Rúnar: Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 14:15 KR-ingurinn Olav Öby og Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson elta boltann í síðasta leik liðanna. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar heimsækja Stjörnuna í kvöld í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og verða helst að vinna ætli þeir sér að vera með í Evrópukeppni næsta sumar. KR er þremur stigum á eftir Stjörnunni og þar með þremur stigum frá fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópu. „Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í samtali við Val Pál Eiríksson. KR hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni, fyrst á móti ÍBV og svo á móti Víkingi og Val. Allir leikirnir hafa endað 2-2. Rúnar Kristinsson er sáttur með stöðuna á KR-liðinu og sér stíganda hjá sínu liði.Vísir/Anton „Við þurfum að reyna að verja markið okkar betur en að sama skapi erum við búnir að vera að skora mörk á móti þessum bestu liðum. Við þurfum að finna jafnvægi á milli þess að sækja og verjast. Verjast betur og halda áfram að sækja vel og þá getum við unnið Stjörnuna eins og önnur lið,“ sagði Rúnar. Stjörnuliðið hefur verið á siglingu seinni hluta tímabilsins og öflugir síðustu vikur. „Stjarnan er með gott lið og margir ungir strákar hjá þeim. Þeir eru búnir að standa sig mjög vel. Við erum búnir að spila við þá þrisvar sinnum í sumar, vinna tvisvar og tapa einu sinni. Við förum bara brattir í Garðabæinn en þetta er bara enn einn úrslitaleikurinn í þessari úrslitakeppni. Við verðum bara að fókusa á hann og fókusa á okkur sjálfa. Reyna gera vel til að ná í úrslit,“ sagði Rúnar. „Við vitum að við þurfum alltaf eitt stig og helst þrjú. Stjarnan þarf líka á stigunum að halda í þessari baráttu sem er í kvöld og fram undan,“ sagði Rúnar. „Þetta er fjórði leikurinn sem við spilum við þá í sumar og liðin þekkja hvort annað mjög vel. Það er ekki langt síðan við fórum í Garðabæinn og töpuðum á móti þeim. Við þurfum að laga ýmislegt frá þeim leik,“ sagði Rúnar. „Þetta snýst um dagsform, að finna rétta hugarfarið og fá menn til að trúa á það sem við erum að gera. Mér finnst vera búinn að vera fínn stígandi í þessu hjá okkur undanfarið. Við erum búnir að vera spila ágætlega og ég held að það sé sjálfstraust í liðinu,“ sagði Rúnar. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30. KR Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Sjá meira
KR er þremur stigum á eftir Stjörnunni og þar með þremur stigum frá fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópu. „Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í samtali við Val Pál Eiríksson. KR hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni, fyrst á móti ÍBV og svo á móti Víkingi og Val. Allir leikirnir hafa endað 2-2. Rúnar Kristinsson er sáttur með stöðuna á KR-liðinu og sér stíganda hjá sínu liði.Vísir/Anton „Við þurfum að reyna að verja markið okkar betur en að sama skapi erum við búnir að vera að skora mörk á móti þessum bestu liðum. Við þurfum að finna jafnvægi á milli þess að sækja og verjast. Verjast betur og halda áfram að sækja vel og þá getum við unnið Stjörnuna eins og önnur lið,“ sagði Rúnar. Stjörnuliðið hefur verið á siglingu seinni hluta tímabilsins og öflugir síðustu vikur. „Stjarnan er með gott lið og margir ungir strákar hjá þeim. Þeir eru búnir að standa sig mjög vel. Við erum búnir að spila við þá þrisvar sinnum í sumar, vinna tvisvar og tapa einu sinni. Við förum bara brattir í Garðabæinn en þetta er bara enn einn úrslitaleikurinn í þessari úrslitakeppni. Við verðum bara að fókusa á hann og fókusa á okkur sjálfa. Reyna gera vel til að ná í úrslit,“ sagði Rúnar. „Við vitum að við þurfum alltaf eitt stig og helst þrjú. Stjarnan þarf líka á stigunum að halda í þessari baráttu sem er í kvöld og fram undan,“ sagði Rúnar. „Þetta er fjórði leikurinn sem við spilum við þá í sumar og liðin þekkja hvort annað mjög vel. Það er ekki langt síðan við fórum í Garðabæinn og töpuðum á móti þeim. Við þurfum að laga ýmislegt frá þeim leik,“ sagði Rúnar. „Þetta snýst um dagsform, að finna rétta hugarfarið og fá menn til að trúa á það sem við erum að gera. Mér finnst vera búinn að vera fínn stígandi í þessu hjá okkur undanfarið. Við erum búnir að vera spila ágætlega og ég held að það sé sjálfstraust í liðinu,“ sagði Rúnar. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30.
KR Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Sjá meira