„Höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. september 2023 17:17 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur á svip 0-2 tap á heimavelli gegn Þór/KA. Þróttur missti þar af gullnu tækifæri til að koma sér upp fyrir Breiðablik og blanda sér í baráttuna um Evrópusætið. „Þór/KA voru bara betri en við í dag, þær komu inn í þennan leik af meiri ákefð og orku. Við mættum þeim ekki almennilega fyrr en við lentum undir. Fyrri hálfleikurinn var góður, bæði lið áttu nokkur góð tækifæri og héldu ágætlega í boltann. En við vorum langt frá okkar besta í dag“ sagði Nik strax að leik loknum. Með sigri í dag hefði Þróttur farið upp fyrir Breiðablik og jafnað Stjörnuna að stigum í 2./3. sæti deildarinnar. „Það er mest svekkjandi við þetta. Við höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna, Þór/KA á samt allt hrós skilið, þær voru betri en við í dag.“ Þróttur hefur spilað vel í úrslitakeppninni og náð í tvo góða sigra gegn Breiðablik og FH. Þrátt fyrir það virtist liðið ekki með mikið sjálfstraust á boltanum í dag. „Sammála því, mér fannst við byrja þennan leik vel en svo gerðum við nokkur klaufaleg mistök með boltann og náðum okkur ekki almennilega á strik. Maður bjóst við að sjá aðeins meira sjálfstraust í liðinu, sérstaklega á heimavelli, en formið okkar hefur reyndar ekki verið nógu gott á heimavelli í sumar.“ Nú tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé áður en síðustu tveir leikir deildarinnar fara fram. Þar mætir Þróttur Íslandsmeisturum Vals og Stjörnunni sem situr í 2. sætinu. „Tveir erfiðir leikir, alveg eins og síðustu leikir hafa verið. Allir leikir eru barátta, sem er gott, þannig að ég býst ekki við neinni breytingu á því og vonandi getum við endað þetta vel“ sagði Nik að lokum. Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur 0 - 2 Þór/KA | Norðanstúlkur sækja sigurinn og Þróttur missir af þriðja sætinu 17. september 2023 13:15 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira
„Þór/KA voru bara betri en við í dag, þær komu inn í þennan leik af meiri ákefð og orku. Við mættum þeim ekki almennilega fyrr en við lentum undir. Fyrri hálfleikurinn var góður, bæði lið áttu nokkur góð tækifæri og héldu ágætlega í boltann. En við vorum langt frá okkar besta í dag“ sagði Nik strax að leik loknum. Með sigri í dag hefði Þróttur farið upp fyrir Breiðablik og jafnað Stjörnuna að stigum í 2./3. sæti deildarinnar. „Það er mest svekkjandi við þetta. Við höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna, Þór/KA á samt allt hrós skilið, þær voru betri en við í dag.“ Þróttur hefur spilað vel í úrslitakeppninni og náð í tvo góða sigra gegn Breiðablik og FH. Þrátt fyrir það virtist liðið ekki með mikið sjálfstraust á boltanum í dag. „Sammála því, mér fannst við byrja þennan leik vel en svo gerðum við nokkur klaufaleg mistök með boltann og náðum okkur ekki almennilega á strik. Maður bjóst við að sjá aðeins meira sjálfstraust í liðinu, sérstaklega á heimavelli, en formið okkar hefur reyndar ekki verið nógu gott á heimavelli í sumar.“ Nú tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé áður en síðustu tveir leikir deildarinnar fara fram. Þar mætir Þróttur Íslandsmeisturum Vals og Stjörnunni sem situr í 2. sætinu. „Tveir erfiðir leikir, alveg eins og síðustu leikir hafa verið. Allir leikir eru barátta, sem er gott, þannig að ég býst ekki við neinni breytingu á því og vonandi getum við endað þetta vel“ sagði Nik að lokum.
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur 0 - 2 Þór/KA | Norðanstúlkur sækja sigurinn og Þróttur missir af þriðja sætinu 17. september 2023 13:15 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira
Leik lokið: Þróttur 0 - 2 Þór/KA | Norðanstúlkur sækja sigurinn og Þróttur missir af þriðja sætinu 17. september 2023 13:15