Vinskapur nafnanna settur til hliðar í dag: „Ábyggilega furðulegt fyrir hann“ Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2023 12:30 Vinirnir Ragnar Sigurðsson (þjálfari Fram) og Ragnar Bragi Sveinsson (fyrirliði Fylkis) mætast í mikilvægum leik í lokaumferð Bestu deildarinnar í dag Vísir/Samsett mynd Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir þægilegt fyrir sitt lið að vita að það hafi örlögin í sínum höndum fyrir mikilvægan leik gegn Fram í einum af fallbaráttuslag dagsins í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, er uppalinn Fylkismaður og vinur Ragnars Braga sem telur furðulega stöðu blasa við vini sínum. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður hörku leikur,“ segir Ragnar Bragi í samtali við Vísi. „Það er flott veður og mér skilst að það verði fullt af fólki á vellinum í dag. Þetta verður bara stemning.“ Það ræðst í dag hvaða lið fellur með Keflavík úr Bestu deildinni. Fyrir leiki dagsins í lokaumferðinni eru fjögur lið: Fram, HK, Fylkir og ÍBV, í fallhættu en viðureign Fylkis og Fram á Wurth-vellinum í Árbænum, er eini leikur dagsins þar sem bæði lið eiga á hættu á að falla. „Þetta er auðvitað bara, eins og flestir vita, bara mjög spennandi,“ segir Ragnar Bragi, aðspurður um hvernig sé að fara inn í svona leik þar sem að allt er undir. „Það er alltaf gaman að taka þátt í leikjum sem skipta miklu máli. Þessi leikur skiptir miklu máli fyrir félagið í heild sinni, okkur sem lið og hverfið sem við erum fulltrúar fyrir. Verkefnið er því mjög spennandi og við erum með þetta í okkar höndum. Það er alltaf þægilegra. Við þurfum ekki að treysta á einhverja aðra en okkur sjálfa. Við erum því algjörlega fókuseraðir á að klára okkar verkefni og þá fer þetta allt vel.“ Sigur í dag tryggir veru Fylkis í deildinni. Jafntefli nægir Fram til þess að tryggja sætið sitt. „Ég á von á þannig leik að bæði lið munu reyna að vinna hann. Fram er í hörku góðri stöðu. Liðið er ekki alveg sloppið við fall en er nánast öruggt. Ég á ekki von á öðru en að þeir, undir stjórn Ragga, muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að vinna leikinn. Við munum gera það sama. Við ætlum að fara inn í þennan leik, setja kraft í hann og ná stjórninni sem fyrst. Vinna þennan leik.“ Einn athyglisverðasti punkturinn við leik liðanna í dag er sú staðreynd að Ragnar Sigurðsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og uppalinn Fylkismaður, er þjálfari Fram og einnig góður vinur nafna síns Ragnars Braga. „Við Raggi erum góðir vinir og höfum þekkst lengi. Nú er hann náttúrulega bara að þjálfa Fram liðið sitt. Auðvitað er þetta ábyggilega skrýtin staða fyrir hann en sem þjálfari Fram vill hann náttúrulega bara að sitt lið vinni þennan leik. Ef hann fengi hins vegar að velja þá myndi hann held ég velja að eitthvað annað lið en Fylkir og Fram myndi falla. Það verður ábyggilega furðulegt fyrir hann að fara inn í þennan leik en ég veit að hans fókus er á að hans lið klári sitt. En akkúrat sú staðreynd að þið séuð vinir en í sitt hvoru liðinu í dag. Var skrúfað niður í öllum samskiptum ykkar á milli í aðdraganda leiksins? „Nei, nei alls ekkert svoleiðis. Við ræddum aðeins leikinn okkar á milli fyrr í vikunni en ekkert dýpra en það að þeir ætluðu sér að vinna og að sama skapi er það markmiðið hjá okkur í Fylki. Ekkert meira en það.“ Besta deild karla Fylkir Fram Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
„Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður hörku leikur,“ segir Ragnar Bragi í samtali við Vísi. „Það er flott veður og mér skilst að það verði fullt af fólki á vellinum í dag. Þetta verður bara stemning.“ Það ræðst í dag hvaða lið fellur með Keflavík úr Bestu deildinni. Fyrir leiki dagsins í lokaumferðinni eru fjögur lið: Fram, HK, Fylkir og ÍBV, í fallhættu en viðureign Fylkis og Fram á Wurth-vellinum í Árbænum, er eini leikur dagsins þar sem bæði lið eiga á hættu á að falla. „Þetta er auðvitað bara, eins og flestir vita, bara mjög spennandi,“ segir Ragnar Bragi, aðspurður um hvernig sé að fara inn í svona leik þar sem að allt er undir. „Það er alltaf gaman að taka þátt í leikjum sem skipta miklu máli. Þessi leikur skiptir miklu máli fyrir félagið í heild sinni, okkur sem lið og hverfið sem við erum fulltrúar fyrir. Verkefnið er því mjög spennandi og við erum með þetta í okkar höndum. Það er alltaf þægilegra. Við þurfum ekki að treysta á einhverja aðra en okkur sjálfa. Við erum því algjörlega fókuseraðir á að klára okkar verkefni og þá fer þetta allt vel.“ Sigur í dag tryggir veru Fylkis í deildinni. Jafntefli nægir Fram til þess að tryggja sætið sitt. „Ég á von á þannig leik að bæði lið munu reyna að vinna hann. Fram er í hörku góðri stöðu. Liðið er ekki alveg sloppið við fall en er nánast öruggt. Ég á ekki von á öðru en að þeir, undir stjórn Ragga, muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að vinna leikinn. Við munum gera það sama. Við ætlum að fara inn í þennan leik, setja kraft í hann og ná stjórninni sem fyrst. Vinna þennan leik.“ Einn athyglisverðasti punkturinn við leik liðanna í dag er sú staðreynd að Ragnar Sigurðsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og uppalinn Fylkismaður, er þjálfari Fram og einnig góður vinur nafna síns Ragnars Braga. „Við Raggi erum góðir vinir og höfum þekkst lengi. Nú er hann náttúrulega bara að þjálfa Fram liðið sitt. Auðvitað er þetta ábyggilega skrýtin staða fyrir hann en sem þjálfari Fram vill hann náttúrulega bara að sitt lið vinni þennan leik. Ef hann fengi hins vegar að velja þá myndi hann held ég velja að eitthvað annað lið en Fylkir og Fram myndi falla. Það verður ábyggilega furðulegt fyrir hann að fara inn í þennan leik en ég veit að hans fókus er á að hans lið klári sitt. En akkúrat sú staðreynd að þið séuð vinir en í sitt hvoru liðinu í dag. Var skrúfað niður í öllum samskiptum ykkar á milli í aðdraganda leiksins? „Nei, nei alls ekkert svoleiðis. Við ræddum aðeins leikinn okkar á milli fyrr í vikunni en ekkert dýpra en það að þeir ætluðu sér að vinna og að sama skapi er það markmiðið hjá okkur í Fylki. Ekkert meira en það.“
Besta deild karla Fylkir Fram Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn