Hinn norski Viktor Hovland, sem fór holu í höggi á æfingu í gær, tryggði Evrópuliðinu eitt af þessum jafnteflum með pútti á 18. holu. Hovland náði þá fugli á brautinni og jafntefli í viðureign hans og Tyrrell Hatton gegn Justin Thomas og Jordan Spieth.
VIKTOR HOVLAND!!! #TeamEurope | #RyderCup pic.twitter.com/KCe0pWZn5Y
— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 29, 2023
Rory McIlroy og Matt Fitzpatrick tryggðu Evrópu fimmta sigur dagsins í fyrsta einvígi síðdegsins nokkuð örugglega þegar þeir lögðu Collin Morikawa og Xander Schauffele örugglega og þurftu aðeins að spila 15 holur til að tryggja sigurinn. Fitzpatrick fór algjörlega á kostum og náði m.a. í örn á 5. braut.
Fitzy's on fire @MattFitz94 eagles the fifth.#TeamEurope | #RyderCup pic.twitter.com/WcKHU3nl4Q
— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 29, 2023
Evrópumenn leiða því með sex og hálfan vinning gegn einum og hálfum eftir fyrsta dag mótsins, en leikið verður bæði á morgun laugardag og á sunnudaginn. Alls þarf fjórtán stig til að vinna en Bandaríkjamenn eiga titil að verja. Titilvörnin þeirra byrjar ekki vel en Evrópa hefur ekki tapað móti á heimavelli síðan árið 1993
Ryder bikarinn verður sýndur í beinni útsendingu alla helgina á Vodafone Sport.