Björk verðlaunuð fyrir Cornucopiu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2023 22:37 Björk flutti Cornucopiu meðal annars á Coachella tónlistarhátíðinni í vor. Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september. Björk hlýtur þau verðlaun fyrir Cornucopiu. Aðrir listamenn sem voru á úrtakslista eru BABYMETAL, Beebadoobee, MUNA og Reverend and the Makers. Verðlaunahátíðin hefur verið haldin síðan 2011 og verðlaunað ýmsa í tónlistarbransanum og má þar nefna Björk, Stormzy, Adele, The Prodigy, 4AD og marga fleiri. Markmið AIM samtakanna er að jafna stöðu sjálfstæðra tónlistarmanna og sjálfstæðra útgáfufyrirtækja á Englandi. Breska útgáfufyrirtækið One Little Independent er tilnefnt í flokknum besta sjálfstæða útgáfufyrirtækið en fyrirtækið hefur gefið út tónlist með Björk, Ásgeiri Trausta, Árnýju Margréti, Sykurmolunum og Kaktusi Einarssyni. Fyrsta september næstkomandi hefst Cornucopiu tónleikaferðalag Bjarkar um Evrópu. Fyrstu tónleikarnir munu fara fram í Lissabon, höfuðborg Portúgal. Nú þegar er uppselt á þrenna tónleika en Cornucopia hefur hlotið mikið lof áhorfenda um allan heim. View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Tónlist Björk Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Björk hlýtur þau verðlaun fyrir Cornucopiu. Aðrir listamenn sem voru á úrtakslista eru BABYMETAL, Beebadoobee, MUNA og Reverend and the Makers. Verðlaunahátíðin hefur verið haldin síðan 2011 og verðlaunað ýmsa í tónlistarbransanum og má þar nefna Björk, Stormzy, Adele, The Prodigy, 4AD og marga fleiri. Markmið AIM samtakanna er að jafna stöðu sjálfstæðra tónlistarmanna og sjálfstæðra útgáfufyrirtækja á Englandi. Breska útgáfufyrirtækið One Little Independent er tilnefnt í flokknum besta sjálfstæða útgáfufyrirtækið en fyrirtækið hefur gefið út tónlist með Björk, Ásgeiri Trausta, Árnýju Margréti, Sykurmolunum og Kaktusi Einarssyni. Fyrsta september næstkomandi hefst Cornucopiu tónleikaferðalag Bjarkar um Evrópu. Fyrstu tónleikarnir munu fara fram í Lissabon, höfuðborg Portúgal. Nú þegar er uppselt á þrenna tónleika en Cornucopia hefur hlotið mikið lof áhorfenda um allan heim. View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork)
Tónlist Björk Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira