Viggó hefur verið algjör yfirburðamaður á leiktíðinni í liði Leipzig, hann hefur leitt markaskorun liðsins síðustu þrjá leiki en það skilaði aldrei úrslitum fyrr en í dag.
Leipzig komst svo loks á sigurbragðið í dag eftir tvö töp og eitt jafntefli í síðustu þremur deildarleikjum sínum. Þeir koma sér með þessum sigri upp í 11. sæti deildarinnar og eiga leik til góða á liðin fyrir ofan.