Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 8. september 2023 11:48 Þetta sumar fer ekki í neinar metbækur hvað veiðina varðar Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum sýna að rigningin sem var orðin ansi kærkomin hefur komið ánum sem voru orðnar ansi vatnslitar í betra vatn og veiðin lyftist upp samhliða því. Það er augljós bati á veiðinni en það er alveg orðið ljóst að sumrinu verður sem slíku ekkert bjargað frá því að vera frá undir meðallagi víða í lélegt. Undantekning er vissulega með Hofsá, Selá og kannski Haffjarðará en aðrar ár eru ekki að skila þeirri veiði sem væntingar stóðu til miðað við góða opnun í mörgum ánum í byrjun sumars. Ytri Rangá er ennþá efst á listanum með 2.571 lax, Eystri Rangá er með 1.874 laxa en hún hefur verið ansi erfið í sumar því hún hefur verið lituð í ansi marga daga fyrst sökum hita og svo úrhellis. Þverá - Kjarrá er komin í 1.169 laxa og situr þar með í þriðja sætinu. Það er aftur á móti erfitt að horfa á veiðitölur úr mörgum af nafntoguðustu ánum en þær endurspegla ekki alltaf stöðuna í ánni. Margar af þessum ám sem voru í fjórar til fimm vikur í litlu vatni gáfu augljóslega lélega veiði á þessum tíma þrátt fyrir að það væri mikið af laxi í þeim og þar má nefna Laxá í Kjós sem dæmi. Veiðisumrinu líkur í hafbeitaránum í lok október en í lok september í náttúrulegu ánum svo það á eftir að bætast við veiðitölur en því miður verður það líklega ekkert sem lyftir þessu sumri úr status "vel undir meðal sumri". Listinn í heild sinni er á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óttast laxeldið Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Svipaður fjöldi umsókna og 2011 Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði
Það er augljós bati á veiðinni en það er alveg orðið ljóst að sumrinu verður sem slíku ekkert bjargað frá því að vera frá undir meðallagi víða í lélegt. Undantekning er vissulega með Hofsá, Selá og kannski Haffjarðará en aðrar ár eru ekki að skila þeirri veiði sem væntingar stóðu til miðað við góða opnun í mörgum ánum í byrjun sumars. Ytri Rangá er ennþá efst á listanum með 2.571 lax, Eystri Rangá er með 1.874 laxa en hún hefur verið ansi erfið í sumar því hún hefur verið lituð í ansi marga daga fyrst sökum hita og svo úrhellis. Þverá - Kjarrá er komin í 1.169 laxa og situr þar með í þriðja sætinu. Það er aftur á móti erfitt að horfa á veiðitölur úr mörgum af nafntoguðustu ánum en þær endurspegla ekki alltaf stöðuna í ánni. Margar af þessum ám sem voru í fjórar til fimm vikur í litlu vatni gáfu augljóslega lélega veiði á þessum tíma þrátt fyrir að það væri mikið af laxi í þeim og þar má nefna Laxá í Kjós sem dæmi. Veiðisumrinu líkur í hafbeitaránum í lok október en í lok september í náttúrulegu ánum svo það á eftir að bætast við veiðitölur en því miður verður það líklega ekkert sem lyftir þessu sumri úr status "vel undir meðal sumri". Listinn í heild sinni er á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óttast laxeldið Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Svipaður fjöldi umsókna og 2011 Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði