Evrópska liðið hafi fengið að blómstra í fjarveru LIV-kylfingana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. október 2023 23:31 Rory McIlroy segir að aðrir kylfingar hafi fengið að njóta sín nú þegar LIV-kylfingarnir voru ekki með. Vísir/Getty Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, segir að evrópska liðið hafi fengið að blómstra í Ryder-bikarnum í golfi sem fram fór um síðustu helgi í fjarveri stórra persónuleika sem færðu sig yfir á hina umdeildu LIV-mótaröð. Evrópska liðið fagnaði fræknum sigri gegn því bandaríska í Ryder-bikarnum sem fram fór í Róm um liðna helgi, þrátt fyrir að hafa verið án þeirra Sergio Garcia, Lee Westwood og Ian Poulter, sem allir hafa verið lykilmenn í evrópska liðinu undanfarin ár. Garcia er sá kylfingur sem hefur fengið flest stig í Ryder-bikarnum fyrir evrópska liðið á ferlinum, eða 28 og hálft. Þá hefur Westwood nælt í 24 stig og Poulter fékk viðurnefnið „The Postman“ vegna þess að hann skilaði alltaf sínu. Garcia, Westwood og Poulter fengu hins vegar ekki sæti í evrópska liðinu eftir að þeir sögðu skilið við Evrópumótaröðina, DP World Tour, og færðu sig yfir á hina umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. „Það er nýtt tímabil framundan og það lítur bara ansi vel út,“ sagði McIlroy fyrr í dag. „Það að hafa ekki þessa stóru persónuleika í liðinu leyfði öðrum að fá tækifæri til að blómstra og skína. Viktor Hovland, Jon Rahm og ég.“ „Þeir hafa átt ótrúlegan feril í Ryder-bikarnum en þeir tóku sína ákvörðun. Þeir náðu samt að gera ótrúlega mikið og þð getur enginn tekið af þeim það sem þeir gerðu fyrir evrópska liðið.“ Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Evrópska liðið fagnaði fræknum sigri gegn því bandaríska í Ryder-bikarnum sem fram fór í Róm um liðna helgi, þrátt fyrir að hafa verið án þeirra Sergio Garcia, Lee Westwood og Ian Poulter, sem allir hafa verið lykilmenn í evrópska liðinu undanfarin ár. Garcia er sá kylfingur sem hefur fengið flest stig í Ryder-bikarnum fyrir evrópska liðið á ferlinum, eða 28 og hálft. Þá hefur Westwood nælt í 24 stig og Poulter fékk viðurnefnið „The Postman“ vegna þess að hann skilaði alltaf sínu. Garcia, Westwood og Poulter fengu hins vegar ekki sæti í evrópska liðinu eftir að þeir sögðu skilið við Evrópumótaröðina, DP World Tour, og færðu sig yfir á hina umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. „Það er nýtt tímabil framundan og það lítur bara ansi vel út,“ sagði McIlroy fyrr í dag. „Það að hafa ekki þessa stóru persónuleika í liðinu leyfði öðrum að fá tækifæri til að blómstra og skína. Viktor Hovland, Jon Rahm og ég.“ „Þeir hafa átt ótrúlegan feril í Ryder-bikarnum en þeir tóku sína ákvörðun. Þeir náðu samt að gera ótrúlega mikið og þð getur enginn tekið af þeim það sem þeir gerðu fyrir evrópska liðið.“
Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira