Evrópa hélt titlinum eftir dramatík í Andalúsíu Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 22:31 Lið Evrópu fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Lið Evrópu heldur Solheim bikarnum í tvö ár til viðbótar eftir að hafa haldið jöfnu gegn úrvalsliði Bandaríkjanna í dag. Það var mikil spenna fyrir lokadaginn í Solheim bikarnum í dag enda bæði lið með 8 stig eftir fyrstu tvo dagana. Hin írska Leona Maguire náði fyrsta stigi dagsins með öruggum sigri á Rose Zhang 4&3 og varafyrirliðinn Anna Nordqvist frá Svíþjóð vann einnig sinn leik og kom Evrópu tveimur stigum yfir samanlagt. Bandaríkin unnu hins vegar næstu leiki og voru komnir 13-11 yfir með fjóra leiki í gangi á vellinum. Reglur Solheim-bikarsins eru þær sömu og í Ryder bikarnum, það lið sem er ríkjandi meistari dugir jafntefli til að halda bikarnum innan sinna raða. A massive, massive moment.Caroline Hedwall goes 1UP heading to the 18th #TeamEurope | #SolheimCup pic.twitter.com/tLfEc5hPqv— Ladies European Tour (@LETgolf) September 24, 2023 Dramatíkin var mikil í leik hinnar sænsku Caroline Hedwall og Ally Ewing. Hin bandaríska Ewing var þremur stigum yfir þegar sex holur voru eftir en Hedwall vann fimm af síðustu sex og tryggði sér sigur í viðureigninni. Maja Stark frá Svíþjóð vann sína viðureign gegn Allisen Corpuz og jafnaði metin og en Lexi Thompson vann viðureign sína gegn Emily Pedersen og kom Bandaríkjunum í 14-13 forystu. Því voru öll augu á leik Carlota Ciganda og Nelly Corda. Þar spilaði hin spænska Ciganda frábærlega undir lokin. Hún átti frábær högg bæði á 16. og 17. holu og tryggði sér sigurinn með fugli á þeirri síðarnefndu. Það dugði Evrópu til að halda titlinum og mikill fögnuður braust út í Andalúsíu á Spáni þar sem mótið fór fram. THE HOMETOWN HERO!!! Carlota Ciganda keeps the Solheim Cup in Europe!#SolheimCup2023 pic.twitter.com/mus7x6q77H— LPGA (@LPGA) September 24, 2023 „Ég er ekki með margar tilfinningar núna. Ég er svo ánægð að gera þetta fyrir Suzann (Petterson, fyrirliða Evrópuliðsins) og Spán. Ég er svo stolt og svo ánægð. Allir hér eru ein fjölskylda, spænsku áhorfendurnir eru stórkostlegir,“ sagði Ciganda sem vann allar viðureignir sínar á heimavelli í mótinu. Golf Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Það var mikil spenna fyrir lokadaginn í Solheim bikarnum í dag enda bæði lið með 8 stig eftir fyrstu tvo dagana. Hin írska Leona Maguire náði fyrsta stigi dagsins með öruggum sigri á Rose Zhang 4&3 og varafyrirliðinn Anna Nordqvist frá Svíþjóð vann einnig sinn leik og kom Evrópu tveimur stigum yfir samanlagt. Bandaríkin unnu hins vegar næstu leiki og voru komnir 13-11 yfir með fjóra leiki í gangi á vellinum. Reglur Solheim-bikarsins eru þær sömu og í Ryder bikarnum, það lið sem er ríkjandi meistari dugir jafntefli til að halda bikarnum innan sinna raða. A massive, massive moment.Caroline Hedwall goes 1UP heading to the 18th #TeamEurope | #SolheimCup pic.twitter.com/tLfEc5hPqv— Ladies European Tour (@LETgolf) September 24, 2023 Dramatíkin var mikil í leik hinnar sænsku Caroline Hedwall og Ally Ewing. Hin bandaríska Ewing var þremur stigum yfir þegar sex holur voru eftir en Hedwall vann fimm af síðustu sex og tryggði sér sigur í viðureigninni. Maja Stark frá Svíþjóð vann sína viðureign gegn Allisen Corpuz og jafnaði metin og en Lexi Thompson vann viðureign sína gegn Emily Pedersen og kom Bandaríkjunum í 14-13 forystu. Því voru öll augu á leik Carlota Ciganda og Nelly Corda. Þar spilaði hin spænska Ciganda frábærlega undir lokin. Hún átti frábær högg bæði á 16. og 17. holu og tryggði sér sigurinn með fugli á þeirri síðarnefndu. Það dugði Evrópu til að halda titlinum og mikill fögnuður braust út í Andalúsíu á Spáni þar sem mótið fór fram. THE HOMETOWN HERO!!! Carlota Ciganda keeps the Solheim Cup in Europe!#SolheimCup2023 pic.twitter.com/mus7x6q77H— LPGA (@LPGA) September 24, 2023 „Ég er ekki með margar tilfinningar núna. Ég er svo ánægð að gera þetta fyrir Suzann (Petterson, fyrirliða Evrópuliðsins) og Spán. Ég er svo stolt og svo ánægð. Allir hér eru ein fjölskylda, spænsku áhorfendurnir eru stórkostlegir,“ sagði Ciganda sem vann allar viðureignir sínar á heimavelli í mótinu.
Golf Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira