Tesla Cybertruck á Íslandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. ágúst 2023 23:08 Tesla Cybertruck togaður áfram af Land Rover á íslenskum jökli. Twitter Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins. Cybertruck var frumsýndur í desember árið 2019 og vakti strax gríðarmikla athygli. Áhugasamir gátu strax forpantað sér eintak fyrir hundrað Bandaríkjadali. Að sögn Musk voru forpantanirnar orðnar um 250.000 talsins á fyrstu vikunni. Frá því að bíllinn var frumsýndur hefur margt breyst, verð bílsins hækkað mikið frá því sem var upprunalega talað um og hefur útgáfu hans verið seinkað ítrekað. Nú virðist þó vera farið að sjá fyrir endann á þeirri frestunarsögu ef marka má nýjustu fréttir. Bandarískir miðlar segja framleiðslu á bílnum þegar farna af stað í Texas. Þá hefur sést til stórra flutningabíla ferja Cybertruck-eintök yfir Bandaríkin. Sömuleiðis hafa prótótýpur af bílnum dúkkað upp víða um heim. Í gær sást til Teslutrukks á íslenskum jökli, sem virðist vera Langjökull. Á Twitter birtist myndband þar sem má sjá Cybertruck keyra eftir jöklinum með svartan Land Rover Discovery á undan sér. Talið er að um sé að ræða auglýsingu fyrir pallbílinn óútkomna. @elonmusk @Tesla Cybertruck at the glacier. pic.twitter.com/GWSJqNvkYc— CRAR (@carlosRdeA) August 19, 2023 Á Facebook-síðunni Cybertruck á Íslandi voru einnig birtir myndir af Cybertruck. Af myndinni er greinilegt að um Ísland er að ræða út frá hvítum sendiferðabíl sem er merktur Keyrsla.is. Sennilega er um sama eintak að ræða þar sem einnig má sjá svartan Land Rover á myndinni og kvikmyndatökufólk. Heldur óskýr mynd af tökustað þar sem sjá má Cybertruck, svartan Land Rover og kvikmyndatökumenn.Facebook Það er ekki enn búið að greina frá því hvenær Cybertruck kemur út nákvæmlega en Elon Musk, forstjóri Tesla, talaði um að þeim yrði dreift í lok þriðja ársfjórðungs sem myndi þýða í lok september. Tesla Vistvænir bílar Bílar Tengdar fréttir Eintak af Tesla Cybertruck hefur verið smíðað Tesla hefur smíðað Cybertruck og allar efasemdaraddir þurfa því að draga í land um það að Cybertruck yrði aldrei smíðaður. Myndband af bílnum var birt á Youtube-rás Cybertruck eigendaklúbbsins. 26. janúar 2022 07:01 Elon Musk: Tesla Cybertruck hannaður án markaðsrannsókna Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Musk hefur viðurkennt að Cybertruck hafi verið hannaður án rannsókna á óskum og þörfum markaðarins. Hann segir að ef Cybertruck seljist illa þá muni Tesla framleiða hefðbundnari pallbíl í staðinn. 4. ágúst 2020 07:00 Cybertruck frá Tesla líklega ekki löglegur á götum Evrópu Það gilda ýmsar reglur um hönnun bíla sem á að selja í Evrópu. Miðað við kynningarútgáfu af Cybertruck frá Tesla er líklegt að hann þyrfti til dæmis að vera með hliðarspegla, að minnsta kosti myndavélaútskot, framljósin þurfa að vera stærri og meiri aðskilnaður á milli þeirra og svo framvegis. 17. desember 2019 07:00 Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Cybertruck var frumsýndur í desember árið 2019 og vakti strax gríðarmikla athygli. Áhugasamir gátu strax forpantað sér eintak fyrir hundrað Bandaríkjadali. Að sögn Musk voru forpantanirnar orðnar um 250.000 talsins á fyrstu vikunni. Frá því að bíllinn var frumsýndur hefur margt breyst, verð bílsins hækkað mikið frá því sem var upprunalega talað um og hefur útgáfu hans verið seinkað ítrekað. Nú virðist þó vera farið að sjá fyrir endann á þeirri frestunarsögu ef marka má nýjustu fréttir. Bandarískir miðlar segja framleiðslu á bílnum þegar farna af stað í Texas. Þá hefur sést til stórra flutningabíla ferja Cybertruck-eintök yfir Bandaríkin. Sömuleiðis hafa prótótýpur af bílnum dúkkað upp víða um heim. Í gær sást til Teslutrukks á íslenskum jökli, sem virðist vera Langjökull. Á Twitter birtist myndband þar sem má sjá Cybertruck keyra eftir jöklinum með svartan Land Rover Discovery á undan sér. Talið er að um sé að ræða auglýsingu fyrir pallbílinn óútkomna. @elonmusk @Tesla Cybertruck at the glacier. pic.twitter.com/GWSJqNvkYc— CRAR (@carlosRdeA) August 19, 2023 Á Facebook-síðunni Cybertruck á Íslandi voru einnig birtir myndir af Cybertruck. Af myndinni er greinilegt að um Ísland er að ræða út frá hvítum sendiferðabíl sem er merktur Keyrsla.is. Sennilega er um sama eintak að ræða þar sem einnig má sjá svartan Land Rover á myndinni og kvikmyndatökufólk. Heldur óskýr mynd af tökustað þar sem sjá má Cybertruck, svartan Land Rover og kvikmyndatökumenn.Facebook Það er ekki enn búið að greina frá því hvenær Cybertruck kemur út nákvæmlega en Elon Musk, forstjóri Tesla, talaði um að þeim yrði dreift í lok þriðja ársfjórðungs sem myndi þýða í lok september.
Tesla Vistvænir bílar Bílar Tengdar fréttir Eintak af Tesla Cybertruck hefur verið smíðað Tesla hefur smíðað Cybertruck og allar efasemdaraddir þurfa því að draga í land um það að Cybertruck yrði aldrei smíðaður. Myndband af bílnum var birt á Youtube-rás Cybertruck eigendaklúbbsins. 26. janúar 2022 07:01 Elon Musk: Tesla Cybertruck hannaður án markaðsrannsókna Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Musk hefur viðurkennt að Cybertruck hafi verið hannaður án rannsókna á óskum og þörfum markaðarins. Hann segir að ef Cybertruck seljist illa þá muni Tesla framleiða hefðbundnari pallbíl í staðinn. 4. ágúst 2020 07:00 Cybertruck frá Tesla líklega ekki löglegur á götum Evrópu Það gilda ýmsar reglur um hönnun bíla sem á að selja í Evrópu. Miðað við kynningarútgáfu af Cybertruck frá Tesla er líklegt að hann þyrfti til dæmis að vera með hliðarspegla, að minnsta kosti myndavélaútskot, framljósin þurfa að vera stærri og meiri aðskilnaður á milli þeirra og svo framvegis. 17. desember 2019 07:00 Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Eintak af Tesla Cybertruck hefur verið smíðað Tesla hefur smíðað Cybertruck og allar efasemdaraddir þurfa því að draga í land um það að Cybertruck yrði aldrei smíðaður. Myndband af bílnum var birt á Youtube-rás Cybertruck eigendaklúbbsins. 26. janúar 2022 07:01
Elon Musk: Tesla Cybertruck hannaður án markaðsrannsókna Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Musk hefur viðurkennt að Cybertruck hafi verið hannaður án rannsókna á óskum og þörfum markaðarins. Hann segir að ef Cybertruck seljist illa þá muni Tesla framleiða hefðbundnari pallbíl í staðinn. 4. ágúst 2020 07:00
Cybertruck frá Tesla líklega ekki löglegur á götum Evrópu Það gilda ýmsar reglur um hönnun bíla sem á að selja í Evrópu. Miðað við kynningarútgáfu af Cybertruck frá Tesla er líklegt að hann þyrfti til dæmis að vera með hliðarspegla, að minnsta kosti myndavélaútskot, framljósin þurfa að vera stærri og meiri aðskilnaður á milli þeirra og svo framvegis. 17. desember 2019 07:00
Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00