Ryder bikarinn: Hovland og Åberg með sögulegan sigur Siggeir Ævarsson skrifar 30. september 2023 10:14 Viktor Hovland og Ludvig Aberg fóru á kostum í morgun Vísir/Getty Yfirburðir Evrópuliðsins halda áfram í Ryder bikarnum en þeir Viktor Hovland og Ludvig Åberg unnu sögulegan sigur í morgun þegar þeir kláruðu sinn leik á ellefu holum. Hovald og Åberg öttu kappi við Scottie Scheffler og Brooks Koepka þar sem Evrópumennirnir unnu fjórar fyrstu holurnar. Næstu þrjár voru jafnar og spennandi og Bandaríkjamennirnir virtust vera að ná sér á strik en þá tók við glæsilegur kafli hjá Evrópumönnunum sem fóru næstu fjórar holur allar á fugli meðan Scheffler og Koepka voru ýmist á pari eða einu yfir. Leiknum var því lokið eftir aðeins ellefu holur en aldrei í sögu Ryder bikarins hefur viðureign unnist á jafn miklum mun. Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, virtist taka tapið mjög nærri sér en hann felldi tár og virtist vera í miklu tilfinningalegu uppnámi. This is what it means.#RyderCup | #GoUSA pic.twitter.com/LyVC6vaUj0— Ryder Cup USA (@RyderCupUSA) September 30, 2023 Þetta var önnur viðureign dagsins en Evrópuliðið vann fyrstu viðureign dagsins naumlega þar sem úrslitin réðust á 17. holu. Max Homa og Brian Harman færðu Bandaríkjunum fyrsta sigur dagsins í þriðju viðureigninni en Evrópuliðið komst aftur á beinu brautina í lokaviðureign fyrri umferðar dagsins. Jon Rahm var aftur hársbreidd frá því að fara holu í höggi en hann og Tyrrell Hatton lögðu Patrick Cantlay og Xander Schauffele í spennandi einvígi þar sem Evrópumennirnir kláruðu dæmið á 16. og 17 holu eftir sterka frammistöðu frá Bandaríkjunum á seinni hluta vallarins. JON RAHM!!! #TeamEurope pic.twitter.com/Fa0ZUH4hwZ— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 30, 2023 Evrópuliðið leiðir því með 9,5 stig gegn 2,5 stigi Bandaríkjanna eftir fyrri umferð dagsins. Keppni hefst á ný innan stundar þar sem Viktor Hovland og Ludvig Åberg etja kappi við Sam Burns og Collin Morikawa. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Hovald og Åberg öttu kappi við Scottie Scheffler og Brooks Koepka þar sem Evrópumennirnir unnu fjórar fyrstu holurnar. Næstu þrjár voru jafnar og spennandi og Bandaríkjamennirnir virtust vera að ná sér á strik en þá tók við glæsilegur kafli hjá Evrópumönnunum sem fóru næstu fjórar holur allar á fugli meðan Scheffler og Koepka voru ýmist á pari eða einu yfir. Leiknum var því lokið eftir aðeins ellefu holur en aldrei í sögu Ryder bikarins hefur viðureign unnist á jafn miklum mun. Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, virtist taka tapið mjög nærri sér en hann felldi tár og virtist vera í miklu tilfinningalegu uppnámi. This is what it means.#RyderCup | #GoUSA pic.twitter.com/LyVC6vaUj0— Ryder Cup USA (@RyderCupUSA) September 30, 2023 Þetta var önnur viðureign dagsins en Evrópuliðið vann fyrstu viðureign dagsins naumlega þar sem úrslitin réðust á 17. holu. Max Homa og Brian Harman færðu Bandaríkjunum fyrsta sigur dagsins í þriðju viðureigninni en Evrópuliðið komst aftur á beinu brautina í lokaviðureign fyrri umferðar dagsins. Jon Rahm var aftur hársbreidd frá því að fara holu í höggi en hann og Tyrrell Hatton lögðu Patrick Cantlay og Xander Schauffele í spennandi einvígi þar sem Evrópumennirnir kláruðu dæmið á 16. og 17 holu eftir sterka frammistöðu frá Bandaríkjunum á seinni hluta vallarins. JON RAHM!!! #TeamEurope pic.twitter.com/Fa0ZUH4hwZ— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 30, 2023 Evrópuliðið leiðir því með 9,5 stig gegn 2,5 stigi Bandaríkjanna eftir fyrri umferð dagsins. Keppni hefst á ný innan stundar þar sem Viktor Hovland og Ludvig Åberg etja kappi við Sam Burns og Collin Morikawa.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira