Sjö íslensk mörk þegar Skara vann sigur í bikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 18:54 Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fimm mörk fyrir Skara í dag. Skara Íslendingaliðið Skara vann þriggja marka sigur á Torslanda þegar liðin mættust í sænsku bikarkeppninni í handknattleik í dag. Þrír íslenskir leikmenn spila með Skara. Sænska bikarkeppnin er að hluta til leikin í riðlakeppnisformi og spilaði Skara fyrsta leik sinn í riðlinum í dag þegar liðið mætti Torslanda. Aldís Ásta Heimisdóttir, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Katrín Tinna Jensdóttir eru allar á mála hjá Skara. Reglurnar í sænska bikarnum eru nokkuð sérstakar. Liðin í deildum 3-6 byrja leikinn á því að fá hraðaupphlaup til að fá mörk á töfluna. Lið Torslanda leikur tveimur deildum fyrir neðan Skara og fékk sex hraðaupphlaup sem þær nýttu. Staðan þegar sjálfur leikurinn fór af stað því 6-0 fyrir Torslanda. Gestirnir voru þó fljótir að koma sér inn í leikinn og náðu að jafna í stöðunni 10-10 þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Staðan í hálfleik var 17-16 Torslanda í vil. Í síðari hálfleik tók Skara yfirhöndina og komst meðal annars þremur mörkum yfir í stöðunni 24-21. Þær unnu að lokum 31-28 sigur og tryggði sér því mikilvæg stig í baráttunni um áframhaldandi sæti í bikarkeppninni. Aldís Ásta skoraði 5 mörk fyrir Skara í dag og Jóhanna skoraði þrjú. Katrín Tinna komst ekki á blað. Skara leikur næst á mánudaginn gegn Hallby sem einnig vann sigur í sínum leik í dag. Þá var Bertha Rut Harðardóttir í miklu stuði með liði sínu Kristianstad sem vann öruggan 39-17 sigur á Eslöv. Sænski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Sænska bikarkeppnin er að hluta til leikin í riðlakeppnisformi og spilaði Skara fyrsta leik sinn í riðlinum í dag þegar liðið mætti Torslanda. Aldís Ásta Heimisdóttir, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Katrín Tinna Jensdóttir eru allar á mála hjá Skara. Reglurnar í sænska bikarnum eru nokkuð sérstakar. Liðin í deildum 3-6 byrja leikinn á því að fá hraðaupphlaup til að fá mörk á töfluna. Lið Torslanda leikur tveimur deildum fyrir neðan Skara og fékk sex hraðaupphlaup sem þær nýttu. Staðan þegar sjálfur leikurinn fór af stað því 6-0 fyrir Torslanda. Gestirnir voru þó fljótir að koma sér inn í leikinn og náðu að jafna í stöðunni 10-10 þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Staðan í hálfleik var 17-16 Torslanda í vil. Í síðari hálfleik tók Skara yfirhöndina og komst meðal annars þremur mörkum yfir í stöðunni 24-21. Þær unnu að lokum 31-28 sigur og tryggði sér því mikilvæg stig í baráttunni um áframhaldandi sæti í bikarkeppninni. Aldís Ásta skoraði 5 mörk fyrir Skara í dag og Jóhanna skoraði þrjú. Katrín Tinna komst ekki á blað. Skara leikur næst á mánudaginn gegn Hallby sem einnig vann sigur í sínum leik í dag. Þá var Bertha Rut Harðardóttir í miklu stuði með liði sínu Kristianstad sem vann öruggan 39-17 sigur á Eslöv.
Sænski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni