„Tveir stórir karakterar í litlu herbergi, það getur oft endað illa“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. september 2023 17:00 Tónlistarmaðurinn Patrik situr staðfastur á toppi Íslenska listans á FM. Helgi Ómarsson „Þetta er smá fyndin saga,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason í samtali við blaðamann um hvernig lagið Skína varð til. Lagið situr á toppi Íslenska listans á FM þriðju vikuna í röð. „Ég og Logi (Luigi) vorum uppi í stúdíói að gera lagið HITIII Á KLÚBBNUM. Við vorum eiginlega búnir að klára það þegar við ákveðum að prófa að gera nýtt lag. Logi er mjög frekur náungi og hann á það til að taka míkrófóninn svolítið einn. Flestir sem maður er með í stúdíóinu passa að skiptast á með míkrófóninn og ég var búinn að leyfa Loga að vera á honum lengi að syngja einhverjar melódíur og gera eitthvað. Svo var komið að mínum tíma til að skína, að ég fengi að syngja eitthvað, og þá var hann alltaf að grípa inn í og trufla mig þannig að ég fór í smá svona fýlu. Af því ég fékk svo lítinn tíma á mic-num og þá snerist stúdíó sessionið yfir í það að ég var í fýlu og við aðeins að rífast.“ Patrik segir að því hafi þeir ekkert náð að meðtaka það sem var að gerast í stúdíóinu. Ingimar, pródúserinn þeirra, hafði þá ákveðið að skerast í leikinn. „Hann sagði bara heyrðu þið getið ekki verið saman. Þið verðið bara að koma í sitthvoru lagi því þið eruð tveir stórir karakterar hérna inni í litlu herbergi, það getur oft endað illa.“ Tæpir tveir mánuðir liðu og voru Patrik og Logi búnir að fara í sitt hvoru lagi upp í stúdíó að taka upp. „Einn daginn spyr Ingimar mig svo hvort hann megi sýna mér það sem hann og Logi hefðu gert daginn áður.“ View this post on Instagram A post shared by prettyboitjokko (@patrikatlason) Patrik samþykkti það og var í fyrstu ekki alveg seldur á það sem hann heyrði. Þangað til hann rekst á lag sem var skráð undir nafninu Skína. „Þá var Logi búinn að syngja þetta viðlag „Haltu áfram að skína. Og ég var bara holy shit þetta er geðveikt lag. Hvaða rugl var í okkur, við vorum ekki að fatta þetta. Ég bað Ingimar að hleypa mér á mic-inn til að gera eitthvað erindi. Úr því varð lagið Skína til. Þetta var erfið fæðing en sem betur fer fundum við þetta lag ofan í skúffu,“ segir Patrik léttur í bragði að lokum. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn Tónlist FM957 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég og Logi (Luigi) vorum uppi í stúdíói að gera lagið HITIII Á KLÚBBNUM. Við vorum eiginlega búnir að klára það þegar við ákveðum að prófa að gera nýtt lag. Logi er mjög frekur náungi og hann á það til að taka míkrófóninn svolítið einn. Flestir sem maður er með í stúdíóinu passa að skiptast á með míkrófóninn og ég var búinn að leyfa Loga að vera á honum lengi að syngja einhverjar melódíur og gera eitthvað. Svo var komið að mínum tíma til að skína, að ég fengi að syngja eitthvað, og þá var hann alltaf að grípa inn í og trufla mig þannig að ég fór í smá svona fýlu. Af því ég fékk svo lítinn tíma á mic-num og þá snerist stúdíó sessionið yfir í það að ég var í fýlu og við aðeins að rífast.“ Patrik segir að því hafi þeir ekkert náð að meðtaka það sem var að gerast í stúdíóinu. Ingimar, pródúserinn þeirra, hafði þá ákveðið að skerast í leikinn. „Hann sagði bara heyrðu þið getið ekki verið saman. Þið verðið bara að koma í sitthvoru lagi því þið eruð tveir stórir karakterar hérna inni í litlu herbergi, það getur oft endað illa.“ Tæpir tveir mánuðir liðu og voru Patrik og Logi búnir að fara í sitt hvoru lagi upp í stúdíó að taka upp. „Einn daginn spyr Ingimar mig svo hvort hann megi sýna mér það sem hann og Logi hefðu gert daginn áður.“ View this post on Instagram A post shared by prettyboitjokko (@patrikatlason) Patrik samþykkti það og var í fyrstu ekki alveg seldur á það sem hann heyrði. Þangað til hann rekst á lag sem var skráð undir nafninu Skína. „Þá var Logi búinn að syngja þetta viðlag „Haltu áfram að skína. Og ég var bara holy shit þetta er geðveikt lag. Hvaða rugl var í okkur, við vorum ekki að fatta þetta. Ég bað Ingimar að hleypa mér á mic-inn til að gera eitthvað erindi. Úr því varð lagið Skína til. Þetta var erfið fæðing en sem betur fer fundum við þetta lag ofan í skúffu,“ segir Patrik léttur í bragði að lokum. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn Tónlist FM957 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira