Átján íslenskir fulltrúar í sterkustu deild heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2023 10:01 Keppni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta hefst í dag. Eins og oft áður verða Íslendingar áberandi í þessari sterkustu deild heims. Tveir leikir fara fram í dag. Erlangen tekur á móti Hannover-Burgdorf og Hamburg sækir Flensburg heim. Leikur Flensburg og Hamburg hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Vodafone sport. Ísland á alls átján fulltrúa í þýsku úrvalsdeildinni tímabilið 2023-24. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þá. Magdeburg Þrír Íslendingar leika með Evrópumeisturum Magdeburg sem enduðu í 2. sæti þýsku deildarinnar á síðasta tímabili, aðeins tveimur stigum á eftir Kiel. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa báðir verið í herbúðum Magdeburg frá 2020. Þeir unnu EHF-bikarinn með liðinu 2021, heimsmeistaratitil félagsliða 2021 og 2022, þýska meistaratitilinn 2022 og Meistaradeild Evrópu 2023. Gísli Þorgeir var valinn besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitunum gegn Barcelona. Hafnfirðingurinn fór undir hnífinn í sumar og verður frá keppni fyrstu mánuði tímabilsins. Til að fylla skarð Gísla Þorgeirs fékk Magdeburg Janus Daða Smárason frá blanka norska ofurliðinu Kolstad. Selfyssingurinn þekkir vel til í Þýskalandi en hann lék með Göppingen á árunum 2020-22. Sveitungi Janusar, Ómar Ingi, er ekki enn kominn aftur á völlinn vegna meiðsla á hæl sem héldu honum frá keppni seinni hluta síðasta tímabils. Mikið mun því mæða á Svíanum Albin Lagergren, sem kom frá Rhein-Neckar Löwen í sumar, þangað til Ómar Ingi snýr aftur. Magdeburg fékk einnig landa Lagergrens, Felix Claar, frá Álaborg. Flensburg Maðurinn sem leysti Ómar Inga af hjá Magdeburg seinni hluta síðasta tímabils, Kay Smits, er farinn til Flensburg þar sem hann deilir stöðu hægri skyttu með Teiti Erni Einarssyni. Selfyssingurinn kom til Flensburg frá Kristianstad í október 2021. Flensburg endaði í 4. sæti þýsku deildarinnar á síðasta tímabili og var tíu stigum á eftir meisturum Kiel. Árangurinn þótti ekki ásættanlegur og Maik Machulla var látinn taka pokann sinn. Við starfi hans tók Nicolej Krickau sem gerði GOG að dönskum meisturum og var orðaður við íslenska landsliðið. Flensburg fékk einnig danska ungstirnið Simon Pytlick frá GOG. Rhein-Neckar Löwen Ýmir Örn Gíslason er að hefja sitt fjórða tímabil hjá Rhein-Neckar Löwen sem endaði í 5. sæti á síðasta tímabili og varð bikarmeistari eftir sigur á Magdeburg í vítakeppni í úrslitaleik. Annar Valsmaður bættist í hóp Ljónanna frá Mannheim í sumar, Arnór Snær Óskarsson. Hann sló í gegn með Val í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Arnór fylgir þar með í fótspor tveggja annarra íslenskra örvhentra skyttna, Ólafs Stefánsson og Alexanders Petersson, sem léku með Löwen við góðan orðstír. Hannover-Burgdorf Á síðasta tímabili endaði Hannover-Burgdorf í 6. sæti þýsku deildarinnar. Heiðmar Felixsson er aðstoðarmaður þjálfara liðsins, Christians Prokop. Melsungen Tveir Íslendingar leika með Melsungen, Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson. Arnar Freyr gekk í raðir Melsungen frá Kristianstad í Svíþjóð 2020. Ári seinna kom Elvar Örn frá danska liðinu Skjern. Melsungen endaði í 9. sæti í fyrra. Gummersbach Á síðasta tímabili endaði Gummersbach í 10. sæti. Árangurinn þótti það góður að Guðjón Valur Sigurðsson var valinn þjálfari ársins í Þýskalandi. Guðjón Valur tók við Gummersbach fyrir þremur árum og hefur náð frábærum árangri með liðið. Guðjón Valur lék með Gummersbach á árunum 2005-08. Tveir Eyjamenn leika undir stjórn Guðjóns Vals hjá Gummersbach, Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson. Sá fyrrnefndi kom til Gummersbach fyrir þremur árum en sá síðarnefndi fyrir tveimur árum. Leipzig Hinn íslenski þjálfarinn í þýsku deildinni, Rúnar Sigtryggsson, stýrir Leipzig. Hann tók nokkuð óvænt við liðinu síðasta haust og skilaði því í 11. sæti. Aðalmaðurinn í liði Leipzig er Viggó Kristjánsson. Hann var meiddur undir lok síðasta tímabils en snýr aftur á völlinn núna í haust. Í sumar fékk Leipzig Andra Má Rúnarsson, son Rúnars, til liðsins. Hann var einn besti leikmaður íslenska U-21 árs landsliðsins sem endaði í 3. sæti á HM í sumar. Bergischer Eftir að hafa leikið með Bergischer frá 2012 lagði Arnór Þór Gunnarsson skóna á hilluna í haust. Hann tók í kjölfarið við þjálfarastöðu hjá Bergischer sem endaði í 12. sæti þýsku deildarinnar á síðasta tímabili. Balingen Tveir Íslendingar leika með nýliðum Balingen, Oddur Gretarsson og Daníel Þór Ingason. Oddur hefur leikið með Balingen frá 2017 en Daníel kom fyrir tveimur árum. Þýska úrvalsdeildin í handbolta verður í beinni á Vodafone Sport í allan vetur. Þýski handboltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Tveir leikir fara fram í dag. Erlangen tekur á móti Hannover-Burgdorf og Hamburg sækir Flensburg heim. Leikur Flensburg og Hamburg hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Vodafone sport. Ísland á alls átján fulltrúa í þýsku úrvalsdeildinni tímabilið 2023-24. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þá. Magdeburg Þrír Íslendingar leika með Evrópumeisturum Magdeburg sem enduðu í 2. sæti þýsku deildarinnar á síðasta tímabili, aðeins tveimur stigum á eftir Kiel. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa báðir verið í herbúðum Magdeburg frá 2020. Þeir unnu EHF-bikarinn með liðinu 2021, heimsmeistaratitil félagsliða 2021 og 2022, þýska meistaratitilinn 2022 og Meistaradeild Evrópu 2023. Gísli Þorgeir var valinn besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitunum gegn Barcelona. Hafnfirðingurinn fór undir hnífinn í sumar og verður frá keppni fyrstu mánuði tímabilsins. Til að fylla skarð Gísla Þorgeirs fékk Magdeburg Janus Daða Smárason frá blanka norska ofurliðinu Kolstad. Selfyssingurinn þekkir vel til í Þýskalandi en hann lék með Göppingen á árunum 2020-22. Sveitungi Janusar, Ómar Ingi, er ekki enn kominn aftur á völlinn vegna meiðsla á hæl sem héldu honum frá keppni seinni hluta síðasta tímabils. Mikið mun því mæða á Svíanum Albin Lagergren, sem kom frá Rhein-Neckar Löwen í sumar, þangað til Ómar Ingi snýr aftur. Magdeburg fékk einnig landa Lagergrens, Felix Claar, frá Álaborg. Flensburg Maðurinn sem leysti Ómar Inga af hjá Magdeburg seinni hluta síðasta tímabils, Kay Smits, er farinn til Flensburg þar sem hann deilir stöðu hægri skyttu með Teiti Erni Einarssyni. Selfyssingurinn kom til Flensburg frá Kristianstad í október 2021. Flensburg endaði í 4. sæti þýsku deildarinnar á síðasta tímabili og var tíu stigum á eftir meisturum Kiel. Árangurinn þótti ekki ásættanlegur og Maik Machulla var látinn taka pokann sinn. Við starfi hans tók Nicolej Krickau sem gerði GOG að dönskum meisturum og var orðaður við íslenska landsliðið. Flensburg fékk einnig danska ungstirnið Simon Pytlick frá GOG. Rhein-Neckar Löwen Ýmir Örn Gíslason er að hefja sitt fjórða tímabil hjá Rhein-Neckar Löwen sem endaði í 5. sæti á síðasta tímabili og varð bikarmeistari eftir sigur á Magdeburg í vítakeppni í úrslitaleik. Annar Valsmaður bættist í hóp Ljónanna frá Mannheim í sumar, Arnór Snær Óskarsson. Hann sló í gegn með Val í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Arnór fylgir þar með í fótspor tveggja annarra íslenskra örvhentra skyttna, Ólafs Stefánsson og Alexanders Petersson, sem léku með Löwen við góðan orðstír. Hannover-Burgdorf Á síðasta tímabili endaði Hannover-Burgdorf í 6. sæti þýsku deildarinnar. Heiðmar Felixsson er aðstoðarmaður þjálfara liðsins, Christians Prokop. Melsungen Tveir Íslendingar leika með Melsungen, Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson. Arnar Freyr gekk í raðir Melsungen frá Kristianstad í Svíþjóð 2020. Ári seinna kom Elvar Örn frá danska liðinu Skjern. Melsungen endaði í 9. sæti í fyrra. Gummersbach Á síðasta tímabili endaði Gummersbach í 10. sæti. Árangurinn þótti það góður að Guðjón Valur Sigurðsson var valinn þjálfari ársins í Þýskalandi. Guðjón Valur tók við Gummersbach fyrir þremur árum og hefur náð frábærum árangri með liðið. Guðjón Valur lék með Gummersbach á árunum 2005-08. Tveir Eyjamenn leika undir stjórn Guðjóns Vals hjá Gummersbach, Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson. Sá fyrrnefndi kom til Gummersbach fyrir þremur árum en sá síðarnefndi fyrir tveimur árum. Leipzig Hinn íslenski þjálfarinn í þýsku deildinni, Rúnar Sigtryggsson, stýrir Leipzig. Hann tók nokkuð óvænt við liðinu síðasta haust og skilaði því í 11. sæti. Aðalmaðurinn í liði Leipzig er Viggó Kristjánsson. Hann var meiddur undir lok síðasta tímabils en snýr aftur á völlinn núna í haust. Í sumar fékk Leipzig Andra Má Rúnarsson, son Rúnars, til liðsins. Hann var einn besti leikmaður íslenska U-21 árs landsliðsins sem endaði í 3. sæti á HM í sumar. Bergischer Eftir að hafa leikið með Bergischer frá 2012 lagði Arnór Þór Gunnarsson skóna á hilluna í haust. Hann tók í kjölfarið við þjálfarastöðu hjá Bergischer sem endaði í 12. sæti þýsku deildarinnar á síðasta tímabili. Balingen Tveir Íslendingar leika með nýliðum Balingen, Oddur Gretarsson og Daníel Þór Ingason. Oddur hefur leikið með Balingen frá 2017 en Daníel kom fyrir tveimur árum. Þýska úrvalsdeildin í handbolta verður í beinni á Vodafone Sport í allan vetur.
Þýski handboltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni