiðla á daginn. Góð leið til að minnka þennan tíma er að taka til dæmis tilkynningarnar af samfélagsmiðlunum og stjórna því þannig betur hvenær þú velur að verja tíma á samfélagsmiðlum. 2. Utanaðkomandi truflun Oft riðlast hjá okkur öll tímastjórnun eða plön um verkefnalista hjá okkur því að við verðum fyrir truflunum sem við erum ekki að gera ráð fyrir. Einhver hringir eða samstarfsaðili byrjar að spjalla og svo framvegis. Til viðbótar við að taka tilkynningar af símanum er til dæmis mælt með því að setja símann á silent ef þú ætlar þér að klára verkefni í næði, vinna með heyrnatól eða færa þig í næðisrými. 3. Margt í einu (e. multitasking) Að vinna í mörgu í einu er ekki besta nýtingin á tímanum þínum og oft fer töluverður tími til spillis vegna þess að við erum að reyna að gera margt í einu, samhliða því að fylgjast með samfélagsmiðlum, spjalla við samstarfsfélaga og svo framvegis. Með þetta í huga er því kannski ekkert að undra þótt rannsóknir sýni mikinn tíma fara til spillis. Til að hjálpa okkur að vera meðvituð um tímann og okkar afköst er mælt með því að sinna einu verkefni í einu og klára þannig verkefnalistann okkar, til viðbótar við það sem þú hefur þegar gert ráðstafanir með samkvæmt lið eitt og tvö. 4. Skipulag Það er allur gangur á því hvernig fólk heldur utan um verkefnin sín. Aðalmálið er þó að vera með verkefnalista því annars er líka hætta á að við séum að eyða tíma til einskis því að við erum ekki eins fókuseruð. Þegar við erum ekki með góða yfirsýn yfir þau verkefni sem við viljum klára innan vinnudags aukast líkurnar á því að við förum að vafra á netinu, spjalla við vini og svo framvegis og áður en við vitum af er vinnudeginum lokið en áfram eru óunnin verkefni sem við erum í ábyrgð fyrir. Hér er því mælt með því að vera alltaf með verkefnalista því það er verulegur munur á því að finnast maður eftir á í verkefnum, ekki vera með yfirsýn eða vita ekki hvað við ætlum að gera næst, í samanburði við að líða vel með afköstin okkar og forgangsröðun verkefna. Ekki aðeins getur óskipulag aukið tímasóun í vinnunni, heldur einnig myndað kvíðatilfinningu innra með okkur vegna þess að við erum ekki nógu skipulögð. 5. Að kunna að segja Nei Þá er það að kunna að segja Nei við verkefnum eða samstarfsaðila því eitt af því sem getur hægt á því að við náum tökum á okkar eigin tímastjórnun, verkefnum og skyldum er þegar við erum sí og æ að segja Já við óvæntum verkefnum, án þess að losa okkur við einhver önnur í staðinn eða við ekki búin að ná tökum á tímastjórnuninni okkar. Gott er að ná utan um allt sem snýr að okkur sjálfum fyrst, meðal annars tímasóun (tímastjórnun) áður en við verðum of gjörn á að segja Já við því sem aðrir geta kannski frekar sinnt. 6. Frestunarárátta Frestunarárátta er staðreynd og hjá mörgum getur birtingarmyndin þá verið sú að við séum gjarnari á því að sóa tíma í vinnunni. Í þessum tilfellum er gott að ráðast á rót vandans; frestunaráráttuna sjálfa, nýta okkur öll góð tól og tæki til að hjálpa okkur við að fylgja eftir verkefnalistum og skipulagi því að fylgifiskur frestunaráráttu er kvíði og vanlíðan hið innra með okkur. 7. Markvissir fundir Fundarmenning vinnustaða getur verið mismunandi og sums staðar er sú menning ríkjandi að óhóflegur tími fer í fundarsetu og óþarfa spjall á fundum. Vertu viss um að taka aðeins þátt í fundum þar sem þú átt sannarlega samleið og erindi fyrir fundarefnið sjálft og settu þér persónulegt markmið um að nýta fundartímann þá aðeins á meðan umræður eru markvissar og boðaðu þig af fundum þegar þeirri umræðu lýkur og fundurinn breytist í spjall. 8. Vinnuaðstaðan Loks er að skoða umhverfið þitt því ef þú upplifir vinnuaðstöðuna þína þannig að hún er að auka líkurnar á því að þú sóir tíma í vinnunni vegna þess að aðstaðan þín er ekki nægilega góð, er gott að taka frekar á því vandamáli. Ef við til dæmis þreytumst í öxlum og baki og þurfum oft að standa upp, er mál að skoða hvernig hæðastillingin er á stólnum þínum, borðinu, tölvuskjánum og svo framvegis eða að ræða við yfirmann ef þú telur þess þurfa. Við erum líklegri til að sóa tímanum okkar í vinnunni, ef að vinnuaðstaðan okkar er ekki viðunandi. Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera“ Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem notar EOS módelið. Markvissari fundur og meiri árangur segir forstjórinn. 23. febrúar 2023 07:00 Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! 18. júlí 2022 07:01 Ósýnilega vinnan þín (sem er launalaus) Við getum bætt tímastjórnunina okkar verulega með því að verða meðvitaðri um í hverju skuggavinnan okkar felst alla daga. 29. október 2021 07:01 Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01 „Aldrei að standa grafkyrr við vinnu“ Starfsmaður sem fær fræðslu um það hvernig líkamsbeiting hentar best við vinnu er líklegri til að halda úti lengur í verki og vinnu. 30. júní 2020 10:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Atvinnulífið fjallaði um tímasóun á vinnutíma fyrir stuttu síðan. Í dag ætlum við hins vegar að ræða um hvernig við getum spornað við þeirri tímasóun enda miklu betri tilfinning sem fylgir því að vita að við séum að standa okkur vel, afkasta sem skyldi og ráðum vel við verkefnalistann okkar. Að líða vel með sína eigin frammistöðu og afköst í starfi er einfaldlega góð tilfinning. Hér eru því nokkur ráð til að sporna við tímasóun. 1. Samfélagsmiðlar Samkvæmt rannsóknum felst töluverður tími hjá flestum í að skrolla samfélagsmiðla á daginn. Góð leið til að minnka þennan tíma er að taka til dæmis tilkynningarnar af samfélagsmiðlunum og stjórna því þannig betur hvenær þú velur að verja tíma á samfélagsmiðlum. 2. Utanaðkomandi truflun Oft riðlast hjá okkur öll tímastjórnun eða plön um verkefnalista hjá okkur því að við verðum fyrir truflunum sem við erum ekki að gera ráð fyrir. Einhver hringir eða samstarfsaðili byrjar að spjalla og svo framvegis. Til viðbótar við að taka tilkynningar af símanum er til dæmis mælt með því að setja símann á silent ef þú ætlar þér að klára verkefni í næði, vinna með heyrnatól eða færa þig í næðisrými. 3. Margt í einu (e. multitasking) Að vinna í mörgu í einu er ekki besta nýtingin á tímanum þínum og oft fer töluverður tími til spillis vegna þess að við erum að reyna að gera margt í einu, samhliða því að fylgjast með samfélagsmiðlum, spjalla við samstarfsfélaga og svo framvegis. Með þetta í huga er því kannski ekkert að undra þótt rannsóknir sýni mikinn tíma fara til spillis. Til að hjálpa okkur að vera meðvituð um tímann og okkar afköst er mælt með því að sinna einu verkefni í einu og klára þannig verkefnalistann okkar, til viðbótar við það sem þú hefur þegar gert ráðstafanir með samkvæmt lið eitt og tvö. 4. Skipulag Það er allur gangur á því hvernig fólk heldur utan um verkefnin sín. Aðalmálið er þó að vera með verkefnalista því annars er líka hætta á að við séum að eyða tíma til einskis því að við erum ekki eins fókuseruð. Þegar við erum ekki með góða yfirsýn yfir þau verkefni sem við viljum klára innan vinnudags aukast líkurnar á því að við förum að vafra á netinu, spjalla við vini og svo framvegis og áður en við vitum af er vinnudeginum lokið en áfram eru óunnin verkefni sem við erum í ábyrgð fyrir. Hér er því mælt með því að vera alltaf með verkefnalista því það er verulegur munur á því að finnast maður eftir á í verkefnum, ekki vera með yfirsýn eða vita ekki hvað við ætlum að gera næst, í samanburði við að líða vel með afköstin okkar og forgangsröðun verkefna. Ekki aðeins getur óskipulag aukið tímasóun í vinnunni, heldur einnig myndað kvíðatilfinningu innra með okkur vegna þess að við erum ekki nógu skipulögð. 5. Að kunna að segja Nei Þá er það að kunna að segja Nei við verkefnum eða samstarfsaðila því eitt af því sem getur hægt á því að við náum tökum á okkar eigin tímastjórnun, verkefnum og skyldum er þegar við erum sí og æ að segja Já við óvæntum verkefnum, án þess að losa okkur við einhver önnur í staðinn eða við ekki búin að ná tökum á tímastjórnuninni okkar. Gott er að ná utan um allt sem snýr að okkur sjálfum fyrst, meðal annars tímasóun (tímastjórnun) áður en við verðum of gjörn á að segja Já við því sem aðrir geta kannski frekar sinnt. 6. Frestunarárátta Frestunarárátta er staðreynd og hjá mörgum getur birtingarmyndin þá verið sú að við séum gjarnari á því að sóa tíma í vinnunni. Í þessum tilfellum er gott að ráðast á rót vandans; frestunaráráttuna sjálfa, nýta okkur öll góð tól og tæki til að hjálpa okkur við að fylgja eftir verkefnalistum og skipulagi því að fylgifiskur frestunaráráttu er kvíði og vanlíðan hið innra með okkur. 7. Markvissir fundir Fundarmenning vinnustaða getur verið mismunandi og sums staðar er sú menning ríkjandi að óhóflegur tími fer í fundarsetu og óþarfa spjall á fundum. Vertu viss um að taka aðeins þátt í fundum þar sem þú átt sannarlega samleið og erindi fyrir fundarefnið sjálft og settu þér persónulegt markmið um að nýta fundartímann þá aðeins á meðan umræður eru markvissar og boðaðu þig af fundum þegar þeirri umræðu lýkur og fundurinn breytist í spjall. 8. Vinnuaðstaðan Loks er að skoða umhverfið þitt því ef þú upplifir vinnuaðstöðuna þína þannig að hún er að auka líkurnar á því að þú sóir tíma í vinnunni vegna þess að aðstaðan þín er ekki nægilega góð, er gott að taka frekar á því vandamáli. Ef við til dæmis þreytumst í öxlum og baki og þurfum oft að standa upp, er mál að skoða hvernig hæðastillingin er á stólnum þínum, borðinu, tölvuskjánum og svo framvegis eða að ræða við yfirmann ef þú telur þess þurfa. Við erum líklegri til að sóa tímanum okkar í vinnunni, ef að vinnuaðstaðan okkar er ekki viðunandi.
Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera“ Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem notar EOS módelið. Markvissari fundur og meiri árangur segir forstjórinn. 23. febrúar 2023 07:00 Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! 18. júlí 2022 07:01 Ósýnilega vinnan þín (sem er launalaus) Við getum bætt tímastjórnunina okkar verulega með því að verða meðvitaðri um í hverju skuggavinnan okkar felst alla daga. 29. október 2021 07:01 Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01 „Aldrei að standa grafkyrr við vinnu“ Starfsmaður sem fær fræðslu um það hvernig líkamsbeiting hentar best við vinnu er líklegri til að halda úti lengur í verki og vinnu. 30. júní 2020 10:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera“ Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem notar EOS módelið. Markvissari fundur og meiri árangur segir forstjórinn. 23. febrúar 2023 07:00
Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! 18. júlí 2022 07:01
Ósýnilega vinnan þín (sem er launalaus) Við getum bætt tímastjórnunina okkar verulega með því að verða meðvitaðri um í hverju skuggavinnan okkar felst alla daga. 29. október 2021 07:01
Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01
„Aldrei að standa grafkyrr við vinnu“ Starfsmaður sem fær fræðslu um það hvernig líkamsbeiting hentar best við vinnu er líklegri til að halda úti lengur í verki og vinnu. 30. júní 2020 10:00