Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 15. september 2023 08:45 Jón Jónsson með glæsilega hausthrygnu úr Norðurá Haustið kom sterkt inn í Norðurá og Hofsá en báðar árnar eru núna komnar yfir 1.000 laxa og það er ólíklegt að það bætist í þann hóp. Eftir afar erfiða þurrkatíð á vesturlandi þar sem Norðurá komst niður í lægsta vatn síðan 2019 þá var hún fljót upp þegar það fór loksins að rigna. Hollið sem kallar sig Haustmenn tóku við ánni í gífurlegu vatni sem var sjatnandi en það eru líklega draumaaðstæðru veiðimanna á haustinn. Hollinu gekk mjög vel og veiðitölurnar skiluðu Norðurá yfir 1.000 laxa múrinn. Hofsá er í næsta sæti á listanum en veiði er ekki lokið þar svo hún gæti vel komist yfir Norðurá þegar allar tölur verða gerðar upp í lok sumars. Heildartalan í Hofsá er 1.009 laxar. Fyrstu lokatölurnar eru líka að berast og nú er komin lokatala í Haffjarðará en hún kláraði sumarið í 905 löxum sem er fín veiði. Veiði heldur áfram í sjálfbæru ánum fram í síðustu vikuna í september en eftir það er aðeins veitt í hafbeitaránum. Stangveiði Mest lesið Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Eftir afar erfiða þurrkatíð á vesturlandi þar sem Norðurá komst niður í lægsta vatn síðan 2019 þá var hún fljót upp þegar það fór loksins að rigna. Hollið sem kallar sig Haustmenn tóku við ánni í gífurlegu vatni sem var sjatnandi en það eru líklega draumaaðstæðru veiðimanna á haustinn. Hollinu gekk mjög vel og veiðitölurnar skiluðu Norðurá yfir 1.000 laxa múrinn. Hofsá er í næsta sæti á listanum en veiði er ekki lokið þar svo hún gæti vel komist yfir Norðurá þegar allar tölur verða gerðar upp í lok sumars. Heildartalan í Hofsá er 1.009 laxar. Fyrstu lokatölurnar eru líka að berast og nú er komin lokatala í Haffjarðará en hún kláraði sumarið í 905 löxum sem er fín veiði. Veiði heldur áfram í sjálfbæru ánum fram í síðustu vikuna í september en eftir það er aðeins veitt í hafbeitaránum.
Stangveiði Mest lesið Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði