Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Boði Logason skrifar 2. september 2023 09:01 Gunnar Bender ræðir við Harald við árbakkann í Þjórsá. Vísir Þættirnir Veiðin með Gunnari Bender hefja göngu sína á Vísi í dag en samtals verða þættirnir átta talsins og koma út alla laugardagsmorgna á Vísi. Í þáttunum fer Gunnar Bender með veiðimönnum í margar af helstu laxveiðiám landsins og útskýrir fyrir áhorfendum hver galdurinn er við að ná laxi á land. Gunnar Bender þarf vart að kynna enda eru fáir á Íslandi sem þekkja listina við að landa laxi betur en hann. Gunnar hefur verið í bransanum í tugi ára. „Ég er búinn að vera í þessu yfir 40 ár og byrjaði að veiða í rörinu hjá Júpiter og Mars,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Spurður hvað hann á við þegar hann nefnir pláneturnar tvær, útskýrir hann að svæðið sé fyrir framan gamla Íslandsbanka-húsið við Sæbrautina. „Þar veiddum við marhnúta og ufsa, vatnið var nú ekki eins mengað og það er núna,“ segir hann. Gunnar segir að í þáttunum fari þeir um víðan völl. „Við erum búnir að fylgjast með fullt af flottum veiðimönnum. Sumarið byrjaði ágætlega en svo dró heldur úr því. Það hefur lítið rignt en þetta er ný nálgun hjá okkur og áhorfendur mega búast við skemmtilegum og fróðlegum þáttum. Við fáum fílinginn alveg beint æð; hvernig það er að vera á árbakkanum með stóran lax á línunni,“ segir hann. Veiðitímabilinu er langt í frá lokið en Gunnar segir að menn séu að veiða langt fram í október. „Þetta er öðruvísi en það var, því loftlagsbreytingarnar hafa mikil áhrif. Það er miklu hlýrra lengur og þú getur fengið flottan sjóbirting alveg fram til 20. október. Fiskurinn hagar sér í takt við veðrið,“ segir Gunnar. Í fyrsta þætti hittir Gunnar landeigendur við Urriðafoss í Þjórsá en áin opnaði 1. júní síðastliðinn. Fyrsta þáttinn af Veiðinni með Gunnari Bender má nálgast í Sjónvarpi Vísis og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Veiðin með Gunnari Bender - 1. þáttur Stangveiði Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði
Í þáttunum fer Gunnar Bender með veiðimönnum í margar af helstu laxveiðiám landsins og útskýrir fyrir áhorfendum hver galdurinn er við að ná laxi á land. Gunnar Bender þarf vart að kynna enda eru fáir á Íslandi sem þekkja listina við að landa laxi betur en hann. Gunnar hefur verið í bransanum í tugi ára. „Ég er búinn að vera í þessu yfir 40 ár og byrjaði að veiða í rörinu hjá Júpiter og Mars,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Spurður hvað hann á við þegar hann nefnir pláneturnar tvær, útskýrir hann að svæðið sé fyrir framan gamla Íslandsbanka-húsið við Sæbrautina. „Þar veiddum við marhnúta og ufsa, vatnið var nú ekki eins mengað og það er núna,“ segir hann. Gunnar segir að í þáttunum fari þeir um víðan völl. „Við erum búnir að fylgjast með fullt af flottum veiðimönnum. Sumarið byrjaði ágætlega en svo dró heldur úr því. Það hefur lítið rignt en þetta er ný nálgun hjá okkur og áhorfendur mega búast við skemmtilegum og fróðlegum þáttum. Við fáum fílinginn alveg beint æð; hvernig það er að vera á árbakkanum með stóran lax á línunni,“ segir hann. Veiðitímabilinu er langt í frá lokið en Gunnar segir að menn séu að veiða langt fram í október. „Þetta er öðruvísi en það var, því loftlagsbreytingarnar hafa mikil áhrif. Það er miklu hlýrra lengur og þú getur fengið flottan sjóbirting alveg fram til 20. október. Fiskurinn hagar sér í takt við veðrið,“ segir Gunnar. Í fyrsta þætti hittir Gunnar landeigendur við Urriðafoss í Þjórsá en áin opnaði 1. júní síðastliðinn. Fyrsta þáttinn af Veiðinni með Gunnari Bender má nálgast í Sjónvarpi Vísis og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Veiðin með Gunnari Bender - 1. þáttur
Stangveiði Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði