Forstjórinn byrjar daginn á að leggjast aftur upp í rúm og á gaddadýnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. september 2023 10:00 Áður en Þórður Guðjónsson nýtur gæðastundar með eiginkonunni á morgnana og drekkur gott kaffi, liggur ann á Shakti-gaddadýnu í tíu mínútur og hlustar á jóga-nidra hugleiðslu. Vísir/Vilhelm Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segist vel gaddaður þegar hann fer fram úr og nýtur gæðastundar með eiginkonunni. Þá búinn að liggja á Shakti-gaddadýnu og hlusta á jóga-nidra hugleiðslu. EOS aðferðarfræðin í vinnunni er hans helsta skipulagstól. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vekjarinn er stilltur 6:45 en oftar en ekki er ég að vakna um sexleytið. Á yngri fullorðins árum var ég algjög B-týpa en í dag á ég á auðvelt með að vakna ferskur að morgni sem og að vaka lengur ef á þarf að halda.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Daginn byrja ég á að leggjast aftur uppí rúm en þá er Shakti-gaddadýnan komin undir mig, ligg ég á henni í um 10 mínútur og oftar en ekki er ég með 5-10 mínútna jóga-nidra hugleiðslu í eyrunum. Vel gaddaður fer ég svo fram múr og laga alvöru uppáhellt kaffi. Undirbúningur fyrir daginn er kominn á fullt og fer ég yfir daginn framundan meðan beðið er eftir að kaffið verði klárt. Við tekur svo gæðastund með eiginkonunni þar sem setið er saman í ró og næði og kaffi og kítló gosvatn er drukkið í mestu makindum. Fyrir nokkrum árum tamdi ég mér þann sið að miða við að fasta/borða samkvæmt 16/8, þar sem ég borða ekkert fram að hádegi og reyni að hætta að borða fyrir klukkan átta á kvöldin. Vinnudagurinn er samt formlega hafinn um leið og ég fer á fætur. Þegar ég keyri svo af stað frá Skaganum í höfuðstaðinn, rúmlega átta, þá nota ég tímann á leiðinni mjög gjarnan í símtöl, vinnutengd og persónuleg.“ Á skalanum 1-10 hversu mikill prakkari varstu sem gutti? „Ég var mjög uppátækjasamur sem krakki og leiksvæðið náði frá vita niður á Breið upp að Akrafjalli, en mestum tíma var samt varið á Merkurtúninu sérstaklega á sumrin. Það var ansi margt sem maður tók sér fyrir hendur og brallaði með vinunum. Við strákarnir voru mjög duglegir við að ýta hvor öðrum áfram og man hvor aðra í að gera eitthvað sem var ekki hættulaust. Eitt skiptið klifraði ég upp sementsstrompinn sáluga og náði upp að rauðastrikinu, en þegar ég kom niður þurfti að taka vel til fótanna þar sem starfsmenn í Sementinu höfðu tekið eftir mér og voru á leið að strompnum til að sækja mig. Þannig að vinur minn sem var með mér, slapp við að þurfa að reyna fara lengra en ég og var þetta aldrei aftur reynt, en útsýnið var stórkostlegt. Ég var þó aldrei stríðinn og hef alla tíð borið virðingu fyrir öðrum, þannig að ég átti mjög erfitt með að gera prakkarastrik sem fóru yfir strikið og ég vissi að myndu hafa afleiðingar fyrir þá sem urðu fyrir þeim, eða þá bara mig sjálfan.“ Þórður fastar daglega og borðar aðeins á milli hádegis og til klukkan átta á kvöldin. Í skipulagi notar hann Outlook en segir lykiltólið sitt þó fyrst og fremst vera EOS aðferðarfræðin sem Skeljungur styðst við til að passa að öll verkefni séu unnin í fyrirtækinu og í réttri röð.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Sumarið er tíminn í olíunni og því búið að vera mikið um að vera þessa dagana, enda allt á yfirsnúningi á Íslandi. Auk þess hefur mikill tími farið í áreiðinleikakönnun sem við hjá Skeljungi erum að vinna vegna sölu á Skeljungi inní nýtt félag sem mun bera nafnið Styrkás. Við hjónin verðum fimmtug á árinu og ákváðum við að þetta yrði ferða árið mikla. Við fórum með fjölskylduna til Ítalíu í vor og í vetur er verið að skipuleggja ferðir í tilefni áfangans með fjölskyldu og vinum og fer skemmtilegur tími að skipuleggja þær ferðir.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Fyrst og fremst nota ég Outlook til að skipuleggja mín daglegu störf. En aðaltólið sem ég nota til að ná utan um reksturinn hjá okkur og skipuleggja verkefni og starfsemi félagsins er EOS-aðferðarfræðin. Við notumst að fullu við þessa aðferðafræði og er hún að nýtast okkur mjög vel, en allt utan um hald fer síðan fram í online kerfi sem heitir Ninety.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Markmiðið á hverjum degi er að fara að sofa áður en ég verð of þreyttur. En ef ég horfi í klukkan þá er markmiðið að koma sér í beddann fyrir klukkan ellefu á kvöldin.“ Kaffispjallið Skel fjárfestingafélag Tengdar fréttir Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best. 8. júlí 2023 10:00 Á það til að „Asana“ yfir sig og til í minni rigningu en meiri sól Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara og einn stofnenda og eigenda, býr í Orlando með fjölskyldunni sinni og nýtir tímamismuninn klukkan fimm á morgnana fyrir símtöl til Íslands. Hann segir náttúrufegurðina á Íslandi magnaða en væri til í meiri sól og minni rigningu. Í Orlando er golfið áhugamál númer eitt. 1. júlí 2023 09:55 Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24. júní 2023 10:00 „Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17. júní 2023 10:01 „Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. 10. júní 2023 10:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vekjarinn er stilltur 6:45 en oftar en ekki er ég að vakna um sexleytið. Á yngri fullorðins árum var ég algjög B-týpa en í dag á ég á auðvelt með að vakna ferskur að morgni sem og að vaka lengur ef á þarf að halda.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Daginn byrja ég á að leggjast aftur uppí rúm en þá er Shakti-gaddadýnan komin undir mig, ligg ég á henni í um 10 mínútur og oftar en ekki er ég með 5-10 mínútna jóga-nidra hugleiðslu í eyrunum. Vel gaddaður fer ég svo fram múr og laga alvöru uppáhellt kaffi. Undirbúningur fyrir daginn er kominn á fullt og fer ég yfir daginn framundan meðan beðið er eftir að kaffið verði klárt. Við tekur svo gæðastund með eiginkonunni þar sem setið er saman í ró og næði og kaffi og kítló gosvatn er drukkið í mestu makindum. Fyrir nokkrum árum tamdi ég mér þann sið að miða við að fasta/borða samkvæmt 16/8, þar sem ég borða ekkert fram að hádegi og reyni að hætta að borða fyrir klukkan átta á kvöldin. Vinnudagurinn er samt formlega hafinn um leið og ég fer á fætur. Þegar ég keyri svo af stað frá Skaganum í höfuðstaðinn, rúmlega átta, þá nota ég tímann á leiðinni mjög gjarnan í símtöl, vinnutengd og persónuleg.“ Á skalanum 1-10 hversu mikill prakkari varstu sem gutti? „Ég var mjög uppátækjasamur sem krakki og leiksvæðið náði frá vita niður á Breið upp að Akrafjalli, en mestum tíma var samt varið á Merkurtúninu sérstaklega á sumrin. Það var ansi margt sem maður tók sér fyrir hendur og brallaði með vinunum. Við strákarnir voru mjög duglegir við að ýta hvor öðrum áfram og man hvor aðra í að gera eitthvað sem var ekki hættulaust. Eitt skiptið klifraði ég upp sementsstrompinn sáluga og náði upp að rauðastrikinu, en þegar ég kom niður þurfti að taka vel til fótanna þar sem starfsmenn í Sementinu höfðu tekið eftir mér og voru á leið að strompnum til að sækja mig. Þannig að vinur minn sem var með mér, slapp við að þurfa að reyna fara lengra en ég og var þetta aldrei aftur reynt, en útsýnið var stórkostlegt. Ég var þó aldrei stríðinn og hef alla tíð borið virðingu fyrir öðrum, þannig að ég átti mjög erfitt með að gera prakkarastrik sem fóru yfir strikið og ég vissi að myndu hafa afleiðingar fyrir þá sem urðu fyrir þeim, eða þá bara mig sjálfan.“ Þórður fastar daglega og borðar aðeins á milli hádegis og til klukkan átta á kvöldin. Í skipulagi notar hann Outlook en segir lykiltólið sitt þó fyrst og fremst vera EOS aðferðarfræðin sem Skeljungur styðst við til að passa að öll verkefni séu unnin í fyrirtækinu og í réttri röð.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Sumarið er tíminn í olíunni og því búið að vera mikið um að vera þessa dagana, enda allt á yfirsnúningi á Íslandi. Auk þess hefur mikill tími farið í áreiðinleikakönnun sem við hjá Skeljungi erum að vinna vegna sölu á Skeljungi inní nýtt félag sem mun bera nafnið Styrkás. Við hjónin verðum fimmtug á árinu og ákváðum við að þetta yrði ferða árið mikla. Við fórum með fjölskylduna til Ítalíu í vor og í vetur er verið að skipuleggja ferðir í tilefni áfangans með fjölskyldu og vinum og fer skemmtilegur tími að skipuleggja þær ferðir.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Fyrst og fremst nota ég Outlook til að skipuleggja mín daglegu störf. En aðaltólið sem ég nota til að ná utan um reksturinn hjá okkur og skipuleggja verkefni og starfsemi félagsins er EOS-aðferðarfræðin. Við notumst að fullu við þessa aðferðafræði og er hún að nýtast okkur mjög vel, en allt utan um hald fer síðan fram í online kerfi sem heitir Ninety.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Markmiðið á hverjum degi er að fara að sofa áður en ég verð of þreyttur. En ef ég horfi í klukkan þá er markmiðið að koma sér í beddann fyrir klukkan ellefu á kvöldin.“
Kaffispjallið Skel fjárfestingafélag Tengdar fréttir Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best. 8. júlí 2023 10:00 Á það til að „Asana“ yfir sig og til í minni rigningu en meiri sól Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara og einn stofnenda og eigenda, býr í Orlando með fjölskyldunni sinni og nýtir tímamismuninn klukkan fimm á morgnana fyrir símtöl til Íslands. Hann segir náttúrufegurðina á Íslandi magnaða en væri til í meiri sól og minni rigningu. Í Orlando er golfið áhugamál númer eitt. 1. júlí 2023 09:55 Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24. júní 2023 10:00 „Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17. júní 2023 10:01 „Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. 10. júní 2023 10:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best. 8. júlí 2023 10:00
Á það til að „Asana“ yfir sig og til í minni rigningu en meiri sól Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara og einn stofnenda og eigenda, býr í Orlando með fjölskyldunni sinni og nýtir tímamismuninn klukkan fimm á morgnana fyrir símtöl til Íslands. Hann segir náttúrufegurðina á Íslandi magnaða en væri til í meiri sól og minni rigningu. Í Orlando er golfið áhugamál númer eitt. 1. júlí 2023 09:55
Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24. júní 2023 10:00
„Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17. júní 2023 10:01
„Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. 10. júní 2023 10:00