Rúnar: Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 14:15 KR-ingurinn Olav Öby og Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson elta boltann í síðasta leik liðanna. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar heimsækja Stjörnuna í kvöld í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og verða helst að vinna ætli þeir sér að vera með í Evrópukeppni næsta sumar. KR er þremur stigum á eftir Stjörnunni og þar með þremur stigum frá fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópu. „Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í samtali við Val Pál Eiríksson. KR hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni, fyrst á móti ÍBV og svo á móti Víkingi og Val. Allir leikirnir hafa endað 2-2. Rúnar Kristinsson er sáttur með stöðuna á KR-liðinu og sér stíganda hjá sínu liði.Vísir/Anton „Við þurfum að reyna að verja markið okkar betur en að sama skapi erum við búnir að vera að skora mörk á móti þessum bestu liðum. Við þurfum að finna jafnvægi á milli þess að sækja og verjast. Verjast betur og halda áfram að sækja vel og þá getum við unnið Stjörnuna eins og önnur lið,“ sagði Rúnar. Stjörnuliðið hefur verið á siglingu seinni hluta tímabilsins og öflugir síðustu vikur. „Stjarnan er með gott lið og margir ungir strákar hjá þeim. Þeir eru búnir að standa sig mjög vel. Við erum búnir að spila við þá þrisvar sinnum í sumar, vinna tvisvar og tapa einu sinni. Við förum bara brattir í Garðabæinn en þetta er bara enn einn úrslitaleikurinn í þessari úrslitakeppni. Við verðum bara að fókusa á hann og fókusa á okkur sjálfa. Reyna gera vel til að ná í úrslit,“ sagði Rúnar. „Við vitum að við þurfum alltaf eitt stig og helst þrjú. Stjarnan þarf líka á stigunum að halda í þessari baráttu sem er í kvöld og fram undan,“ sagði Rúnar. „Þetta er fjórði leikurinn sem við spilum við þá í sumar og liðin þekkja hvort annað mjög vel. Það er ekki langt síðan við fórum í Garðabæinn og töpuðum á móti þeim. Við þurfum að laga ýmislegt frá þeim leik,“ sagði Rúnar. „Þetta snýst um dagsform, að finna rétta hugarfarið og fá menn til að trúa á það sem við erum að gera. Mér finnst vera búinn að vera fínn stígandi í þessu hjá okkur undanfarið. Við erum búnir að vera spila ágætlega og ég held að það sé sjálfstraust í liðinu,“ sagði Rúnar. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30. KR Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
KR er þremur stigum á eftir Stjörnunni og þar með þremur stigum frá fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópu. „Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í samtali við Val Pál Eiríksson. KR hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni, fyrst á móti ÍBV og svo á móti Víkingi og Val. Allir leikirnir hafa endað 2-2. Rúnar Kristinsson er sáttur með stöðuna á KR-liðinu og sér stíganda hjá sínu liði.Vísir/Anton „Við þurfum að reyna að verja markið okkar betur en að sama skapi erum við búnir að vera að skora mörk á móti þessum bestu liðum. Við þurfum að finna jafnvægi á milli þess að sækja og verjast. Verjast betur og halda áfram að sækja vel og þá getum við unnið Stjörnuna eins og önnur lið,“ sagði Rúnar. Stjörnuliðið hefur verið á siglingu seinni hluta tímabilsins og öflugir síðustu vikur. „Stjarnan er með gott lið og margir ungir strákar hjá þeim. Þeir eru búnir að standa sig mjög vel. Við erum búnir að spila við þá þrisvar sinnum í sumar, vinna tvisvar og tapa einu sinni. Við förum bara brattir í Garðabæinn en þetta er bara enn einn úrslitaleikurinn í þessari úrslitakeppni. Við verðum bara að fókusa á hann og fókusa á okkur sjálfa. Reyna gera vel til að ná í úrslit,“ sagði Rúnar. „Við vitum að við þurfum alltaf eitt stig og helst þrjú. Stjarnan þarf líka á stigunum að halda í þessari baráttu sem er í kvöld og fram undan,“ sagði Rúnar. „Þetta er fjórði leikurinn sem við spilum við þá í sumar og liðin þekkja hvort annað mjög vel. Það er ekki langt síðan við fórum í Garðabæinn og töpuðum á móti þeim. Við þurfum að laga ýmislegt frá þeim leik,“ sagði Rúnar. „Þetta snýst um dagsform, að finna rétta hugarfarið og fá menn til að trúa á það sem við erum að gera. Mér finnst vera búinn að vera fínn stígandi í þessu hjá okkur undanfarið. Við erum búnir að vera spila ágætlega og ég held að það sé sjálfstraust í liðinu,“ sagði Rúnar. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30.
KR Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn