Eyjakonan átti stórleik þegar Metzingen rústaði Sport-Union Neckarsulm, 34-20. Sandra skoraði níu mörk í leiknum og gaf fjórar stoðsendingar.
Sandra er á sínu öðru tímabili með Metzingen en hún gekk í raðir liðsins frá Álaborg í Danmörku í fyrra. Á síðasta tímabili endaði Metzingen í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og komst í undanúrslit bikarkeppninnar.
Frammistaða Söndru veit á gott fyrir íslenska landsliðið sem tekur þátt á HM í lok árs. Ísland er þar í riðli með Frakklandi, Slóveníu og Angóla.