Nýliðarnir skelltu silfurliðinu frá því í fyrra Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 22:32 Haukar gengu án efa súrir af velli í Kópavoginum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar HK í Olís-deild karla í handknattleik komu mörgum á óvart í kvöld þegar þeir lögðu silfurlið Hauka frá því í fyrra í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld. Haukar fóru alla leið í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar í fyrra þar sem liðið beið lægri hlut eftir æsispennandi einvígi gegn ÍBV. Haukum gekk reyndar afleitlega í sjálfri deildakeppninni og var hársbreidd frá því að missa af úrslitakeppninni. Þar fór liðið hins vegar á flug og Haukar lögðu bæði Val og Aftureldingu áður en ÍBV stöðvaði för þeirra. Í kvöld mætti liðið nýliðum HK í fyrstu umferð Olís-deildarinnar en HK hefur verið hálfgert jójó-lið á milli efstu- og næstefstu deildar síðustu árin. Það var hins vegar ekki að sjá að HK væru að spila fyrsta leik sinn í Olís-deildinni í langan tíma. Liðið lenti 5-2 undir snemma leiks og Haukar voru með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleiknum. Vítaskot í súginn undir lokin Undir lok hálfleiksins tókst HK hins vegar að bíta frá sér og aðeins einu marki munaði í hálfleik, staðan þá 15-14 fyrir gestina úr Hafnarfirði. Í síðari hálfleik var síðan jafnt á nær öllum tölum til að byrja með. Liðin skiptust á forystunni en í stöðunni 23-23 skoruðu HK-ingar fjögur mörk gegn einu og munurinn skyndilega orðinn þrjú mörk. Þann mun létu Kópavogsbúar aldrei af hendi, þó Haukar hafi komist nærri því að jafna. Á lokasekúndunni fékk Guðmundur Bragi Ástþórsson tækifæri til að jafna metin af vítalínunni en Róbert Örn Karlsson í marki HK varði við gríðarlegan fögnuð sinna manna. Lokatölur 30-29 HK í vil sem þar með næla sér í tvö dýrmæt stig. Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 8, Júlíus Flosason 8, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 7, Kristján Ottó Hjálmsson, Kristján Pétur Barðason 2, Kristófer Ísak Bárðarson 1. Varin skot: Róbert Örn Karlsson 9 (1 víti), Sigurjón Guðmundsson 4. Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 9, Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Össur Haraldsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Úlfur Gunnar Kjartansson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1, Adam Haukur Baumruk 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarsson 10. Olís-deild karla Haukar HK Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Haukar fóru alla leið í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar í fyrra þar sem liðið beið lægri hlut eftir æsispennandi einvígi gegn ÍBV. Haukum gekk reyndar afleitlega í sjálfri deildakeppninni og var hársbreidd frá því að missa af úrslitakeppninni. Þar fór liðið hins vegar á flug og Haukar lögðu bæði Val og Aftureldingu áður en ÍBV stöðvaði för þeirra. Í kvöld mætti liðið nýliðum HK í fyrstu umferð Olís-deildarinnar en HK hefur verið hálfgert jójó-lið á milli efstu- og næstefstu deildar síðustu árin. Það var hins vegar ekki að sjá að HK væru að spila fyrsta leik sinn í Olís-deildinni í langan tíma. Liðið lenti 5-2 undir snemma leiks og Haukar voru með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleiknum. Vítaskot í súginn undir lokin Undir lok hálfleiksins tókst HK hins vegar að bíta frá sér og aðeins einu marki munaði í hálfleik, staðan þá 15-14 fyrir gestina úr Hafnarfirði. Í síðari hálfleik var síðan jafnt á nær öllum tölum til að byrja með. Liðin skiptust á forystunni en í stöðunni 23-23 skoruðu HK-ingar fjögur mörk gegn einu og munurinn skyndilega orðinn þrjú mörk. Þann mun létu Kópavogsbúar aldrei af hendi, þó Haukar hafi komist nærri því að jafna. Á lokasekúndunni fékk Guðmundur Bragi Ástþórsson tækifæri til að jafna metin af vítalínunni en Róbert Örn Karlsson í marki HK varði við gríðarlegan fögnuð sinna manna. Lokatölur 30-29 HK í vil sem þar með næla sér í tvö dýrmæt stig. Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 8, Júlíus Flosason 8, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 7, Kristján Ottó Hjálmsson, Kristján Pétur Barðason 2, Kristófer Ísak Bárðarson 1. Varin skot: Róbert Örn Karlsson 9 (1 víti), Sigurjón Guðmundsson 4. Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 9, Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Össur Haraldsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Úlfur Gunnar Kjartansson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1, Adam Haukur Baumruk 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarsson 10.
Olís-deild karla Haukar HK Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira