Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Karl Lúðvíksson skrifar 18. ágúst 2023 10:00 Veitt í Tunguvaði Eystri Rangá Veiðifélagið Kolskeggur sem meðal annars er með Eystri Rangá á sínum snærum ætlar að láta allan ágóða af veiðileyfasölu dagsins 13. október renna til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna. Þetta er mjög gott framtak og Veiðivísir vill hvetja alla þá sem vilja láta gott af sér leiða um leið og þeir skella sér í dagstúr í eina af bestu ám landsins að skella sér á einn dag. Hér er tilkynning frá Veiðifélaginu Kolskeggur: „Við hjá Kolskegg/ASP vildum láta gott af okkur leiða og höfum ákveðið að öll sala veiðidaginn 13.10. næstkomandi í Eystri Rangá renni óskipt til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Árlega greinast um 12-14 börn á Íslandi með krabbamein og það þarf ekki að taka fram hvílíkt reiðarslag það er fyrir barnið, fjölskyldu og vini. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna styrkir fjölskyldur þessara barna og er sá stuðningur ómetanlegur fyrir þær fjölskyldur sem lenda í þessum hremmingum. Hér má lesa sér til um félagið: https://www.skb.is/ Við vonum að þið takið vel í að kaupa veiðileyfi til styrktar SKB. Ef allar tólf stangir seljast getum við styrkt félagið um 540.000 krónur.“ Stangveiði Mest lesið Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði
Þetta er mjög gott framtak og Veiðivísir vill hvetja alla þá sem vilja láta gott af sér leiða um leið og þeir skella sér í dagstúr í eina af bestu ám landsins að skella sér á einn dag. Hér er tilkynning frá Veiðifélaginu Kolskeggur: „Við hjá Kolskegg/ASP vildum láta gott af okkur leiða og höfum ákveðið að öll sala veiðidaginn 13.10. næstkomandi í Eystri Rangá renni óskipt til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Árlega greinast um 12-14 börn á Íslandi með krabbamein og það þarf ekki að taka fram hvílíkt reiðarslag það er fyrir barnið, fjölskyldu og vini. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna styrkir fjölskyldur þessara barna og er sá stuðningur ómetanlegur fyrir þær fjölskyldur sem lenda í þessum hremmingum. Hér má lesa sér til um félagið: https://www.skb.is/ Við vonum að þið takið vel í að kaupa veiðileyfi til styrktar SKB. Ef allar tólf stangir seljast getum við styrkt félagið um 540.000 krónur.“
Stangveiði Mest lesið Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði